Fyrirtækja jólagjafir

Allt utan efnis
Skjámynd

rostungurinn77
Gúrú
Póstar: 528
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 171
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf rostungurinn77 » Sun 14. Des 2025 08:05

J1nX skrifaði:15þús kr gjafabréf sem hægt er að nota í völdum búðum á Dalvík, rennur út 14jan.. með því lélegra sem ég veit um.


Ekki bara lélegt, líklegast ekki löglegt.

Gjafabréf

6. gr. Gjafabréf sem seljandi gefur út skulu dagsett og halda gildi sínu gagnvart seljendum í fjögur ár frá útgáfudegi, svo og gagnvart þeim er hann kann að framselja verslunarrekstur sinn til.



Um 6. gr.

Hér kveður á um að kaupi neytandi gjafabréf skuli það dagsett þannig að ótvírætt sé frá hvaða tíma slík peningaleg inneign hefur stofnast og er almennur fyrningarfrestur á slíkum kröfum fjögur ár, sbr. lög nr. 14/1905. Hér gildir einnig, sbr. 5. gr. að mikilvægt er að slíkar kröfur séu færðar í bókhaldi verslunar og að þær haldi gildi sínu gagnvart þeim sem útgefandi kann að framselja verslunarrekstur sinn til.


https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-o ... a47104df25




ColdIce
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1604
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 99
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf ColdIce » Sun 14. Des 2025 08:51

Kassi smekkfullur af kjöti úr efstu hillu. Finnst það flott.
Fékk í fyrri vinnu 50k í Bónus sem kom sér hrikalega vel.


Eplakarfan: Apple Watch Ultra 2 | iPad Pro M4 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 17 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | Nintendo Switch
Útiveran: Mazda CX-3 2017 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


T-bone
Nörd
Póstar: 143
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 13:44
Reputation: 53
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf T-bone » Sun 14. Des 2025 21:47

Hamborgarhrygg, hangilæri, nautalund, lambakórónur, tvennslags pylsur frá pylsumeistaranum, Nóa konfekt, rútu af kók, rútu af klaka, hatíðarsíld, 4kg af rækju, mjööög fancy steikarhnífa/gaffla/skeiðar, 2 tegundir af kandís, mjög gott rauðvín (4.2 stjörnur á vivino) olíur, sósur, krydd og allskonar sniðugt og sem nýtist vel, ilmstauta, handáburð og handsápu frá fischersund, sukkulaðiplötur og nammi, osta og eitthvað fleira sem ég man ekki...

Jú, og svo einn launaðan frídag sem má nýta á milli jóla og nýárs.

Þetta hefur verið svipað í 3 ár allavega en smá breytingar á milli ára, en alltaf veeerulega flott úrval af kjöti og svoleiðis.

Eitt árið var að auki húfa og vettlingar frá 66°N og 50.000 króna debetkort, en það er auðvitað búið að taka það af okkur.


Ég er allavega veeeerulega þakklátur fyrir þessa virkilega rausnarlegu gjöf!

Þar sem ég hef unnið áður hefur verið lenskan að gefa til dæmis:
odyra rauðvín og 10.000 króna gjafabréf
30.000 króna gjafabréf
Koníaksflösku

Auðvitað er maður alltaf þakklátur fyrir allt sem maður fær því að það er ekkert sjálfsagt að fá jólagjafir frá fyrirtækinu sem maður er að vinna hjá, en þar sem ég vinn núna ber gjöfin auðvitað af. Alveg rugluð jólagjöf!


Mynd

Skjámynd

Prentarakallinn
spjallið.is
Póstar: 413
Skráði sig: Mið 01. Jún 2011 13:22
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf Prentarakallinn » Þri 16. Des 2025 00:30

25k gjafabréf í s4s, var flott gjöf fyrsta þegar við fengum hana, fín í annað skiptið en orðið frekar þreytt í 3ja skipti. Vantar ekkert í s4s búðum, nota það bara til að kaupa jólagjafir


TV: LG G4 | Soundbar: LG SNY7
Ryzen 5 3700X | Gainward RTX 4060 | 32 GB Crucial Ballistix 3200Mhz


Sinnumtveir
Tölvutryllir
Póstar: 600
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 183
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf Sinnumtveir » Þri 16. Des 2025 00:50

Prentarakallinn skrifaði:25k gjafabréf í s4s, var flott gjöf fyrsta þegar við fengum hana, fín í annað skiptið en orðið frekar þreytt í 3ja skipti. Vantar ekkert í s4s búðum, nota það bara til að kaupa jólagjafir


Ég veit ekki hvernig sölumenn pranga svona gjafakortum inn á fyrirtæki en fyrir mína parta er td miklu, miklu betra að fá 20k gjafakort í Bónus en 25k í s4s, líka þó Bónus kortið væri bara 15k.



Skjámynd

Prentarakallinn
spjallið.is
Póstar: 413
Skráði sig: Mið 01. Jún 2011 13:22
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf Prentarakallinn » Þri 16. Des 2025 17:08

Sinnumtveir skrifaði:
Prentarakallinn skrifaði:25k gjafabréf í s4s, var flott gjöf fyrsta þegar við fengum hana, fín í annað skiptið en orðið frekar þreytt í 3ja skipti. Vantar ekkert í s4s búðum, nota það bara til að kaupa jólagjafir


Ég veit ekki hvernig sölumenn pranga svona gjafakortum inn á fyrirtæki en fyrir mína parta er td miklu, miklu betra að fá 20k gjafakort í Bónus en 25k í s4s, líka þó Bónus kortið væri bara 15k.


