Áreiðanleiki test síðna (bench)

Skjámynd

Höfundur
krissdadi
Geek
Póstar: 840
Skráði sig: Sun 24. Jan 2010 11:50
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Áreiðanleiki test síðna (bench)

Pósturaf krissdadi » Fim 06. Des 2012 13:09

Sælir Vaktarar.

Ég var að velta fyrir mér áræðanleika síðna sem gefa sig út fyrir að prófa tölvuíhluti t.d. Skjákorta

Mér finnst t.d. Þessi síða sýna Gigabyte HD 7950 sem fáránlega gott kort?
Þessi test eru sýðan í feb 2012 og sýðan þá eru komnir betri driverar skilst mér sem auka hraðann á þessum kortum umtalsvert.

http://www.techspot.com/review/496-amd-radeon-7950/

Væri gaman að heyra ykkar pælingar.
Þið hafið örugglega skoðanir á þessu :evillaugh



Skjámynd

frikki1974
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 316
Skráði sig: Mán 05. Jan 2009 21:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanleiki test síðna (bench)

Pósturaf frikki1974 » Fim 06. Des 2012 14:18

Ertu með linka á svona síður sem prófa skjákort?



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanleiki test síðna (bench)

Pósturaf Gúrú » Fim 06. Des 2012 14:20

Sé ekkert að þessum gögnum.
A.m.k. ekki þessari mynd.

Prime Bbcode Spoiler Show Prime Bbcode Spoiler:
Mynd

Svo er það oft tilfellið að sum skjákort eru mun sterkari í einhverri ákveðinni upplausn og/eða AA stillingu en maður myndi búast við af því á hinum niðurstöðunum
o.s.frv. o.s.frv. og ég held það væri klárlega einhver búinn að taka eftir því ef að einhver síða væri alltaf að stinga á stúf við niðurstöður hinna síðnanna.


Modus ponens

Skjámynd

Höfundur
krissdadi
Geek
Póstar: 840
Skráði sig: Sun 24. Jan 2010 11:50
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanleiki test síðna (bench)

Pósturaf krissdadi » Fim 06. Des 2012 15:42

Ekki að ég hafi neitt fyrir mér í þessu nema bara tilfinningu
um að það eru að koma fram misjafnar niðustöður eftir því hverjir eru að prófa
og oft eru kort sem er verið að prófa að koma vel út í samanburði við önnur kort í tilteknum testum
en ekki eins vel í öðrum prófunum :-k



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanleiki test síðna (bench)

Pósturaf Gúrú » Fim 06. Des 2012 16:23

Vélbúnaður er gríðarlega flókinn og bara það að vera með örgjörva sem öðru kortinu líkar betur við en hinu kortinu og öfugt getur snúið útkomunni við þegar að kort eru svona tæp.

Þegar að maður er síðan að blanda saman mismunandi test set-upum, upplausnum, AA stillingum og grafík stillingum allt í kross þá
er auðvitað hægt að komast að mismunandi niðurstöðum í skjákortakaupum.


Modus ponens

Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanleiki test síðna (bench)

Pósturaf hjalti8 » Fim 06. Des 2012 17:09

krissdadi skrifaði:Sælir Vaktarar.

Ég var að velta fyrir mér áræðanleika síðna sem gefa sig út fyrir að prófa tölvuíhluti t.d. Skjákorta
Mér finnst t.d. Þessi síða sýna Gigabyte HD 7950 sem fáránlega gott kort?
http://www.techspot.com/review/496-amd-radeon-7950/


þetta gigabyte kort er klukkað aðeins hærra en stock 7950, 900mhz vs 800mhz eða 13 prósent hærra klukkað, svo þetta review sýnir bara hversu vel það skalar með yfirklukkun(nánast línulega, mismunandi eftir leikjum).

En eins og gúru sagði þá nota review síður mismunandi AA stillingar. T.d. ef þú notar ekkert AA þá minnkar oft munurinn á milli high end kortanna og mid-range þar sem high end kortin hafa fleiri ROPs sem skiptir miklu þegar það kemur að anti-aliasing. T.d. stækkar bilið á milli gtx660ti og gtx670 mikið þegar þú hækkar AA stillingar þar sem gtx670 hefur 50% fleiri rops. Svo virka sumar týpur af AA betur á amd kortum en aðrar betur á nvidia kortum sem getur litið grunsamleg út þegar þú berð saman mismunandi reviews.