Hvað langar ykkur í í jólagjöf frá makanum?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8705
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1398
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hvað langar ykkur í í jólagjöf frá makanum?

Pósturaf rapport » Lau 12. Des 2015 23:29

Þetta er erfiðasta spurning sem ég fæ á hverju ári... ég veit aldrei hvað mig langar í, finnst mér ég alltaf eiga allt...

Það sem er komið á blað:

- Jakkaföt + vesti...

- ...


Ég get ekki fyrir mitt litla líf látið mér detta neitt í hug.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2179
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 198
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Hvað langar ykkur í í jólagjöf frá makanum?

Pósturaf DJOli » Lau 12. Des 2015 23:42

Kynlíf, ef ég bara ætti maka :/


i7-11700KF|64gb(2x32gb) ddr4|RTX 4060Ti-16gb|2tb Samsung 990 Evo Plus nvme m.2|1tb Samsung 990 Evo nvme m.2|Corsair HX1200

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6605
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 549
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Hvað langar ykkur í í jólagjöf frá makanum?

Pósturaf worghal » Lau 12. Des 2015 23:53

Mynd
a man can dream :(
en ég er að fara að fá alskonar hluti, til dæmis nýjann hníf í eldhúsið og svona :D


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2925
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 228
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Hvað langar ykkur í í jólagjöf frá makanum?

Pósturaf CendenZ » Sun 13. Des 2015 00:41

DJOli skrifaði:Kynlíf, ef ég bara ætti maka :/


Ég skil
Mynd
skil.... ég skil... skil




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 643
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 105
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað langar ykkur í í jólagjöf frá makanum?

Pósturaf Dr3dinn » Sun 13. Des 2015 13:45

Heimabíó eða 55-65" sjónvarp. Epliboxið ef budget-ið er minna.

32" tölvuskjár sleppur líka alveg... fyrst ég er svona hófsamur/nægjusamur.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

Jón Ragnar
1+1=10
Póstar: 1100
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 221
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hvað langar ykkur í í jólagjöf frá makanum?

Pósturaf Jón Ragnar » Mán 14. Des 2015 08:54

Langar mest í nýjan krana á vaskinn inni á baði



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2788
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 129
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað langar ykkur í í jólagjöf frá makanum?

Pósturaf zedro » Mán 14. Des 2015 09:06

Þætti mér nú gaman að fá eitt stk soldering kitt frá Íhlutum :D
Eitthvað með mikið af LED'um sem blikka og gefa manni flog!


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8705
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1398
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað langar ykkur í í jólagjöf frá makanum?

Pósturaf rapport » Mán 14. Des 2015 11:32

OK, það eina sem ég les úr þessu er að þetta er globalt vandamál, einskorðast ekki við mig.

Án djóks þá er besta hugmyndin tengd krananum inn á baði, ég er með sturtuhaus sem drýpur úr og væri vel til í ný blöndunartæki og kannski baðkar.

"Soldering kit" er líka fínt, en færi líklega eins og með restina af smágræjunum sem maður á en notar aldrei.

En við notum ekki sjónvörp á heimilinu, allir eru með tölvur.

Væri þó til í 144Hz 27" gaming skjá, en það er bara svo pointless því að ekkert sem ég spila kallar á svoleiðis skjá...

HJÁLP !!!

Einhver hlítur að vera með góða hugmynd...



Skjámynd

Lallistori
Gúrú
Póstar: 577
Skráði sig: Þri 24. Mar 2009 22:13
Reputation: 21
Staða: Ótengdur

Re: Hvað langar ykkur í í jólagjöf frá makanum?

Pósturaf Lallistori » Mán 14. Des 2015 11:44

Ég bað um nýja verkfærakistu þar sem lokið er brotið og mín lokast ekki almennilega.
En ég fæ víst ferð til London á fótboltaleik þannig ég get ekki kvartað :megasmile


Haf X - Corsair 750w - Ryzen 5 5600X - 32gb ddr4 3200mhz -Prime 550M-A - Samsung 1TB NVMe - Asus 3070 OC - 5TB HDD's

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Hvað langar ykkur í í jólagjöf frá makanum?

Pósturaf KermitTheFrog » Mán 14. Des 2015 11:52

Þetta er nú líka ekki beint spurning sem er til eitthvað almennt svar við. Fólk er með mismunandi budget, mismunandi standarda og preference. Sumum finnst fínt að fá eitthvað til heimilisins en aðrir vilja fá eitthvað bara fyrir sig.

Hvað hefurðu verið að fá undanfarin ár? Playstation tölvu? Bók? Bíl? Gjafakort í bónus?

Persónulega dettur mér aldrei neitt í hug nema kannski einhverjar græjur og föt. Það sem ég er búinn að óska mér í ár eru heyrnartól, almennileg lóðstöð og gallabuxur. Jú og baunastóll (meira í gríni en alvöru). Svo vantar okkur nýtt pottasett. Svo langar mig í nýjan gítar en það er langt yfir budget.

Áttu góða úlpu / vetrarskó?




vesley
Kóngur
Póstar: 4266
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 196
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hvað langar ykkur í í jólagjöf frá makanum?

Pósturaf vesley » Mán 14. Des 2015 12:31

Ég er einmitt í svipuðu basli, veit ekkert hvað ég vill fá í jólagjöf, ákváðum líka að hafa lítið budget í ár og splæstum þá í staðinn í vikuferð til London eftir jól og vera þar yfir áramótin.

Ætli það verði ekki einhver smá fatnaður fyrir ræktina eða eitthvað.... ég veit það ekki..



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3857
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 169
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hvað langar ykkur í í jólagjöf frá makanum?

Pósturaf Daz » Mán 14. Des 2015 13:02

Almenna svarið hlýtur að vera "x þúsund króna vara tengd helsta áhugamálinu mínu".
T.d:
10 þúsund króna skíðadót
20 þúsnund króna tölvudót
200 þúsund króna golfdót

Skipta bara út áhugamálinu og upphæðinni eins og við á í ykkar tilfelli.

Fyrir mitt leiti væri ég til í ... ekkert? Eða frekar, þar sem dýra hluti get ég keypt sjálfur, þá langar mig bara í eitthvað persónulegt. Föndur (t.d. prjónahúfu) eða vel valda bók. Miðar á einhverskonar skemmtun sem er sameiginleg væri líka ágætt (standup/leiksýning/tónleikar).

Það versta við þetta er að ég er alveg galtómur í að gera álíka í hina áttina, svo ég enda á því að kaupa eitthvað rándýrt og ópersónulegt.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8705
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1398
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað langar ykkur í í jólagjöf frá makanum?

Pósturaf rapport » Mán 14. Des 2015 16:30

Jamm, endar líklega bara á ilmvatnsgjafaöskju og loforð um gott sumarfrí erlendis...

Það er betra en að eyða stórfé í eitthvað sem tekur bara pláss í geymslunni.