Halló félagar.
Þannig er mál með vexti að vinur minn er að koma í heimsókn að utan og var að velta fyrir sér ef hann kemur með lcd skjá til landsins hvort það sé tollur á slíkum vörum. Getur einhver frætt mig á því hvort hann myndi lenda í veseni hjá tollinum flugstöðinni og ef það er álagning á lcd skjái þá hvað það sé mikið os.frv.
varðandi innflutning á skjám
-
kraft
Höfundur - Nörd
- Póstar: 115
- Skráði sig: Fös 29. Ágú 2003 13:30
- Reputation: 0
- Staðsetning: Keflavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
lcd skjár.
Hann er að koma til landsins og skjárinn verður hluti af farangri, hann sendir hann ekki í pósti
Compaq N160 Ferðavél keyrt á Ubuntu 7.10.
-
Veit Ekki
- Geek
- Póstar: 808
- Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
- Reputation: 0
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: varðandi innflutning á skjám
kraft skrifaði:Halló félagar.
Þannig er mál með vexti að vinur minn er að koma í heimsókn að utan og var að velta fyrir sér ef hann kemur með lcd skjá til landsins hvort það sé tollur á slíkum vörum. Getur einhver frætt mig á því hvort hann myndi lenda í veseni hjá tollinum flugstöðinni og ef það er álagning á lcd skjái þá hvað það sé mikið os.frv.
Það er enginn tollur af tölvuhlutum en hinsvegar þarftu auðvitað að borga vsk. sem er 24,5%.
Gúrú skrifaði:ef það er innan sirka 30k og hann merkir hann gjöf sleppuru allvega með vask og kannski með toll....
Gjafahámarkið er held ég 7 þús. kr.
Edit: Hámarkið er 10 þús.
Síðast breytt af Veit Ekki á Sun 23. Apr 2006 00:34, breytt samtals 1 sinni.
-
gumol
- Besserwisser
- Póstar: 3929
- Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
- Reputation: 0
- Staðsetning: Kópavogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
frihofnin.is skrifaði:Ferðamenn sem búsettir eru erlendis, er heimilt að hafa með sér gjöf, verðmæti hvers hlutar má þó ekki vera meiri en 10.000 kr.; sé verðmæti hlutar meira en 10.000 kr., getur viðkomandi notið tollfríðinda miðað við þá fjárhæð og greitt innflutningsgjöld miðað við verðmæti sem umfram er.
Við komu til landsins mega ferðamenn, sem búsettir eru á Íslandi, hafa með sér tollfrjálst þann farangur, t.d. fatnað og annan ferðabúnað, sem þeir fóru með til útlanda. Ferðamenn mega ennfremur hafa meðferðis tollfrjálsan varning sem fenginn er í ferðinni eða í tollfrjálsri verslun hér á landi (við brottför eða heimkomu) fyrir allt að 46.000 kr. miðað við smásöluverð á innkaupsstað. Verðmæti hvers hlutar má þó ekki vera meira en 23.000 kr.; sé verðmæti hlutar meira en 23.000 kr., getur viðkomandi notið tollfríðinda miðað við þá fjárhæð og greitt innflutningsgjöld miðað við verðmæti sem umfram er. Börn yngri en 12 ára skulu njóta að hálfu þeirra réttinda er að framan greinir. Upplýsingar um innflutningsgjöld er hægt að fá síma 425-0650.