Það vill svo til að ég fékk mér nýtt skjákort í tölvuna en vandinn er sá að ég lenndi stundum í því á 3 tíma fresti að öll tölvan frís..............já ég er ekki bara að tala um application.........allt frýs í svona 1 min, hljóðið og allt sem er í gangi, músin og allt, og síðan heldur allt áfram eftir þessa 1 mínútu.
Þetta gerist svona á 3 tíma fresti og byrjaði þetta að gerast eftir að ég fékk mér nýtt skjákort....
(6800XT AGP)
Er búinn að prófa þrennskonar drivera (93.71) (84.21) og (84.26)
Gerist það sama með öllum þessum versionum.....
Ég er hinsvegar að pæla. Getur þetta verið að aflgjafinn sé ekki nógu stór (300W)
Ég er með 3 harðadiska, 3 pci hljóðkort, 1 sjónvarpskort, 2 RAM og 2 geisladrif og svo náttlega eitt skjákort.
Hvað mynduð þið ráðleggja mér?
Skjákort eða Aflgjafi?
-
Alcatraz
- Nörd
- Póstar: 131
- Skráði sig: Mán 17. Apr 2006 16:50
- Reputation: 6
- Staðsetning: Hér og þar
- Staða: Ótengdur
http://extreme.outervision.com/psucalculator.jsp
Prófaðu þetta, bættu svo við 30% til að vera öruggur um að kaupa nógu stórann, þ.a.s. ef þú ætlar að kaupa nýjann.
Prófaðu þetta, bættu svo við 30% til að vera öruggur um að kaupa nógu stórann, þ.a.s. ef þú ætlar að kaupa nýjann.
-
Heliowin
- FanBoy
- Póstar: 706
- Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
- Reputation: 2
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Selurinn skrifaði:Er þetta semsagt bara gallað skjákort?
Nei ekki endilega. En þú gætir reynt að hafa samband við framleiðanda skjákortsins sem getur komið til botns í málinu. Þeir hljóta að fá mörg svona vandamál á borðið. Margir hafa farið fram á endurgreiðslu og fengið það.
Ég ætla að vona að skjákortstengin séu í lagi og allt sé eins og það á að vera.
-
Holy Smoke
- Nörd
- Póstar: 109
- Skráði sig: Þri 22. Jún 2004 19:34
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Gæti verið að þú hafir ekki hreinsað gamla driverinn nógu vel út? Googlaðu drivercleaner fyrir forrit sem hjálpar til við það; bootaðu í safemode, hreinsaðu driverinn (ef þú varst með ATI kort fyrir gæti þurft að hreinsa hann út líka) og reinstallaðu. Það geta sérstaklega komið upp vandamál ef þú varst með skjákort frá öðrum framleiðanda fyrir.
Ef þú setur það ekki fyrir þig gætirðu líka reinstallað Windows alveg. Það er alls ekki óalgengt að það sitji eftir einhverjar stillingar í .ini skrám einhvers staðar þegar maður setur í nýjan vélbúnað. Það að tölvan frjósi ekki alveg (s.s. að hún taki við sér aftur eftir einhvern tíma) hljómar frekar eins og það séu einhverjir conflictar en að hún fái ekki nægan straum.
Þó getur aflgjafinn verið vandamálið líka. Flest nýleg móðurborð eru með einhvers konar sensor fyrir hversu mikinn straum þau er að fá. Ég myndi tékka á heimasíðu framleiðandans og sjá hvort þú finnir ekki einhvern hugbúnað. Það sem þú vilt tékka á er hvort borðið sé ekki að fá nægan straum á +12v, +5v og +3.3v línunum.
Ef þú setur það ekki fyrir þig gætirðu líka reinstallað Windows alveg. Það er alls ekki óalgengt að það sitji eftir einhverjar stillingar í .ini skrám einhvers staðar þegar maður setur í nýjan vélbúnað. Það að tölvan frjósi ekki alveg (s.s. að hún taki við sér aftur eftir einhvern tíma) hljómar frekar eins og það séu einhverjir conflictar en að hún fái ekki nægan straum.
Þó getur aflgjafinn verið vandamálið líka. Flest nýleg móðurborð eru með einhvers konar sensor fyrir hversu mikinn straum þau er að fá. Ég myndi tékka á heimasíðu framleiðandans og sjá hvort þú finnir ekki einhvern hugbúnað. Það sem þú vilt tékka á er hvort borðið sé ekki að fá nægan straum á +12v, +5v og +3.3v línunum.