Borga undir lágmarkslun

Allt utan efnis

Höfundur
zest
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Sun 20. Des 2015 18:38
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Borga undir lágmarkslun

Pósturaf zest » Sun 20. Des 2015 18:47

Er búin að vinna hjá fyrirtæki(búð, eitt af þessu stóru keðjum) í meira en ár, vissi alltaf að ég væri á lágmarkslaunum en var að taka eftir því að þeir eru að borga mér undir það. Á að vera með 2003.33 í eftirvinnu en þeir eru að borga mér 2003.25

8 aurar skipta kannski ansi litlu máli en djöfull pirrar mig að þeir geta ekki einusinni borgað mér allavega lögleg lágmarkslaun.

Gerir maður eithvað í þessu?



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Borga undir lágmarkslun

Pósturaf KermitTheFrog » Sun 20. Des 2015 18:58

Prófaðu að heyra í stéttarfélaginu þínu. Sendu þeim launaseðlana þína og þeir geta reiknað út hvort þú átt inni einhverja summu hjá þeim. Minnir að það sé einhver 4 ár aftur í tímann.

Edit: áttaði mig ekki á því hve lítill munurinn er. Sennilega er best að gleyma þessu bara. Hefurðu talað við yfirmann þinn varðandi þetta?



Skjámynd

brain
1+1=10
Póstar: 1144
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Borga undir lágmarkslun

Pósturaf brain » Sun 20. Des 2015 19:52

Gildir þarna ekki bara sú reiknisregla að hækka upp/lækka niður ?

Í þínu tilfelli ertu lækkaður í .25, en ef þú hefðir 2003,38, værirðu hækkaður í .50.

En einsog KermitTheFrog bendir á, heryðu í stéttarfélaginu.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Borga undir lágmarkslun

Pósturaf tdog » Sun 20. Des 2015 20:50

Sýndu okkur kjarasamninginn þinn.