Gaman að sjá að þráðurinn minn lifir enn !
Ég er nú ekki enn búinn að gera svona kassa... og þá sérstaklega vegna þess að ég fann aldrei pláss fyrir hann. Ég las mér samt alveg helling til um þetta á netinu og var búinn að finna, að því er virtist, lausn á flestum vandamálum.
Til að búa til takkana og stýripinnana var ég búinn að finna vefverslun sem seldi þetta dót. Til að tengja þá svo átti maður að taka í sundur eitt stykki lyklaborð og lóða ofan í takkana sem voru fyrir. Svo "bindaði" maður einfaldeg takana við forritin. Einnig var hægt að kaupa sérstök usb tengd tæki svo maður slyppi við lóðningavesenið.
Í sambandi við úr hverju kassinn á að vera búinn til úr held ég að það væri þægilegra að búa hann til úr krossviði í staðinn fyrir málmplötum. Fengi "réttari" fíling í þetta sem og þægilegra að vinna með það. Ég gæti svo sem alveg soðið þetta saman en hitt væri þægilegra. Í sambandi við skjáinn þá er hægt að kaupa sér sérstök spilakassa skjákort en ég held það sé aðeins of langt gengið. Best er að nota bara 20" sjónvarpstæki tengt í tv-out eða 19" túbuskjá.
Þetta er í rauninni ekki það flókið verkefni en það tekur mikið pláss.
Ef það virkar... ekki laga það !