Lagað - ATi Readon X800 XT Platinum Edition vesen


Höfundur
Danni Colt
Staða: Ótengdur

Lagað - ATi Readon X800 XT Platinum Edition vesen

Pósturaf Danni Colt » Fös 19. Maí 2006 13:34

Þetta vesen er búið að vera með þetta skjákort síðan ég fékk það eigilega. Man allavega ekki eftir að það hafi ekki verið með vesen.

En þannig er það að alltaf þegar ég spila leiki eða eitthvað í 3d sem tekur á kortið þá frýs tölvan eftir einhvern tíma (misjafnt hvað það tekur langan tíma, fer oftast eftir grafíkinni) og þegar ég restarta þá er upplausnin komin niður í það minnsta sem hægt er.

Ég er búinn að prófa að update-a og downgrade-a driverana svo drivers eru ekki vandamálið.

Gæti þetta verið kæling? Það er allavega einhver þvílík vifta og vesen á kortinu sem tekur allt plássið fyrir neðan svo ég giska á að kæling sé ekki vandamálið..

Þá er annað, getur þetta verið árekstur við hljóðkortið? Finnst það frekar hæpið samt... En hljóðkortið er Audigy 2 ZS...
Síðast breytt af Danni Colt á Mán 22. Maí 2006 20:08, breytt samtals 1 sinni.




Harvest
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Pósturaf Harvest » Fös 19. Maí 2006 16:54

ég veit ekki mikið um svona, en mundi skjóta á:

rangir driverar

kælingin biluð á kortinu t.d. eða of lítil



Skjámynd

Hörde
Ofur-Nörd
Póstar: 243
Skráði sig: Mið 12. Feb 2003 15:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Pósturaf Hörde » Fös 19. Maí 2006 18:18

EF þú varst með Nvidia kort áður, og settir nýja kortið í án þess að reinstalla Windows, þá gæti vel verið að það hafi verið einhverjar driver leifar eftir af gamla kortinu sem leikirnir eða Windows reyna að nota. Ef það er mikið vesen fyrir þig að reinstalla Windows, þá myndi ég reyna að uninstalla driverana sem þú ert með núna, nota Driver Cleaner til að hreinsa allar leifar (bæði af nýja og gamla kortinu), og setja driverana inn upp á nýtt.

Ef þú ert með AGP kort þá máttu líka posta þeim upplýsingum sem þú færð frá Smartgart, þar sem ég lenti í svipuðu veseni á sínum tíma. Ýttu á Start takkann, veldu run, skrifaðu smartgart og ýttu á Enter. Ef allt bregst gætirðu prófað að velja AGP 4x og/eða slökkva á AGP Write. Byrjaðu samt á að slökkva á Fast Writes, sem er frægt fyrir að valda vandræðum á sumum borðum, en skilar svo til engu betri afköstum. Ég veit ekki hversu miklum afköstum þú tapar af því að færa niður í AGP 4x og AGP Write, en það gæti verið eitthvað. Prófaðu þig bara áfram, þú getur alltaf fært hlutina í fyrra horf, en byrjaðu samt að slökkva á Fast Writes.

Edit: Slökktu líka á VPU recover. Það er svo til óþarft og olli miklum vandræðum hér áður fyrr (þó ég viti ekki hvernig statusinn er núna).




Höfundur
Danni Colt
Staða: Ótengdur

Pósturaf Danni Colt » Fös 19. Maí 2006 18:42

Hörde skrifaði:EF þú varst með Nvidia kort áður, og settir nýja kortið í án þess að reinstalla Windows, þá gæti vel verið að það hafi verið einhverjar driver leifar eftir af gamla kortinu sem leikirnir eða Windows reyna að nota. Ef það er mikið vesen fyrir þig að reinstalla Windows, þá myndi ég reyna að uninstalla driverana sem þú ert með núna, nota Driver Cleaner til að hreinsa allar leifar (bæði af nýja og gamla kortinu), og setja driverana inn upp á nýtt.

