Vél sem drepur á sér eftir þunga keyrslu


Höfundur
dandri
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Fim 22. Sep 2011 23:00
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Vél sem drepur á sér eftir þunga keyrslu

Pósturaf dandri » Fim 22. Sep 2011 23:20

Hæ ég lendi í því að þegar ég spila þunga leiki drepur tölvan á sér og ég þarf að slökkva og kveikja á aflgjafanum til að kveikja aftur á vélinni. Örgjörvi, móðurborð, minni og skjákort er nýtt en aflgjafinn er 500W og er um þriggja ára gamall svo að ég skýt á hann. Ég er þó ekki viss þannig að mér flaug í hug að spyrja hér. Örgjörvinn verður ekki of heitur en norðurbrúinn verður þó fremur hlý. Það er heldur ekki neitt yfirklukkað. Hvað haldið þið að sé að ?

Kv, dandri

Specs:

AMD Phenom II X6 1090T 3.2
Asrock 970 Extreme4
2x 2g ddr3 1600 G.skill ripjaws
Radeon 6850 Cyclone power edition


AMD FX-4100 | ASRock 990FX Extreme3 | G.Skill Ripjaws 1600 8gb | 2x MSI Cyclone R6850 OC Version | Corsair HX750

Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1090
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Reputation: 35
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: Vél sem drepur á sér eftir þunga keyrslu

Pósturaf Nördaklessa » Fim 22. Sep 2011 23:41

ég myndi halda að það sé Aflgjafinn :-k


MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Gigabyte RTX 2080 8Gb | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 1TB 980 Pro NVMe/M.2 SSD | ASRock CL25FF | HAF 912 Plus | Logitech z625 THX |

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8750
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1404
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Vél sem drepur á sér eftir þunga keyrslu

Pósturaf rapport » Fim 22. Sep 2011 23:49

Ertu að fylgjast með hitanum með einhverjum tólum?

Ef tólin segja allt í lagi s.s. ekkert rautt og hún slekkur samt á sér... þá mundi ég giska á aflgjafann.




Höfundur
dandri
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Fim 22. Sep 2011 23:00
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Vél sem drepur á sér eftir þunga keyrslu

Pósturaf dandri » Fös 23. Sep 2011 00:00

Jamm ég fylgist vel með hitanum, það eina sem hitnar af einhverju viti er norðurbrúin, en ekki það mikið að tölvan ætti að drepa á sér.

Þetta hlýtur bara að vera blessaður aflgjafinn


AMD FX-4100 | ASRock 990FX Extreme3 | G.Skill Ripjaws 1600 8gb | 2x MSI Cyclone R6850 OC Version | Corsair HX750


KristinnK
Gúrú
Póstar: 590
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Vél sem drepur á sér eftir þunga keyrslu

Pósturaf KristinnK » Fös 23. Sep 2011 00:59

Ætlar þú ekkert að segja okkur hvernig aflgjafa þú ert með? Ef þetta er ódýr aflgjafi er mjög líklegt að hann sé orðinn lélegur.


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580

Skjámynd

tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1052
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Vél sem drepur á sér eftir þunga keyrslu

Pósturaf tanketom » Fös 23. Sep 2011 01:50

gæti verið að skjákortið sé líka gallað eða hitna of mikið


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do

Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2296
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 184
Staða: Ótengdur

Re: Vél sem drepur á sér eftir þunga keyrslu

Pósturaf kizi86 » Fös 23. Sep 2011 04:38

tanketom skrifaði:gæti verið að skjákortið sé líka gallað eða hitna of mikið

lenti í svipuðu með mitt gts250 kort.. þá var það buggy driver, þegar skipti um driver, þá hætti hitinn og kortið hætti að slá út..
en í þessu máli myndi ég samt skjóta á aflgjafann..


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


Höfundur
dandri
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Fim 22. Sep 2011 23:00
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Vél sem drepur á sér eftir þunga keyrslu

Pósturaf dandri » Fös 23. Sep 2011 11:49

Þetta er EzCool aflgjafi. ATX-500-JSP
Hann er eflaust kominn á sinn tíma :p

Skjákortið er ekki að hitna mikið og ég hef ekki getað séð nein vandamál með skjákortið

Takk fyrir svörin :)


AMD FX-4100 | ASRock 990FX Extreme3 | G.Skill Ripjaws 1600 8gb | 2x MSI Cyclone R6850 OC Version | Corsair HX750

Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1399
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Vél sem drepur á sér eftir þunga keyrslu

Pósturaf kubbur » Fös 23. Sep 2011 11:51

þá myndi ég giska á aflgjafann


Kubbur.Digital


KristinnK
Gúrú
Póstar: 590
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Vél sem drepur á sér eftir þunga keyrslu

Pósturaf KristinnK » Fös 23. Sep 2011 16:11

dandri skrifaði:Þetta er EzCool aflgjafi. ATX-500-JSP


Þetta er pottþétt aflgjafinn. Google leit gefur þér að reynsla manna er ekki góð af merkinu. Og ef þú skoðar virkilega hvaðan þessi 500W eiga að koma:

Mynd

þá sérð þú að +12V (þaðan sem skjákortið og örgjörvinn, a.k.a. það sem notar rafmagnið í tölvunni þinni, fá aflið) gefur bara 34A, sem mér finnst btw óraunhæft há tala fyrir bara eitt rail á ódýrum aflgjafa. Nokkurra ára gamall gefur hann örugglega ekki meir en 25-30 A, sem er 300 til 360 W. tölvan þín getur örugglega farið upp fyrir það í sumum tilvikum, sem myndi valda óstöðugleika.

