Uppþvottavél, hvað mælið þið með?

Athvarf handlagna heimilisnördsins

Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Uppþvottavél, hvað mælið þið með?

Pósturaf capteinninn » Sun 21. Nóv 2021 23:49

Ætla að fjárfesta í uppþvottavél núna á Black Friday útsölunum en veit hreinlega ekkert hvað er sniðugt og hvað ekki.

Er einhver munur á framleiðendunum eða er þetta bara frekar basic?

Er að leita að 60cm ekki innbyggðri þvottavél með hnífaparaskúffu.
Budgetið er í kringum 100þ. en ég hef verið að skoða vélar á svona 125þ-ish því með afslætti fer það sennilega niður í kringum 100þ.

Hvað mælið þið með?Skjámynd

Lexxinn
ÜberAdmin
Póstar: 1301
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 128
Staðsetning: Júpíter
Staða: Tengdur

Re: Uppþvottavél, hvað mælið þið með?

Pósturaf Lexxinn » Mán 22. Nóv 2021 00:18

Er ekki Miele alltaf það flottasta í þessum tækjum?

Annars mæli ég með að skoða verðsögu hluta vel áður en verslað er á BlackFriday - nokkur fyrirtæki þekkt fyrir þvælu.
Samanber þessa þvottavél hjá Rafha: https://rafha.is/product/ew6f6648q5-26- ... -auto-dose
Svaka tilboð, samt er vélin alltaf á eitthverju "tilboði", skoðið 12mánaða söguna: https://www.verdfra.is/product/rh-ew6f6 ... thvottavel

Einnig þessi: https://rafha.is/product/dw60r7070us-ee ... 60-cm-stal
Einkennileg verðsagan: https://www.verdfra.is/product/rh-dw60r ... thvottavel