Pósturaf DoofuZ » Fim 13. Júl 2006 07:02
Það þarf sko ekkert endilega að vera að minnið sé bilað.
Ég keypti nýja tölvu í fyrra og ég keypti einmitt OCZ minni en ég keypti reyndar DFI Lanparty NF4 SLI-DR móðurborð en ekki abit fatal1ty. Við fyrstu keyrslu á öllu þá virtist eitthvað vera að, ég fékk t.d. bláskjásvillu við uppsetningu á Windows sem gaf til kynna að eitthvað væri að minninu svo ég keyrði memtest á það og fékk nokkrar villur. Þá fór ég í Task og skipti og þurfti að borga aðeins með því þar sem minnið sem ég fékk í staðinn var aðeins dýrara. Strákarnir í Task sögðu að OCZ minnið væri ekki bilað en þeir sögðust kannast við að það væri vandamál með Lanparty móðurborðið og sum minni og nefndu að þeir væru einmitt með eitt slíkt móðurborð inná verkstæði hjá sér sem væri svona vesen með. Ég fór með nýja minnið heim og prófaði það en viti menn, það sama gerðist, memtest sagði að það væri líka bilað. Þá datt mér í hug að ná í update fyrir bios-inn þrátt fyrir að þetta móðurborð væri splunkunýtt og eftir það þá kom engin villa við test á minninu. Það fannst mér virkilega skondið því það leit út fyrir að þeir hjá Task væru í vandræðum með að fá minni til að virka með þessu móðurborði og þeir héldu að þetta væri bara svona vesen en höfðu ekki hugmynd um að það eina sem þurfti að gera var að update-a bios-inn.
Boðskapur sögunnar er s.s. sá að prófa alltaf að update-a bios-inn, sérstaklega ef móðurborðið er frekar nýlegt, ef það er eitthvað vesen með minnið eða jafnvel með eitthvað annað.
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]