Lyklaborða mont

Skjámynd

Höfundur
zaiLex
Tölvutryllir
Póstar: 684
Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
Reputation: 11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborða mont

Pósturaf zaiLex » Sun 24. Jún 2018 10:30

bjornvil skrifaði:
zaiLex skrifaði:Eitt í vinnuna og eitt heima

Mynd


Þetta er gríðarlega smart! Hvaða borð eru þetta? Ég var að pre-ordera Kira frá Input Club, hef alltaf langað í svona 96-Key en hef ekki þorað í þessi group buy og að setja saman sjálfur. Ég geri ráð fyrir að þú fílir þetta layout fyrst þú ert með tvö. Ég hef smá áhyggjur af því að það sé skrítið að vera ekki með neitt bil á milli t.d. F-röðin og arrow/numpad. Er það ekkert mál að venjast þessu?


Þetta eru RS96 eða Red scarf III. Ég var einmitt líka með áhyggjur af numpadinu en ekki út af bil leysinu heldur út af því að 0 takkinn er í raun á öðrum stað, hann er ekki lagður fyrir þumalputtann eins og venjulega, þú þarft í raun að ýta á hann með löngutöng, ég vandist því hins vegar á innan viku og er núna jafnvígur á svona numpad og venjulegt. Get sagt af reynslu að sumum hlutum venst maður öðrum ekki, eins og lyklaborðið mitt með numpadinu vinstra megin vandist ég aldrei vegna ástæðna sem ég get útskýrt í öðrum pósti. En með bilið á milli takkana, því venstu bara, og það er enginn ókostur við það að taka út bilið. Þú sparar pláss á skrifborðinu og þú þarft að ferðast styttra á milli takkana. Þú ert aldrei að ýta óvart á neina takka sem þú ætlar ekki að ýta á. Eftir að maður hefur byrjað að nota svona lyklaborð sér maður hvað það er í raun fáránlegt þetta bil milli flokka af tökkum á venjulegum lyklaborðum. Á laptop tölvum er ekki neitt bil til F takkana þannig að þú veist alveg að þetta er ekkert vandamál, bara kostur, mjög stór kostur.


RS96 GMK Zealios 65g - G400s Paracord Tiger Arc - Artisan Hayate Soft Mid


bjornvil
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborða mont

Pósturaf bjornvil » Fös 29. Jún 2018 20:27

zaiLex skrifaði:
bjornvil skrifaði:
zaiLex skrifaði:Eitt í vinnuna og eitt heima

Mynd


Þetta er gríðarlega smart! Hvaða borð eru þetta? Ég var að pre-ordera Kira frá Input Club, hef alltaf langað í svona 96-Key en hef ekki þorað í þessi group buy og að setja saman sjálfur. Ég geri ráð fyrir að þú fílir þetta layout fyrst þú ert með tvö. Ég hef smá áhyggjur af því að það sé skrítið að vera ekki með neitt bil á milli t.d. F-röðin og arrow/numpad. Er það ekkert mál að venjast þessu?


Þetta eru RS96 eða Red scarf III. Ég var einmitt líka með áhyggjur af numpadinu en ekki út af bil leysinu heldur út af því að 0 takkinn er í raun á öðrum stað, hann er ekki lagður fyrir þumalputtann eins og venjulega, þú þarft í raun að ýta á hann með löngutöng, ég vandist því hins vegar á innan viku og er núna jafnvígur á svona numpad og venjulegt. Get sagt af reynslu að sumum hlutum venst maður öðrum ekki, eins og lyklaborðið mitt með numpadinu vinstra megin vandist ég aldrei vegna ástæðna sem ég get útskýrt í öðrum pósti. En með bilið á milli takkana, því venstu bara, og það er enginn ókostur við það að taka út bilið. Þú sparar pláss á skrifborðinu og þú þarft að ferðast styttra á milli takkana. Þú ert aldrei að ýta óvart á neina takka sem þú ætlar ekki að ýta á. Eftir að maður hefur byrjað að nota svona lyklaborð sér maður hvað það er í raun fáránlegt þetta bil milli flokka af tökkum á venjulegum lyklaborðum. Á laptop tölvum er ekki neitt bil til F takkana þannig að þú veist alveg að þetta er ekkert vandamál, bara kostur, mjög stór kostur.


Snilld takk fyrir svarið. Það er alveg rétt hjá þér maður er vanur þessu frá fartölvunum. Ég er drulluspenntur fyrir því að fá mitt. Glatað að þurfa að bíða í marga mánuði samt! :D
bjornvil
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborða mont

Pósturaf bjornvil » Fös 29. Jún 2018 20:30

daremo skrifaði:Mynd
Framleitt í Skotlandi árið 1996.

Hvernig er það, vinn ég ekki þráðinn sjálfvirkt með Model M eða?


