Reglur spjallsins

Reglur, algengar spurningar og skemmtilegir þræðir

Höfundur
gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Reglur spjallsins

Pósturaf gumol » Fim 30. Des 2004 21:29

Þessar reglur eru til að gera spjallið okkar betra og þægilegra í notkun. Ef allir reyna að fara eftir
þeim verður spjallið mun betri staður til að fræðast og spjalla um tölvur og allt þeim tengt.


1. gr.

Taktu þér tíma og vandaðu uppsetningu, stafsetningu og frágang bréfa.
Bréf sem eru illa gerð verður breytt eða þeim læst/eytt.

2. gr.

Það á að nota lýsandi titla á nýjum bréfum
dæmi: Titillinn á ekki að vera "Hjálp!" eða "Hvort?" heldur frekar
"Vantar hjálp með fps drop í CS" eða "P4 3.0 GHz eða AMD64 3000+?".

Ekki skrifa titla Í HÁSTÖFUM.

3. gr.

Ekki senda inn sama bréfið né bréf sama efnis á tvo eða fleiri mismunandi flokka.
Ef þú ert ekki viss um hvar bréfið þitt á heima settu það þá þar sem þér finnst
líklegast að það eigi að vera. Stjórnendur munu svo færa það á réttan stað ef það þarf.


4. gr.

Ekki senda inn óþarfa bréf
Ekki senda inn bréf nema þú hafir eitthvað að segja eða spyrja um. Ekki senda inn
2 bréf í röð á sama þráðinn, þú getur notað breyta takkan til að bæta við eldri bréf.
Það er stranglega bannað að búa til tvo eða fleiri þræði um sama hlutinn.


5. gr.

Breyta takkinn er til að breyta bréfum, ekki til að eyða þeim.
Ef hann væri til að eyða þeim þá myndi hann ekki heita breyta takki. Bannað er
að breyta meginmáli bréfs eftir að búið er að svara því. Heimilt er að bæta [SELT] fyrir framan
eða aftan titil innleggs en ekki breyta titli t.d. í SELT
eða Má eyða.

6. gr.

Ekki koma með fullyrðingar ef þú ert ekki viss um það sem þú ert að segja
Segðu t.d."ég held að ef að þú breytir MBR þá breytist partion table ekki" frekar heldur en
"ef þú breytir MBR breytist partion table ekki" nema þú sért fullkomlega viss.


7. gr.

Undirskriftin má ekki vera meira en tvær línur. Hún má ekki innihalda myndir og má ekki vera of áberandi.
Stjórnendur dæma um hvað er of áberandi og geta eytt henni alveg út ef þeir vilja.

8. gr.

Þú mátt aðeins hafa eitt notandanafn að þessu spjallborði.
Athugið að ekkert mál er fyrir okkur að sjá hverjir eru með tvo eða fleiri notendur.

9. gr.

Notendum ber að fara eftir lögum þegar þeir skrifa bréf.
Þetta er gert til að tryggja langlífi vaktarinnar. Þessi regla er ekki bara
formsatriði eins og sumstaðar, henni er fylgt eftir eins og öðrum reglum.


10. gr

Allt ósiðlegt eða ósæmilegt efni er stranglega bannað.
dæmi: rasismi, klám af hvaða toga sem er o.s.frv.

11. gr.

Menn sem eiga hagsmuna að gæta í umræðum sem þeir taka þátt í skulu taka það fram.
dæmi: Starfsmenn tölvu-, síma- eða annara fyrirtækja sem tengjast því sem spjallað er um.

12. gr

Vaktin og ábyrgðaraðilar hennar bera enga ábyrgð á þínum skrifum.
Með því að samþykkja þessa skilmála við nýskráningu staðfestir þú að þú berir sjálf/sjálfur ábyrgð á eigin skrifum.
Þetta á einnig við um tilvitnanir og allt sem birtist undir þínu notendanafni.

Vaktin afhendir fúslega gögn ef það hjálpar hagsmunum kærumála.

13. gr.

Óheimilt er að biðja um eða óska eftir boðslyklum á Istorrent og aðrar Bittorrent síður nema hér.
Brot á þessari reglu leiðir til IP banns á spjallinu!

14. gr.

Eitt "bump" á 12. klst. fresti er leyfilegt.
Ekki færa þráð ofar með bumpi oftar en tvisvar sinnum á sólarhring nema þú sért að svara fyrirspurn.
Verði þessi regla brotin geta umræðustjórar læst eða eytt þræði án aðvörunar.


15. gr.

Bannað er að pósta svokölluðum "referal links", LIKE beiðnir á Facebook er líka bannað.
Við lítum á þessa linka sem "spam" og eiga þeir sem þeim pósta því á hættu að vera bannaðir frá spjallborðinu.

16. gr.

Notendur skulu ekki pósta innleggjum til þess að benda öðrum notendum á reglurnar heldur skal nota tilkynninga-takkann. Brot á þessari reglu jafngildir aðvörun!

Reglum þessum ber að fylgja nema stjórnandi segi annað
Ef stjórnandi segir eitthvað á að fara eftir því óháð þessum reglum.*


Reglurnar eru ekki tæmandi, þótt eitthvað sé ekki bannað þá þarf ekki endilega að vera að það sé í lagi, notið skynsemina.
Notendur sem brjóta rеglurnar verða áminntir. Notendur sem brjóta rеglurnar alvarlega eða ítrekað verða bannaðir
.

* Á ekki við um reglur nr: 1,2,7,9,10 og 12.