lukkuláki skrifaði:Kannski er hún stappfullaf ryki gerist oft ef þú ert ekki búinn að taka þetta í sundur og hreinsa þá myndi ég byrja á því.
Ef það dugar ekki og það liggur ekki lífið á þá myndi ég panta nýja af ebay annars geturðu athugað með nýja í td. Nördanum ?
Ég byrjaði með að athuga viftuna og hún er alls ekki stappfull af ryki. Ég tók samt ryksuguna aðeins á hana og hún snérist einhvað, kannski að legan í viftunni sé orðin stíf?
Þessi tölva hefur dottið nokkru sinnum í gólfið að mér skilst (litlir krakkar á heimilinu), ég tók toppinn af henni áðan en ég kemst ekki almennilega að þessu nema taka hana alveg í sundur, topp, botn og móðurborðið úr. Ég hef mjög takmarkaða reynslu af því, og þar sem þetta er ekki mín tölva, að þá ætla ég ekki að gera einhvað sem ég get ekki lagað aftur.
Ætla að stress prófa hana núna og sjá hvernig hún tekur því, þar sem að viftan snýst núna að einhverju leyti.