Harðir diskar hægir


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Harðir diskar hægir

Pósturaf capteinninn » Mið 15. Maí 2013 00:09

Er með 3 diska í tölvunni hjá mér og mér finnst þeir vera eitthvað svo hægir.

Diskarnir eru semsagt:
1863GB Seagate ST2000DM001-1CH164 ATA Device (SATA)
932GB Seagate ST31000528AS ATA Device (SATA)
56GB FM-25S2S-60GBP2 ATA Device (SSD)

Er með Win7 á SSD disknum og svo nota ég hina tvo til að geyma leiki og media. Eftir að ég formattaði síðast og setti Win7 finnst mér svo hægir les/skrif hraðar á 932gb diskinn bæði til og frá og ég var að spá hvort það væri til eitthvað forrit sem mældi þennan hraða.

Er líka að spá hvort þið gætuð sagt mér hvort það væru eðlilegir hraðar sem ég fengi og þá vonandi lausn á vandamálinu

Notaði defraggler til að analyze-a diskana og fékk 0% á 2 tb diskinn sem er ekkert skrítið enda frekar nýlegur.
Fæ samt 18% á 1tb diskinn. Er það alltof hátt?