skjákorts uppfærsla pælingar


Höfundur
Haflidi85
spjallið.is
Póstar: 432
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Reputation: 54
Staða: Ótengdur

skjákorts uppfærsla pælingar

Pósturaf Haflidi85 » Þri 14. Maí 2013 16:13

Sælir félagar

Ég er að spá í að uppfæra skjákortið hjá mér og fara úr hd 5770 og pælingin var sú að fá sér Gtx 660 TI, þetta kort eða eitthvað svipað -> http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=8196 og já ég ætla nú að bíða eftir að 700 línan kæmi áður en ég kaupi mér þetta kort. Það sem ég er samt aðallega að spá er hvort ég sé með einhvern flöskuháls á tölvunni og væri jafnvel ekki með búnaðinn til að nýta þetta kort til fulls, þ.e. að þessi uppfærsla væri jafnvel ekki þess virði og já svo hafði ég einnig smá áhyggjur hvort aflgjafinn væri ekki nógu góður en samkvæmt þessari síðu http://www.hwcompare.com/13214/geforce- ... n-hd-5770/ þá munar 42 vöttum á kortunum, en það ætti kannski ekki að skipta neinu. Hér fyrir neðan er búnaðurinn sem ég er með:


AMD Phenom II X4 955BE (Quad Core 3.2 Ghz) Cooler Master Hyper N520 örgjörvakæling
MSI 760GM-E51 móðurborð
8 GB Corsair XMS3 DDR3-1333 minni
Seagate Barracuda 7200.11 Harður Diskur
Aflgjafinn er 600W Jersey, sem var keyptur í tölvuvirkni, þeir virðast ekki vera að selja þessa tegund lengur og virðist vera erfitt að googla einhverjar solid upplýsingar um þessa aflgjafa en hann kostaði um 10 þús fyrir ári síðan og var seldur á þeim tíma í þær vélar sem þeir seldu sem "leikjavélar" eða "mulningsvélar" eða hvað þetta er nú kallað :D - og já heimasíðan sem þeir gefa upp á kassanum http://www.jersey-power.de/ virðist liggja niðri - þannig ég augljóslega keypti solid aflgjafa :Þ

En já er einnig opinn fyrir öllum tillögum að öðrum kortum í svipuðum verðflokki eða ef einhver er að selja 660 Ti eða svipuð kort þá er ég tilbúinn að skoða það. - Að því gefnu að þetta gangi allt upp hjá mér að sjálfsögðu - væri líka gaman að vita hversu gott kort ég raunverulega get sett í þessa vél áður en psu eða einhver annar hlutur í tölvunni er orðinn flöskuháls.



Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: skjákorts uppfærsla pælingar

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Þri 14. Maí 2013 16:42

Veit ekki með PSU, en ef þú ætlar í gtx660 ti myndi ég taka þetta: http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=8037

Þetta kort hefur verið að koma ansi vel út úr benchmarks.




Höfundur
Haflidi85
spjallið.is
Póstar: 432
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Reputation: 54
Staða: Ótengdur

Re: skjákorts uppfærsla pælingar

Pósturaf Haflidi85 » Þri 14. Maí 2013 17:14

já var að heyra einhverstaðar að power edition væri vel þess virði, munar þetta það miklu að maður á alltaf að taka power edition framm yfir venjulegt TI kort eða ? (þ.e. þegar rætt er um 660 línuna)




Höfundur
Haflidi85
spjallið.is
Póstar: 432
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Reputation: 54
Staða: Ótengdur

Re: skjákorts uppfærsla pælingar

Pósturaf Haflidi85 » Mið 15. Maí 2013 12:52

Ég kynni að meta mjög vel ef einhver meistari hérna gæti uppfært mig, varðandi hvort þessi skjákorts uppfærsla sé ekki örugglega þess virði fyrir mig, þ.e. að ég sé ekki með neinn flöskuháls.



Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: skjákorts uppfærsla pælingar

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Mið 15. Maí 2013 12:55

Nú er ég ekki sá sem veit mest en ég myndi halda að skjákortsuppfærsla sé akkúrat það sem þig vantar. Quad core 3,2 ghz er held ég alveg nóg í flesta leiki í dag.




