Það er ekki ólíklegt sérstaklega ef þú hefur orðið var við hávaða í honum nýlega.
Þetta er örugglega ekki skjárinn úr því að DELL logoið kemur eðlilega upp hjá þér, kemstu í BIOS ? <F2>
Sérðu diskinn í BIOS ? Ef ekki þá er þetta örugglega diskurinn.
Skjákortin hafa átt það til að fara í þessum vélum og því miður þá lýsir það sér svipað og þú ert að segja hávaðinn gæti hafa komið frá kæliviftunni
þá gæti það verið farið og diskurinn í lagi.
Prófaðu þetta .. haltu inni Fn takkanum og ræstu vélina.Þá fer hún í diagnostic test mode láttu það rúlla.
Ef hún fer strax að pípa í Hard Drive DST short test þá þarftu ekki að prófa meira þá er diskurinn farinn (Gjarna 2000-0142 Error Code)

Ef hún heldur áfram þá kemur hún kemur með litarendur þvert yfir allan skjáinn og pípar ýttu þá á Y
Þá heldur hún áfram og fer í minnistest ofl.
Ef eitthvað er að þá ætti hún að koma með FAIL á það ef ekki þá er þetta líklega skjákort (móðurborð)