AMD FX, -heimsmet slegið í yfirklukkun

Skjámynd

Höfundur
upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

AMD FX, -heimsmet slegið í yfirklukkun

Pósturaf upg8 » Þri 13. Sep 2011 18:43

AMD FX Yfirklukkaður í 8.429GHz með svolítið röttækum aðferðum en léttilega hægt að yfirklukka í 5Ghz+ með loftkælingum eða ódyrum vatnskælingum.

http://blogs.amd.com/play/2011/09/09/guinness/


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3458
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: AMD FX, -heimsmet slegið í yfirklukkun

Pósturaf mercury » Þri 13. Sep 2011 18:49

og hvernig er þessi að standa sig vs 2500 og 2600k ???




KristinnK
Gúrú
Póstar: 590
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: AMD FX, -heimsmet slegið í yfirklukkun

Pósturaf KristinnK » Þri 13. Sep 2011 19:51

mercury skrifaði:og hvernig er þessi að standa sig vs 2500 og 2600k ???


Það er vandamálið, enginn veit, það hefur engin benchmarks af final production Zambezi lekið.

En mikið er það spennandi að sjá hvernig þessi radíkalt nýja uppbygging örgjörva reynist í fyrstu kynslóð. Ég hef trú á að þetta auka integer arithemetic unit verði almennt eftir 2-3 kynslóðir örgjörva, en það tekur tíma að sjá í hvaða hlutföllum er best að hafa restina af örgjörvanum, þ.e. registrers, control units, cache, etc.

Það á samt að koma Enhanced Bulldozer strax á næsta ári, sem mun aftur auka afköstin.

EDIT: Það er fyndið að þessir game-changers koma yfirleitt frá AMD, þótt að það sé tíu sinnum minna fyrirtæki en Intel. Þegar Intel var að auka og auka klukkuhraðann á P4, með tilheyrandi aukninni orkunoktunar og varma, setti AMD fram Athlon XP, með mun fleiri Instructions Per Clock en nokkurn örgjörvi frá Intel. Og AMD hannaði AMD64 protocolið, sem Intel leigja, og markaðsetja undir Intel 64 (ég tel ímyndunaraflið vera sterkasti eiginleiki Intel). Og núna eru AMD fyrstir til að breyta hvað felst í einum örgjörvakjarna, með að bæta við heiltölureikni.


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580