LOL þetta á að vera the Holy Grail fyrir marga í dellunni. Ég væri geðveikt til í að prófa svona borð en ég hugsa að frúin yrði geðveik á klakkinu í þessu :)Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3352
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 281
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborða mont

Pósturaf urban » Fös 29. Jún 2018 21:01

appel skrifaði:Ég held að það sé fáránlegt að hafa numkeys á hægri hlið frekar en vinstri hlið.
Ástæðan er sú að hægri hendi er upptekin á músinni á meðan vinstri höndin er oftast á lyklaborðinu.
Þetta var hannað svona áður en músin kom til sögunnar og hefur verið svona bara forever.


Ég nota numpadið mjög mikið í vinnu.
Ég gæti ekki fyrir mitt litla leiti notað vinstri höndina á það en er mjög fljótur með þeirri hægri.

Nota það aftur á móti það lítið utan vinnutíma að ég gæti alveg hugsað mér að fórna því og myndi hiklaust gera það en að hafa það vitlausu megin.
Finnst þetta semsagt verra en að sleppa því.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
zaiLex
Tölvutryllir
Póstar: 684
Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
Reputation: 11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborða mont

Pósturaf zaiLex » Þri 03. Júl 2018 14:01

appel skrifaði:Ég held að það sé fáránlegt að hafa numkeys á hægri hlið frekar en vinstri hlið.
Ástæðan er sú að hægri hendi er upptekin á músinni á meðan vinstri höndin er oftast á lyklaborðinu.
Þetta var hannað svona áður en músin kom til sögunnar og hefur verið svona bara forever.


Það er rétt. Ég notaði numpad á vinstri hlið í um ár og var orðinn næstum jafnvígur á numpadið en gallinn er hins vegar sá að maður er mjög oft með hendina vinstra megin á lyklaborðinu meðan maður er með hægri hendina á músinni þar sem maður er að alt taba, taba, ýta á spacebar, windows takkann etc. Með numpadið vinstra megin ertu með vinstri hendina á miðju lyklaborðinu í þessari stöðu sem er mjög óþægilegt. Þess vegna er í raun betra að hafa numpadið hægra megin að mínu mati, þó að það sé auðvitað galli þessi ástæða sem þú nefnir; hversu oft á dag færir maður hægri hendina af "heimastöðu" (þ.e. með vísifingurna á F og J í ritstöðu) yfir á músinu og til baka? Mjög, mjög oft. Og í hvert skipti þarftu að fara yfir numpadið. Með TKL lyklaborðum og lyklaborðum með numpadið vinstra megin losnaru við þetta travel distance sem sparar tíma og er miklu þægilegri hreyfing og sparar manni vöðvabólgu líklega til lengri tíma.

urban skrifaði:Ég nota numpadið mjög mikið í vinnu.
Ég gæti ekki fyrir mitt litla leiti notað vinstri höndina á það en er mjög fljótur með þeirri hægri.

Nota það aftur á móti það lítið utan vinnutíma að ég gæti alveg hugsað mér að fórna því og myndi hiklaust gera það en að hafa það vitlausu megin.
Finnst þetta semsagt verra en að sleppa því.


Það er hægt að venja sig á allt, ég var orðinn næstum jafnvígur á vinstra numpad og hægra eftir um hálft ár (já það tekur þetta langan tíma því þetta er stór breyting) en eins og segi það var ekki þess virði. Það eru hins vegar sumar breytingar sem tekur langan tíma að venjast sem hafa verið vel þess virði fyrir mig eins og að breyta caps lock í control.


RS96 GMK Zealios 65g - G400s Paracord Tiger Arc - Artisan Hayate Soft Mid

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3352
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 281
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborða mont

Pósturaf urban » Þri 03. Júl 2018 15:47

zaiLex skrifaði:
Það er hægt að venja sig á allt, ég var orðinn næstum jafnvígur á vinstra numpad og hægra eftir um hálft ár (já það tekur þetta langan tíma því þetta er stór breyting) en eins og segi það var ekki þess virði. Það eru hins vegar sumar breytingar sem tekur langan tíma að venjast sem hafa verið vel þess virði fyrir mig eins og að breyta caps lock í control.


Já ég hugsa að mér yrði sagt upp í vinnunni ef að ég tæki hálft ár í að venja mig á þetta :D


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


bjornvil
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborða mont

Pósturaf bjornvil » Fim 21. Feb 2019 13:09

Var að fá í hús Kira frá Input Club, sem er 96 key layout borð með álramma, hot swap PCB, RGB underglow og per key RGB. Keypti það á Kono store í Júní í fyrra, það kom í síðustu viku, ekki nema tæplega 9 mánaða bið. En ég er virkilega sáttur við borðið. Keypti það með Cherry MX Brown rofum vitandi að ég myndi skipta þeim út strax. Ég byrjaði á því að rífa það allt í sundur, lagaði til stabilizers (clipped and lubed) og setti í það Outemu Sky rofa sem ég smurði með einhverri Superlube blöndu sem ég möndlaði saman. Á því er GMK Hyperfuse frá Originative Co.

Mynd

Mynd

Mynd

Til viðmiðunar þá er það svona stock:
Mynd