Ef þú ert með AGP kort þá máttu líka posta þeim upplýsingum sem þú færð frá Smartgart, þar sem ég lenti í svipuðu veseni á sínum tíma. Ýttu á Start takkann, veldu run, skrifaðu smartgart og ýttu á Enter. Ef allt bregst gætirðu prófað að velja AGP 4x og/eða slökkva á AGP Write. Byrjaðu samt á að slökkva á Fast Writes, sem er frægt fyrir að valda vandræðum á sumum borðum, en skilar svo til engu betri afköstum. Ég veit ekki hversu miklum afköstum þú tapar af því að færa niður í AGP 4x og AGP Write, en það gæti verið eitthvað. Prófaðu þig bara áfram, þú getur alltaf fært hlutina í fyrra horf, en byrjaðu samt að slökkva á Fast Writes.

Edit: Slökktu líka á VPU recover. Það er svo til óþarft og olli miklum vandræðum hér áður fyrr (þó ég viti ekki hvernig statusinn er núna).


Fékk tölvuna með þessu korti og það hefur held ég aldrei komið nVidia kort í hana. Hélt að þetta gæti lagast með formatti þessvegna spurði ég aldrei útí þetta fyrr, en núna var ég að formatta og þetta er ennþá svo ég býst við að það er eitthvað meira.

Ég prófa þetta sem þú mældir með og læt svo vita hvernig það kemur út 8)

BTW Móðurborðið er Abit AV8 Socket 939..




Höfundur
Danni Colt
Staða: Ótengdur

Pósturaf Danni Colt » Sun 21. Maí 2006 08:23

Þegar ég skrifa smartgart í run þá kemur "Windows couldn't find "smartgart"......"

En ég fór samt í SmartGart gegnum Catalyst og slökkti á Fast Writes. Það virðist hafa lagast. Allavega hefur þetta skánað til muna, ég gat spilað 2 þyngstu leikina sem ég á án vandræða í allavega korter og hef bara ekki haft meiri tíma til þess en það.

*edit* Hafði tíma til að spila, lagaði ekkert :?



Skjámynd

Hörde
Ofur-Nörd
Póstar: 243
Skráði sig: Mið 12. Feb 2003 15:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Pósturaf Hörde » Sun 21. Maí 2006 14:57

Hmm, þetta með að þú fáir ekki Smartgart í gegnum 'run' er dáldið skrítið. Það er reyndar meira en ár síðan ég var með ATI kort, þannig að kannski er ég að gleyma einhverju, en ástæðan fyrir því að ég benti þér að gera þetta í gegnum 'run' er að það kemur annar Smartgart gluggi upp þaðan en í control panel, s.s. með öðrum stillingum (s.s. AGP Read og AGP write).

Alla vega, prófaðu þá að lækka AGP hraðann og sjá hvort það breyti einhverju, þó það sé bara til að sjá hvort eitthvað gerist. Ég hef dáldið sterkan grun um að AGP Write sé vandamálið, þar sem ég var með móðurborð með Via kubbasetti svipuðu þínu, og lenti í svipuðu vandamáli. Veit samt ekki hvernig þú kemst í það án 'run', en það hlýtur að vera hægt að breyta því á annan hátt.

Eitt í viðbót sem þú getur prófað er að lækka 'hardware acceleration' niður um eina skor eða tvær. Ég veit reyndar ekki nákvæmlega hvað það disablear, en ef ég man rétt þá verkar þetta bara á AGP bussinn og hvernig kortið talar við móðurborðið, en slekkur ekki á neinum fítusum á kortinu sjálfu. Edit: Prófaðu líka að slökkva á þessu "write combining" að neðan.

Edit 2: Enn eitt sem ég ætla að biðja þig um er að downloada einhverju þrívíddar appi sem lætur kortið vinna mikið en þú getur samt keyrt í glugga í bakgrunni. Mæli sjálfur með RthDribl sem þú finnur hér http://www.daionet.gr.jp/~masa/rthdribl/. Þetta er bara til að vera viss um að kortið sé ekki að ofhitna, þannig að ef þú keyrir þetta forrit og fylgist með hversu kortið hitnar í fullri vinnslu þá er hægt að útiloka þann möguleika (það ætti að vera hitamælir í Catalyst). Það er nefnilega ekki nóg að gera þetta með einhverju sem þú keyrir í fullscreen, því hitamælar eiga það til að falla mjög hratt eftir að vinnslu lýkur, þannig að mér þætti best ef þú tækir hitann á meðan kortið er í fullri vinnslu.


