Kaup á MacBook - Hjálp


Höfundur
hendrixx
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Sun 10. Maí 2009 22:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Kaup á MacBook - Hjálp

Pósturaf hendrixx » Fös 25. Mar 2011 00:02

Þar sem mac spjallið virðist vera STEINDAUTT þá ákvað ég að pósta þessu hérna líka:

Hef verið að spá í að færa mig yfir í Mac heiminn þar sem þessar tölvur eru svo miklu betri í þunga vinnslu.

Er að skoða MacBook Pro en veit ekki hvaða möguleika ég ætti að taka. Ég myndi nota tölvuna mest megnis í hljóðvinnslu. Logic Express/Studio og/eða ProTools.

Einu möguleikarnir sem ég er viss með er Anti-Glare skjár og taka 8Gb innra minni.

En svo get ég farið frá 2.2GHZ uppí 2.3GHZ en er það þess virði? Þarf ég þetta 0.1GHZ og auka 2Mb í cache? Myndi það breyta máli í upptöku/hljóðvinnsluforritum?

Svo er það harði diskurinn, maður hefur heyrt að SSD sé þvílíkt hraðvirkt en VÁ hvað það er dýrt!! Auka 200þús(eða 1100$) fyrir aðeins 512Gb!?! Það er rosalegt verð?

Ætti maður kannski frekar að fara bara í 500Gb 7200hraða? Myndi það breyta miklu? Ein pælingin var líka kannski að kaupa bara 128Gb SSD og keyra stýrikerfið á því og kaupa svo venjulegan 0.7-1Tb disk til að geyma allt efnið á? Veit samt ekki hvort það sé hægt í Macca þar sem ég er algjör nýliði í þessum Apple heimi.

Sorry ein spurning í viðbót, mæliði með því að kaupa tölvuna í Usa? Myndi auðvitað borga vaskinn af henni, og mér sýnist ég samt geta fengið hana 100-150þús kr ódýrari en hérna heima.



Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á MacBook - Hjálp

Pósturaf BjarniTS » Fös 25. Mar 2011 00:25

hendrixx skrifaði:Þar sem mac spjallið virðist vera STEINDAUTT þá ákvað ég að pósta þessu hérna líka:

Hef verið að spá í að færa mig yfir í Mac heiminn þar sem þessar tölvur eru svo miklu betri í þunga vinnslu.

Er að skoða MacBook Pro en veit ekki hvaða möguleika ég ætti að taka. Ég myndi nota tölvuna mest megnis í hljóðvinnslu. Logic Express/Studio og/eða ProTools.

Einu möguleikarnir sem ég er viss með er Anti-Glare skjár og taka 8Gb innra minni.

En svo get ég farið frá 2.2GHZ uppí 2.3GHZ en er það þess virði? Þarf ég þetta 0.1GHZ og auka 2Mb í cache? Myndi það breyta máli í upptöku/hljóðvinnsluforritum?

Svo er það harði diskurinn, maður hefur heyrt að SSD sé þvílíkt hraðvirkt en VÁ hvað það er dýrt!! Auka 200þús(eða 1100$) fyrir aðeins 512Gb!?! Það er rosalegt verð?

Ætti maður kannski frekar að fara bara í 500Gb 7200hraða? Myndi það breyta miklu? Ein pælingin var líka kannski að kaupa bara 128Gb SSD og keyra stýrikerfið á því og kaupa svo venjulegan 0.7-1Tb disk til að geyma allt efnið á? Veit samt ekki hvort það sé hægt í Macca þar sem ég er algjör nýliði í þessum Apple heimi.

Sorry ein spurning í viðbót, mæliði með því að kaupa tölvuna í Usa? Myndi auðvitað borga vaskinn af henni, og mér sýnist ég samt geta fengið hana 100-150þús kr ódýrari en hérna heima.


Veit að það er einhver smá munur á lyklaborðunum í USA vélum , og svo er einhver smá munur á Wifi kortumum , án þess að vita mikið um það.