Það versta er að þegar ódýrir aflgjafar eru þrýstir svona að þolmörkum (sem stöðugt lækka með aldrinum), þá ekki bara verður tölvan óstöðug, heldur er aflgjafinn líka að gefa mjög "skítugt" rafmagn. Spennurnar eru ónákvæmar, og miklar sveiflur í þeim. Spennu-"spikes" geta líka orðið hærri. Allt þetta getur eyðilagt íhluti þína, og í öllum tilvikum styttir það líftímann á þeim.

Þú þarft ekkert stærri aflgjafa, bara betri. T.d. Antec EarthWatts 500W, kostar ekki nema 12-13 þús hjá att síðast þegar ég gáði. Nokkrir þúsundkallar meir en König/Inter-Tech/Logisys, en það borgar sig.


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580


westernd
Ofur-Nörd
Póstar: 223
Skráði sig: Mán 22. Sep 2008 23:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vél sem drepur á sér eftir þunga keyrslu

Pósturaf westernd » Sun 02. Okt 2011 07:46

Ég er með alveg eins örgjörva, og var að lenda i þessu líka, ég skipti um örgjörvakælingu í gær og er viss um að þetta hafi skánað, get þó ekki fullyrt þar sem ég skipti bara um í gær :)



dandri skrifaði:Hæ ég lendi í því að þegar ég spila þunga leiki drepur tölvan á sér og ég þarf að slökkva og kveikja á aflgjafanum til að kveikja aftur á vélinni. Örgjörvi, móðurborð, minni og skjákort er nýtt en aflgjafinn er 500W og er um þriggja ára gamall svo að ég skýt á hann. Ég er þó ekki viss þannig að mér flaug í hug að spyrja hér. Örgjörvinn verður ekki of heitur en norðurbrúinn verður þó fremur hlý. Það er heldur ekki neitt yfirklukkað. Hvað haldið þið að sé að ?

Kv, dandri

Specs:

AMD Phenom II X6 1090T 3.2
Asrock 970 Extreme4
2x 2g ddr3 1600 G.skill ripjaws
Radeon 6850 Cyclone power edition



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3857
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 169
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Vél sem drepur á sér eftir þunga keyrslu

Pósturaf Daz » Sun 02. Okt 2011 10:17

westernd skrifaði:Ég er með alveg eins örgjörva, og var að lenda i þessu líka, ég skipti um örgjörvakælingu í gær og er viss um að þetta hafi skánað, get þó ekki fullyrt þar sem ég skipti bara um í gær :)

Þá myndi vandamálið lýsa sér í ofhitnun á örgjörvanum sjálfum, sem OP segir að sé ekki vandamál.




westernd
Ofur-Nörd
Póstar: 223
Skráði sig: Mán 22. Sep 2008 23:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vél sem drepur á sér eftir þunga keyrslu

Pósturaf westernd » Sun 02. Okt 2011 11:33

Daz skrifaði:
westernd skrifaði:Ég er með alveg eins örgjörva, og var að lenda i þessu líka, ég skipti um örgjörvakælingu í gær og er viss um að þetta hafi skánað, get þó ekki fullyrt þar sem ég skipti bara um í gær :)

Þá myndi vandamálið lýsa sér í ofhitnun á örgjörvanum sjálfum, sem OP segir að sé ekki vandamál.



Það er nefnilega það sem mér finnst furðulegt við þetta, síðan ég keypti örgjörvan þá tók ég eftir því að retail viftan væri alltof hávær
jafnvel þó að 3 - 4 forrit sögðu að hitinn á örgjörvanum væri eðlilegur, ég hafði kassann minn opinn og sá þetta gerast þegar hún drap á vélina alveg eins hann er að lýsa, og þetta hefur gerst margoft að hún drepur á sér og til þess að kveikja á henni verður maður að slökkva á powersupply takkanum í smástund og kveikja á aftur, ég er ekkert svo viss um að þetta sé aflgjafinn og ég vona að þetta hafi lagast með þessari örgjörvakælingu, þetta gerðist hjá mér jafnvel þó að ég var að horfa á bíómynd í VLC :S



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2869
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 551
Staða: Ótengdur

Re: Vél sem drepur á sér eftir þunga keyrslu

Pósturaf Moldvarpan » Sun 02. Okt 2011 12:54

Ég var að lenda í þessu fyrir stuttu, þá var aflgjafinn að gefa sig og drapst svo á endanum.