Mynd




Höfundur
Danni Colt
Staða: Ótengdur

Pósturaf Danni Colt » Mán 22. Maí 2006 09:49

Ég er búinn að prófa þetta allt núna og ekkert lagar. Skondið samt að þegar ég stillti kortið í AGP 4x´i staðinn fyrir 8x þá fékk ég betra performance! T.d. í CS Stress test hækkaði avarage FPS úr 135, í 146,51! AGP var eina breytingin á milli Testanna...

En svo athugaði ég þetta með hitann og svo virðist sem að það sé vandamálið. Hitinn var hægt og bítandi að hækkast og var stöðugur í 80°C í 10 mín þegar ég nennti ekki að fylgjast með lengur, og núna er kallt inní herberginu.

Hvernig reddar maður því? Var að hugsa að kaupa vatnskælingu fyrit tölvuna og er búinn að skoða það, en hef ekki enn fundið vatnskælingu á skjákort... er það kannski ekki til?



Skjámynd

Hörde
Ofur-Nörd
Póstar: 243
Skráði sig: Mið 12. Feb 2003 15:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Pósturaf Hörde » Mán 22. Maí 2006 18:53

Ég er ekki viss um að 80° sé svo mikið fyrir X800-seríu kort (ef mig minnir rétt), þó það gæti auðvitað vel verið það sem er að. Alla vega held ég að það sé í lægri kantinum. Það er kannski spurning um að þú prófir að undirklukka kortið? Það er enginn möguleiki á að prófa það í annarri tölvu? Það er líka til forrit sem heitir ATi Tray Tools, sem leyfir þér að stjórna viftuhraðanum á kortinu. Ef það er að ofhitna, þá gæti verið svo að einhverra hluta vegna sé viftan ekki að blása nógu hratt. Prófaðu að downloada þessu forriti og keyra RthDribl með viftuna í 100% blæstri, sem og að tékka á hitanum aftur.

Það er reyndar eitt alveg í blálokin sem kemur til greina, og það er BIOSinn í tölvunni. Ef þú gætir póstað dagsetningunni og borið saman við þá sem er á Abit síðunni, þá væri kannski hægt að meta það betur

Version: 27
Released Date: 2006-03-22
File Size: 294 KB
Download Time (56K): 43 sec
Description:
Fixed the issue that the system may not be able to boot when installed the processor of Rev. E
Enhanced compatibility with certain PCI RAID cards.
Support FX60.
BIOS compiled date: 02/23/2006


http://abit-usa.com/products/mb/bios.php?categories=1&model=175

Hér eru líka nokkur screen úr BIOSnum sem væri gott að vita hvað stæði hjá þér:

Mynd

Það sem mig langar að vita er hvað stendur hjá þér í "AGP Ratio (CPU:AGP:PCI)" dálknum. Það gæti hugsanlega verið að AGP portið sé að reyna að keyra of hratt.

Mynd

Hér viltu hafa allt innan High og Low marka, auk þess sem þú mátt endilega tékka hvort +12v línan sé ekki örugglega að gefa nógan straum.

Mynd

Loks máttu pósta því sem stendur hér á þinni tölvu. Prófaðu að lækka "AGP Aperture Size" niður í 64meg, og jafnvel lækka AGP hraðan og slökkva á Fast-Writes. Jafnvel þó þú hafir prófað það í Windows gæti það haft áhrif ef það er kveikt á því í BIOSnum.




Höfundur
Danni Colt
Staða: Ótengdur

Pósturaf Danni Colt » Mán 22. Maí 2006 19:45

Heyrðu þakka þér æðislega fyrir að reyna að hjálpa mér og nenna að standa í þessu veseni!

En ég er búinn að laga þetta. Reif tölvuna í spað, ryksugaði allt og setti saman aftur og hitinn fer ekki yfir 62°C núna.

Átti auðvitað að vera löngu búinn að prófa það áður en ég byrjaði að biðja um hjálp en ég bara fattaði það ekki. Hálfvitaskapur í mér :shock:


Takk samt ég mun allavega pottþétt seiva þennan þráð á tölvuna ef það gerist einhverntímann að ég lendi í vandræðum og ryk er ekki ástæaðn :lol:



Skjámynd

Hörde
Ofur-Nörd
Póstar: 243
Skráði sig: Mið 12. Feb 2003 15:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Pósturaf Hörde » Mán 22. Maí 2006 19:57

EKki málið. Ég hef líka sjálfur gott af þessu.