Kennitölur, pæling

Allt utan efnis

Höfundur
marijuana
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 352
Skráði sig: Fim 04. Feb 2010 15:09
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Kennitölur, pæling

Pósturaf marijuana » Þri 30. Jún 2015 22:05

Okei, ég hef undanfarið verið að leika mér smávegis með kennitölur og PHP. Bjó til PHP function sem reiknar út hvort hún sé "gild" eða ekki hjá fólki.

Allavega, pælingin mín byrjaði útfrá reikningum á svokallaðri öryggistölu eða næst síðustu tölunni.

Til að ég útskýri aðeins, kannski smá óskýrt en það er hlekkur neðst sem skýrir útreikningana alla aðeins betur.

6 fyrstu -> Fæðingardagur
2 næstu -> Random frá og með 20
Næst seinasti er öryggistalan. Reiknuð með Modulus 11 reikniaðferð.
Síðast en ekki síst er öldin.

Þannig að... Pælingin mín er mjög einföld. Hvað myndi gerast ef segjum að einn daginn myndi... 80 til 90 manns fæðast á sama degi ? Neyðast þeir til að hafa 2 manneskjur á sömu tölunni ? Doesn't make sense to me. :P

Þessi random tala hefur bara 79 lausar tölur. Hvað ef 80 manns fæðast ?

Hlekkur sem útskýrir kennitölur aðeins betur en ég gerði.
http://www.skra.is/thjodskra/um-thjodsk ... ennitolur/
Kannski einhvað sem ég er að misskilja ?



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1050
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: Kennitölur, pæling

Pósturaf Revenant » Þri 30. Jún 2015 22:39

Ég held að þetta sé ekkert vandamál í bráð.

Í dag eru 330.000 íslendingar sem fæða u.þ.b. 5000 börn á ári eða 1 barn á hverja 66 íbúa. Það gerir um 14 fædd börn á dag að meðaltali.
Samkvæmt mannfjöldaspá hagstofunar þá verður mannfjöldi á íslandi árið 2061 436.000 manns og miðað við 1 barn/66 íbúa þá gerir það 6600 börn á ári eða 18 börn á dag að meðaltali.

Jafnvel við worst-case-scenario að það fæðist 3x fleirri börn einn daginn þá er það samt bara 54 einstaklingar.

M.ö.o. þá þurfa íslendingar að fjölga sé mjög mikið eða fjöldinn allur af fólki flytji til landsins til að þetta verði vandamál.

Síðan er alltaf hægt að breyta formúlunni fyrir kennitölunni en halda sama forminu (t.d. með því að hafa síðustu 4 sem 3 random + vartala).




Höfundur
marijuana
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 352
Skráði sig: Fim 04. Feb 2010 15:09
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Kennitölur, pæling

Pósturaf marijuana » Þri 30. Jún 2015 22:51

Revenant skrifaði:Ég held að þetta sé ekkert vandamál í bráð.

Í dag eru 330.000 íslendingar sem fæða u.þ.b. 5000 börn á ári eða 1 barn á hverja 66 íbúa. Það gerir um 14 fædd börn á dag að meðaltali.
Samkvæmt mannfjöldaspá hagstofunar þá verður mannfjöldi á íslandi árið 2061 436.000 manns og miðað við 1 barn/66 íbúa þá gerir það 6600 börn á ári eða 18 börn á dag að meðaltali.

Jafnvel við worst-case-scenario að það fæðist 3x fleirri börn einn daginn þá er það samt bara 54 einstaklingar.

M.ö.o. þá þurfa íslendingar að fjölga sé mjög mikið eða fjöldinn allur af fólki flytji til landsins til að þetta verði vandamál.

Síðan er alltaf hægt að breyta formúlunni fyrir kennitölunni en halda sama forminu (t.d. með því að hafa síðustu 4 sem 3 random + vartala).


Jájá, þetta er líka bara virkilega ólíkleg hugmynd sem kom upp. Þetta kerfi virkar í dag og mun gera næstu ártugina og líklegast mun, mun lengur. Pælingin var í raun bara, hvað ef... Hvað ef.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1609
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 267
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Kennitölur, pæling

Pósturaf depill » Þri 30. Jún 2015 22:56

Þá lengjum við bara kennitöluna og breytum kerfinu svo það skalist lengra.

