Heimabíó - Ykkar skoðanir


Höfundur
Prags9
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Fim 09. Ágú 2007 18:58
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Heimabíó - Ykkar skoðanir

Pósturaf Prags9 » Fim 20. Sep 2007 02:29

Hvernig heimabíó eru þið með ?
Er að spá að fá mér heimabíó en finnst það allt drulludýrt og svo á ég góðann sony dvd spilara og alltaf reyna að þvinga á manni dvd spilara, Hvað mæliði með að maður gera? Get ég ekki bara keypt magnara/bassabox og hátalara og tengja þá við dvd-ið og tv-ið eða ?
Er þetta nokkuð flókið ? nokkrar rca snúrur og svoleiðis right ?
Hvar er best að kaupa og hvar er ódýrast ?




Meso
Ofur-Nörd
Póstar: 203
Skráði sig: Fös 10. Des 2004 23:50
Reputation: 3
Staðsetning: Ak City
Staða: Ótengdur

Pósturaf Meso » Fim 20. Sep 2007 11:21

Sjálfur er ég með algera fóbíu gagnvart svona "all-in-one" pökkum, þ.e.a.s. dvd spilari með innbyggðum magnara og svoleiðis,
er sjálfur með Nakamichi magnara sem keyrir Bose 2.1 hátalarasett.

Ef ég væri að kaupa mér heimabíó kerfi núna myndi ég reyna finna góðan magnara og hátalara í sitthvoru lagi, alltaf gott að lesa reveiws á netinu einnig.



Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dagur » Fim 20. Sep 2007 16:30

það er ekki verra ef magnarinn er með HDMI




Höfundur
Prags9
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Fim 09. Ágú 2007 18:58
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Prags9 » Fim 20. Sep 2007 20:27

Ég myndi halda að það væri betra. Bara nýju magnararnir eru með hdmi. Held að það auðveldi mjög uppsetningu.




Frikkasoft
Nörd
Póstar: 119
Skráði sig: Fim 03. Feb 2005 14:14
Reputation: 6
Staðsetning: Ísland
Staða: Ótengdur

Pósturaf Frikkasoft » Fim 20. Sep 2007 22:30

Ég fjárfesti í heimabíói tæpu hálfu ári síðan, og eftir mikla vangaveltur og eftir að hafa fengið bæði denon og pioneer magnara lánaða heim, þá endaði ég á að kaupa Denon 2807 HDMI (2+1 hdmi) magnara.

Mynd

Svo fór ég útum allt að finna gott hátalarasett við þennan magnara. En eftir að hafa heyrt í Jamo settinu í Ormsson þá kom ekkert annað til greina en Jamo (amk m.v. budget-inn sem ég var með)

Mynd

Mæli með þessu setupi, kostar ~230.000 samtals


i7-13700K | 64GB RAM | Asus ROG STRIX GeForce RTX 4090 OC | 2TB Firecuda | LINUX FOREVER


Höfundur
Prags9
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Fim 09. Ágú 2007 18:58
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Prags9 » Fim 20. Sep 2007 22:55

Var að pæla meira i svona námsmanna heimabíó-i .
Alls ekki meira en 100.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3774
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 135
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Fim 20. Sep 2007 23:20

Sjónvarpsmiðstöðin er að selja Topp Harman Kardon sett og magnara mæli endregið með því, er sjálfur með Harman Kardon magnara og sett og þetta er flott hljómlega séð og magnarinn er ekki minna stofudjásn




Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hljóðkerfi

Pósturaf Gets » Fös 21. Sep 2007 00:29

Þetta er þvílíkur frumskógur af græjum og dóti sem hægt er að kaupa af svona búnaði að best er að ákveða fyrst hve miklum peningum maður er tilbúin að eyða í svona pakka.
Ég er búinn að eiga nokkur öflug hljómtæki í gegn um tíðina “er 39 ára” en fékk mér mitt fyrsta heimabíókerfi fyrir ári síðan.
Í fyrsta skipti ákvað ég að halda að mér höndunum og kaupa kerfi í ódýrari kantinum, ég fór að skoða og hlusta, hlustaði á alveg fullt af kerfum.

Að endingu varð fyrir valinu 50.000 kr Thomson kerfi sem flestir hér myndu eflaust bara hlæja að. :lol:
Magnarin er í heildina 450W og er þetta sambyggt “magnari/dvd spilari”.
Ég passaði mig bara á að magnarinn væri tengjanlegur “rca” við önnur tæki.
Mörg af þessum ódýru kerfum eru ekki með neinum auka rca tengjum.

Kunningi minn á 200.000 kr kerfi og það kerfi er hreinlega OSOM en hann er líka með stofu sem að ber kerfið, ég er með mjög litla stofu og mitt litla kerfi kemur bara ótrúlega vel út við þessar aðstæður.

Svo er annar kunningi minn sem á kerfi upp á aðra milljón og eru hátalararnir handsmíðaðir á Ítalíu sérvalin viður í boxunum og leðurklætt að hluta til, bara hátalararnir kostuðu litlar 700.000 kr og maður verður hreinlega agndofa :shock: bara við að sjá þá og þá á maður eftir að hlusta á gripina.




Höfundur
Prags9
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Fim 09. Ágú 2007 18:58
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Prags9 » Fim 27. Sep 2007 12:19

Sá Sony heimabíó með hdmi tengi og dvd tæki sem er svona stuff sem hækkar uppi 720 eða 1080 :/ 40 þús, Skal skella mynd soon, En ef þið hafið séð þetta, Er þetta eithvað sniðugt að kaupa þetta? Hræódyrt og hdmi er ekki slæmt.



Skjámynd

einzi
spjallið.is
Póstar: 439
Skráði sig: Þri 27. Maí 2003 11:25
Reputation: 1
Staðsetning: Ísafjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf einzi » Fim 27. Sep 2007 13:27

Keypti mér þetta líka fína pc sett Cambridge Soundworks 5.1 DTT3500 og það hefur bara ekki klikkað síðan 2001.

Mynd

En ef mér vantar hávaða þá fer ég til heim til föður míns og læt sprenga í mér hljóðhimnurnar því hans græjur mælast ekki í RMS eða SINUS Wöttum heldur á richter skala ;)