Fínasta vél, nokkrir punktar:
Ef þú ætlar ekki að fá þér K örgjörva ertu líklega ekki að fara að yfirklukka. Þá er spurning hvort þú þurfir þetta dýrt móðurborð, helsti kosturinn er að þú getur farið í 2x skjákort seinna meir á þessu borði en spurning hvort að þessi örgjörvi verði þá ekki orðinn flöskuháls.
Auk þess er örgjörvinn 4000kr.- dýrari en á ódýrasta stað.
Myndi einnig skoða með almennilega örgjörvakælingu, gerir tölvuna hljóðlátari, örgjörvinn keyrir kaldar og þar með stöðugri og betri ending.
Skjákortið er allt of dýrt hjá Tölvutek, sama kort kostar 54.900kr.- á öðrum stöðum.
Myndi sjálfur taka 2TB 7200rpm disk á 2000kr.- meira, þeir eru þó dýrari en það hjá Tölvutek.
Persónulega hef ég ekki frábæra reynslu af Mushkin SSD diskunum varðandi bilanatíðni þó minnin séu frábær. Myndi því skoðar frekar með Intel, Samsung eða Crucial diska upp á stöðugleika.
En að öðru leyti, flottur listi