Verðum pirrandi. En ég giska að við skiptum um kerfi áður, eða verðum búin að því löngu.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8705
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1398
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kennitölur, pæling

Pósturaf rapport » Mið 01. Júl 2015 00:04

Við bætum við bókstaf fyrir framan.

Allir sem voru með gamaldags kennitölu fá A á undan sinni, nýir fá random ABC eða D og þá er búið að leys aþetta ;-)

Þetta yrði líklega svaka markaðsplott fyrir Þjóðskrá, ég sé fyrir mér e-h svona... https://www.youtube.com/watch?v=YnJtWHl-pdY




Vaski
spjallið.is
Póstar: 412
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Reputation: 12
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kennitölur, pæling

Pósturaf Vaski » Mið 01. Júl 2015 11:59

Notast við merkingarlausa kennitölu, bara random 10 og málið dautt? Afhverju er verið að troða fæðingardegi í id



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3152
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kennitölur, pæling

Pósturaf hagur » Mið 01. Júl 2015 20:07

Fyrir nokkrum árum þurfti að breyta bílnúmerunum, í stað tveggja bókstafa + þriggja tölustafa erum við núna með 3 bókstafi + 2 tölustafi sem býður uppá margfalt fleiri mismunandi bílnúmer. Eitthvað svipað myndi væntanlega gerast við kennitölurnar.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1821
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 88
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Kennitölur, pæling

Pósturaf axyne » Mið 01. Júl 2015 21:54

Núna veit eg að kennitölur í Danmörku eru með sama sniði og heima, það er 6 fyrstu er fæðingardagur og ár og svo 4 tölur i viðbót, veit samt ekki hvernig þær eru fengnar?


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kennitölur, pæling

Pósturaf urban » Mið 01. Júl 2015 22:07

Vaski skrifaði:Notast við merkingarlausa kennitölu, bara random 10 og málið dautt? Afhverju er verið að troða fæðingardegi í id


t.d. til að fólk muni kennitöluna sína.

Fólk á erfitt með að muna 4 stafa pinnúmer, hvað þá random 10 stafa tölu sem að tengist þeim i raun ekki neitt.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Höfundur
marijuana
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 352
Skráði sig: Fim 04. Feb 2010 15:09
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Kennitölur, pæling

Pósturaf marijuana » Fim 02. Júl 2015 00:53

axyne skrifaði:Núna veit eg að kennitölur í Danmörku eru með sama sniði og heima, það er 6 fyrstu er fæðingardagur og ár og svo 4 tölur i viðbót, veit samt ekki hvernig þær eru fengnar?


"It is a ten-digit number with the format DDMMYY-SSSS, where DDMMYY is the date of birth and SSSS is a sequence number. The first digit of the sequence number encodes the century of birth (so that centenarians are distinguished from infants), and the last digit of the sequence number is odd for males and even for females."
https://en.wikipedia.org/wiki/Personal_ ... Denmark%29

Tekið beint af wikipedia.. :dead

Og hér er þetta á dönsku fyrir þá sem skilja hana ágætlega... sem er ekki ég, ég féll í Dönsku.
https://da.wikipedia.org/wiki/CPR-nummer



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Kennitölur, pæling

Pósturaf intenz » Fim 02. Júl 2015 21:38

hagur skrifaði:Fyrir nokkrum árum þurfti að breyta bílnúmerunum, í stað tveggja bókstafa + þriggja tölustafa erum við núna með 3 bókstafi + 2 tölustafi sem býður uppá margfalt fleiri mismunandi bílnúmer. Eitthvað svipað myndi væntanlega gerast við kennitölurnar.

Crasha öll tölvukerfi á landinu. :lol:


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3152
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kennitölur, pæling

Pósturaf hagur » Fim 02. Júl 2015 21:48

intenz skrifaði:
hagur skrifaði:Fyrir nokkrum árum þurfti að breyta bílnúmerunum, í stað tveggja bókstafa + þriggja tölustafa erum við núna með 3 bókstafi + 2 tölustafi sem býður uppá margfalt fleiri mismunandi bílnúmer. Eitthvað svipað myndi væntanlega gerast við kennitölurnar.

Crasha öll tölvukerfi á landinu. :lol:


Talsverð hætta á því :happy