Pörun á ólíku RAM


Höfundur
steinihjukki
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Fös 19. Des 2014 09:34
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður.
Staða: Ótengdur

Pörun á ólíku RAM

Pósturaf steinihjukki » Mið 05. Ágú 2015 09:44

Sælir öll/allir.
Er ráðlegt að para saman 2x4gb Mushkin stealth stiletto CL8 vir og 1x 8gb Mushkin blackline CL9 vir. Getur svona pörun skemmt SSD disk og ruglað stýrikerfi eða eitthvað slíkt? Syni mínum var sagt í Tölvuteki að þetta væri allt í góðu og tölvan myndi virka fínt með þessu.
kv Steinihjukki



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17200
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2365
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Pörun á ólíku RAM

Pósturaf GuðjónR » Mið 05. Ágú 2015 10:28

Þú skemmir ekkert með þessu, hraðara minnið ætti að vinna á hraða hægari minnisins. Þú gætir samt lent í því að tvær mismunandi tegundir neiti að vinna saman. En það kemur þá fljótlega í ljós.