Sammála, hefði tekið lægri upphæð í matvöruverslun eða verslunarmiðstöð. Fékk gjöfina áðan og hún hefur hækkað um 5k þetta árið þannig enn fleiri sem fá Nike föt frá mér í ár


TV: LG G4 | Soundbar: LG SNY7
Ryzen 5 3700X | Gainward RTX 4060 | 32 GB Crucial Ballistix 3200Mhz

Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 684
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 95
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf natti » Sun 21. Des 2025 23:23

rostungurinn77 skrifaði:
J1nX skrifaði:15þús kr gjafabréf sem hægt er að nota í völdum búðum á Dalvík, rennur út 14jan.. með því lélegra sem ég veit um.


Ekki bara lélegt, líklegast ekki löglegt.

Gjafabréf

6. gr. Gjafabréf sem seljandi gefur út skulu dagsett og halda gildi sínu gagnvart seljendum í fjögur ár frá útgáfudegi, svo og gagnvart þeim er hann kann að framselja verslunarrekstur sinn til.



Um 6. gr.

Hér kveður á um að kaupi neytandi gjafabréf skuli það dagsett þannig að ótvírætt sé frá hvaða tíma slík peningaleg inneign hefur stofnast og er almennur fyrningarfrestur á slíkum kröfum fjögur ár, sbr. lög nr. 14/1905. Hér gildir einnig, sbr. 5. gr. að mikilvægt er að slíkar kröfur séu færðar í bókhaldi verslunar og að þær haldi gildi sínu gagnvart þeim sem útgefandi kann að framselja verslunarrekstur sinn til.


https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-o ... a47104df25


Leiðbeinandi verklagsreglur eru ekki lög.
Það er skilningur sumra, en ekki allra, að það eigi að meðhöndla þetta eins og kröfur, og að þar af leiðandi ætti sá fyrningarfrestur (fjögur ár) að ráða för.
En af því að þetta er ekki komið í lög, og af því að þetta er túlkunaratriði, þá eru fyrirtækin að gera allsskonar.
Sbr: https://www.visir.is/g/20252820194d/kvartanir-berast-i-hverri-viku-vegna-gjafabrefa
(Side note: Ef einhver myndi spyrja mig, þá myndi ég ráðleggja fólki frá því að kaupa gjafabréf eða inneign frá Óskaskrín eða Dineout.)


Mkay.

Skjámynd

rostungurinn77
Gúrú
Póstar: 528
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 171
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf rostungurinn77 » Mán 22. Des 2025 01:19

natti skrifaði:
Leiðbeinandi verklagsreglur eru ekki lög.
Það er skilningur sumra, en ekki allra, að það eigi að meðhöndla þetta eins og kröfur, og að þar af leiðandi ætti sá fyrningarfrestur (fjögur ár) að ráða för.
En af því að þetta er ekki komið í lög, og af því að þetta er túlkunaratriði, þá eru fyrirtækin að gera allsskonar.
Sbr: https://www.visir.is/g/20252820194d/kvartanir-berast-i-hverri-viku-vegna-gjafabrefa
(Side note: Ef einhver myndi spyrja mig, þá myndi ég ráðleggja fólki frá því að kaupa gjafabréf eða inneign frá Óskaskrín eða Dineout.)



Ef þetta er krafa, eins og margir myndu telja þetta vera, þá gilda um þær lög (líklegast: 1) og þar af leiðandi þarf ekki að setja nein lög. Úrskurður dómstóla ætti að nægja. Hver er síðan tilbúinn að leggja út í mögulegan milljónakostnað fyrir 100k inneignarnótu er annað mál.

(1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2007150.html



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8656
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1393
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf rapport » Mán 22. Des 2025 11:07

Ég sé einhvernvegin fyrir mér núna að Inga Sæland muni tækla þetta mál í janúar...




johnbig
has spoken...
Póstar: 188
Skráði sig: Fim 23. Feb 2012 14:04
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf johnbig » Mið 24. Des 2025 11:58

mér finnst Matarkassi skipta máli. það er það sem er í boði hjá mínu fyrirtæki.
fólk getur gefið þetta í frískápa ef það getur ekki eldað eða nýtt þetta á heimilinu. en við nýtum þetta vel, kjöt kostar svo djöfulli orðið.

þetta saman stendur af - hamborgarahrygg, Lambalæri, reyktur lax, sósur, ostar og kex. munar um þegar heimili eiga lítið.
við höfum gefið ættingjum úr kassanum og boðið með.

fyrirtæki fá gott tilboð og þetta telur í veskið.

Inga sæland reddaði örirkjum í desember - eingreiðsla 70k, munar um það heldur betur.

Gleðilega hátið !
Síðast breytt af johnbig á Mið 24. Des 2025 12:10, breytt samtals 1 sinni.


Ryzen 9 5950x | Geforce RTX 5090 | 32 Gigabyte 3600mhz | Kapall og Roblox
Gaming -> Hp-Dc5800 | Core2quad Q9650 | 8Gb DDR2 800Mhz | GPU Rx550 4Gb | 1280x1024 |