Sælir vaktarar.
Nú er ég að lenda í einhverjum fáránlegum vandræðum. Ég er að fá einhverskonar "línur" á skjáinn þegar eitthvað hreyfist, s.s. það sem hreyfist fær þessar "línur." Ég tók eftir þessu þegar ég kveikti á Titan Quest og hef verið að skoða þetta síðan þá. Þetta gerist ekki bara í leikjum, ég get fært þess vegna mynd í paint sjálfur með músinnji og þá koma þessar línur. Afar erfitt að útskýra en ef einhver kannast við slíkt vandamál eða vill vita meira (þá berst ég við að útskýra þetta aðeins betur...) endilega svarið þá þessum þræði.