Bioeight
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
Reputation: 6
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: skjákorts uppfærsla pælingar

Pósturaf Bioeight » Mið 15. Maí 2013 14:23

Þessir Jersey aflgjafar eru ekki frábærir. Sýnist bara vera eitt PCI-E x6 tengi á honum, Nvidia GTX 660 Ti þarf 2 svoleiðis. Það er samt hægt að nota breytistykki úr Molex yfir í PCI-E x6 og það gæti dugað þér. Er ekki að finna specca fyrir þennan aflgjafa þannig að ég get ekki svarað því örugglega.

Örgjörvinn er fínn eins og er og þú færð mest út úr því að uppfæra skjákortið. Eftir uppfærsluna á skjákortinu hinsvegar þá verður örgjörvinn flöskuháls í sumum leikjum,
það verður þá bara næsta uppfærsla.


Corsair Carbide 400Q| MSI Nvidia 2080| AMD R9 5900X| Gigabyte X470 Aorus Gaming 5| EVGA SuperNOVA 750 G3


Höfundur
Haflidi85
spjallið.is
Póstar: 432
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Reputation: 54
Staða: Ótengdur

Re: skjákorts uppfærsla pælingar

Pósturaf Haflidi85 » Mið 15. Maí 2013 16:08

takk fyrir þetta innlegg hafði ekki spáð i þessu og já það er bara eitt pcie x6 tengi á honum, en já er byrjaður að sjá meira og meira eftir að hafa keypt þennan skíta aflgjafa, það er svona þegar maður gerir hlutina í flýti og hlustar á einhvern sölumann sem vill bara selja hlutinn, en ég sé ekki neitt um að gtx 660 þurfi 2 pcie-6x tengi þvert á móti rakst ég á þetta:

"but the 660 is the most powerful 1x6pin card you can buy today and that matters to me (still using a 5770) and probably to some others like me with smaller PSUs."

Eða er þetta þannig að 660TI þarf 2, en 660 bara eitt, eða er þessi heimild sem ég fann bara bullshit og já ég er í smá erfiðleikum með að googla þetta btw



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1720
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 46
Staða: Ótengdur

Re: skjákorts uppfærsla pælingar

Pósturaf Stutturdreki » Mið 15. Maí 2013 16:15

Já, 660 hefur eitt tengi meðan 660ti hefur tvö, sjá:

http://www.geforce.com/hardware/desktop ... ifications
vs.
http://www.geforce.com/hardware/desktop ... ifications

Undir 'Thermal and power specs'.

Skrítið samt þar sem bæði kortin hafa sömu orkuþörf miðað við þessi specs.




Höfundur
Haflidi85
spjallið.is
Póstar: 432
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Reputation: 54
Staða: Ótengdur

Re: skjákorts uppfærsla pælingar

Pósturaf Haflidi85 » Mið 15. Maí 2013 16:18

Takk fyrir þetta, en þetta þýðir að annaðhvort þarf ég að skoða breytistykkis pælinguna eða sætta mig við gtx 660 - eða já fá mér nýjan aflgjafa, spurning hvað maður á að gera, væri finnt ef einhver gæti commentað á þessa breytistykkis pælingu, þ.e. ef einhver hefur reynslu af þessu



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1720
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 46
Staða: Ótengdur

Re: skjákorts uppfærsla pælingar

Pósturaf Stutturdreki » Mið 15. Maí 2013 16:25

Þessi breytistykki fylgja oftast með, lítur svona út: http://www.systemagnostic.com/wp-upload ... _pci-e.jpg, eini gallinn að þú þarft að fórna tveim molex tengjum en annars ætti það ekki að vera vandamál.
Síðast breytt af Stutturdreki á Mið 15. Maí 2013 16:54, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
Haflidi85
spjallið.is
Póstar: 432
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Reputation: 54
Staða: Ótengdur

Re: skjákorts uppfærsla pælingar

Pósturaf Haflidi85 » Mið 15. Maí 2013 16:52

haha, mér sýnist ég bara eiga eitt molex tengi laust, þar sem það voru bara 3 með þessum aflgjafa ætli ég endi ekki bara í 660 gtx eftir allt saman :Þ



Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: skjákorts uppfærsla pælingar

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Mið 15. Maí 2013 17:20

Myndi frekar fara í það að versla nýjan aflgjafa og safna mér síðan fyrir gtx 660 ti. Munt hvort eð er þurfa að skipta um aflgjafa næst þegar þú ætlar að uppfæra.