Linux og Ubuntu uppsetning

Allt sem tengist öðrum stýrikerfum en Windows

Höfundur
Alcatraz
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Mán 17. Apr 2006 16:50
Reputation: 6
Staðsetning: Hér og þar
Staða: Ótengdur

Linux og Ubuntu uppsetning

Pósturaf Alcatraz » Fim 15. Maí 2014 23:26

Sælir.

Þannig er mál með vexti að ég ákvað að setja nýtt stýrikerfi upp á gamla vél sem hefur síðustu árin aðeins verið notuð fyrir videogláp og vefráp og var XP uppsett á henni. Í stuttu máli þá er ég bæði búinn að reyna að setja upp Linux Mint og Ubuntu (nýjustu útgáfur) og báðar hafa klikkað. Ég boota af USB og fæ smá vit frá Mint, get valið um 4 möguleika (Start mint, start in compability mode...) Hinsvegar þegar ég starta Mint þá fæ ég bara svartan skjá og mouse cursor, ekkert meir. Ég kemst hinsvegar inn í compability mode og prófaði að setja það upp þannig en það er sama sagan svo þegar ég boota þá af harða disknum, allt svart. Ubuntu er enþá verra, virðist vera að keyra sig upp en svo fæ ég svartan skjá og villumeldingar, sem ég googlaði jafn óðum án árangurs, og að lokum birtist bara skrítin mynd af skjánum eins og allt sé í klessu. Ég er búinn að prófa að keyra upp bæði stýrikerfin í öðrum vélum svo ekki er það USB kubburinn, ég setti m.a.s. Mint upp á annarri vél rétt áðan. Kannast einhver við þetta vandamál?
Gislinn
FanBoy
Póstar: 760
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Linux og Ubuntu uppsetning

Pósturaf Gislinn » Fim 15. Maí 2014 23:50

Hefurðu prufað Xbuntu eða Lubuntu? Þau eru töluvert léttari en Cinnamon/Mate eða Unity.

Ertu nokkuð með 64-bita ISO en örgjörvin bara 32-bita?


common sense is not so common.


Höfundur
Alcatraz
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Mán 17. Apr 2006 16:50
Reputation: 6
Staðsetning: Hér og þar
Staða: Ótengdur

Re: Linux og Ubuntu uppsetning

Pósturaf Alcatraz » Fös 16. Maí 2014 00:00

Sæll, takk fyrir svarið. Ég skal prófa þessi tvö á morgunn og pósta inn árangrinum. Annars er ég með 64 bita ISO, og þó ég muni það ekki, get ég svo svarið það að ég var búinn að athuga hvort tölvan réði ekki við það, væri helvíti gott á mig ef það væri ástæðan fyrir þessu rugli.