Ískrandi vifta í GF 6800XT


Höfundur
Salvar
Fiktari
Póstar: 53
Skráði sig: Þri 21. Mar 2006 01:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Ískrandi vifta í GF 6800XT

Pósturaf Salvar » Mán 24. Júl 2006 21:41

Ég var að fá mér þetta kort um daginn, og tek eftir því að viftan ískrar eins og versti Nazgúl þegar hún snýst á idle-hraða. Eða það giska ég a.m.k. á þar sem hún lætur eðlilega um leið og ég starta einhverjum leik eða set einhverskonar álag á hana. Kortið er nýtt þannig að ekki er um uppsafnað ryk að ræða, hvað gæti þetta þá verið?

Er það bara WD-40 á þetta?




Tjobbi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Fös 07. Apr 2006 19:25
Reputation: 0
Staðsetning: Gbr
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Tjobbi » Mán 24. Júl 2006 21:49

nazgular væla, ískra ekki baun..


- asus a8n-sli - amd 3700@2.7ghz - watercooled - sparkle 7800gtx - g-skill 2x1gb ddr500 cl3 - 250gb - 22" acer -

Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Mán 24. Júl 2006 22:24

getur reynt það annars bara að kaupa nýja kælingu...



Skjámynd

Fumbler
spjallið.is
Póstar: 493
Skráði sig: Mið 23. Apr 2003 17:15
Reputation: 25
Staðsetning: Vestfirðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Fumbler » Mán 24. Júl 2006 23:58

Fyrst þetta kort er nýtt, er þetta þá ekki bara galli í viftu og þú ferð og færð nýtt kort ?

Venjulega heyrist minna í viftum þegar kortin eru á Idle




Höfundur
Salvar
Fiktari
Póstar: 53
Skráði sig: Þri 21. Mar 2006 01:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Salvar » Þri 25. Júl 2006 07:48

Málið er leyst, ein af skrúfunum sem festir viftuna og hitasökkulinn við kortið var hálfum snúningi of laus. Eftir að ég herti hana hefur kortið hljómað eins og engill.