En sko , hvað varðar SSD , þá myndi ég fara í SSD algerlega.
Þú munt ekki sjá eftir því , þú hefur um tvo kosti að velja hvað varðar geymsludisk , en það sem þú gætir haft áhuga á að gera er eftirfarandi.

a ) Kaupa vél með SSD + 2tb flakkara og þurfa að burðast með það.

b ) Kaupa vél með SSD og láta svo eitthvað mac-verkstæði hérna heima skipta út geisladrifinu fyrir þig og láta geymsludrif þar í staðinn.
sjá hér : http://www.mcetech.com/optibay/
Ég skal lofa þér því að þú munt ekki sjá eftir þessu , með þessu móti þá gætir þú verið með vél sem væri komin með u.þ.b TB af geymsluplássi , hver veit nema að macland eða aðrir væru til í að taka að sér þessa aðgerð.
Þori ekki að lofa því samt.
Plús það að þú munt ekki sakna geisladrifs , það er klárt mál að verða barns síns tíma , utanályggjandi drif væri þinn bjargvættur ef að þú heldur mikið upp á geisladiska.

MBK

Bjarni


Nörd


coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á MacBook - Hjálp

Pósturaf coldcut » Fös 25. Mar 2011 00:50

Sjálfur nota ég US-layout lyklaborð og finnst það mun þægilegra. Hérna koma samt myndir af þeim.

US-layout.png
US-layout.png (17.32 KiB) Skoðað 1383 sinnum


IS-layout.png
IS-layout.png (21.69 KiB) Skoðað 1383 sinnum


Varðandi þráðlausu kortin að þá hefur þetta að gera með rásir sem routerinn sendir út á. Hef einu sinni lent í "veseni" með þetta, tók u.þ.b. 4mín að logga mig inn á routerinn úr annarri tölvu og breyta um rás og VOILA!

Mæli með að skoða tölvurnar hjá t.d. Buy.is til að fá tveggja ára ábyrgð en sjálfur er ég með smyglaða Macbook.


MÆLI SVO MEÐ AÐ MENN HALDI SÉR ON-TOPIC!



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á MacBook - Hjálp

Pósturaf pattzi » Fös 25. Mar 2011 01:21




Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á MacBook - Hjálp

Pósturaf Oak » Fös 25. Mar 2011 05:56

Spanish keyboard er með stóra enter takkanum og hún er til í USA


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64


Höfundur
hendrixx
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Sun 10. Maí 2009 22:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á MacBook - Hjálp

Pósturaf hendrixx » Fös 25. Mar 2011 11:47

Takk fyrir skjót svör! (Held að mesta failið með þetta Mac spjall er að hafa seperate username innskráningu, algjörlega dautt spjall!)

BjarniTS skrifaði:Veit að það er einhver smá munur á lyklaborðunum í USA vélum , og svo er einhver smá munur á Wifi kortumum , án þess að vita mikið um það.

En sko , hvað varðar SSD , þá myndi ég fara í SSD algerlega.
Þú munt ekki sjá eftir því , þú hefur um tvo kosti að velja hvað varðar geymsludisk , en það sem þú gætir haft áhuga á að gera er eftirfarandi.

a ) Kaupa vél með SSD + 2tb flakkara og þurfa að burðast með það.

b ) Kaupa vél með SSD og láta svo eitthvað mac-verkstæði hérna heima skipta út geisladrifinu fyrir þig og láta geymsludrif þar í staðinn.
sjá hér : http://www.mcetech.com/optibay/
Ég skal lofa þér því að þú munt ekki sjá eftir þessu , með þessu móti þá gætir þú verið með vél sem væri komin með u.þ.b TB af geymsluplássi , hver veit nema að macland eða aðrir væru til í að taka að sér þessa aðgerð.
Þori ekki að lofa því samt.
Plús það að þú munt ekki sakna geisladrifs , það er klárt mál að verða barns síns tíma , utanályggjandi drif væri þinn bjargvættur ef að þú heldur mikið upp á geisladiska.


Ertu þá að tala um það sama og ég var að spá í, þeas kaupa bara minnsta SSD og keyra os-ið á því og geyma svo allt dótið mitt á geymsludrifi? En já maður notar geisladrif voðalega sjaldan. Eina sem ég hef smá áhyggjur af er ef maður skyldi kaupa sér eitthvað forrit, þau virðast alltaf koma enn á diskum.

coldcut skrifaði:Sjálfur nota ég US-layout lyklaborð og finnst það mun þægilegra.

Varðandi þráðlausu kortin að þá hefur þetta að gera með rásir sem routerinn sendir út á. Hef einu sinni lent í "veseni" með þetta, tók u.þ.b. 4mín að logga mig inn á routerinn úr annarri tölvu og breyta um rás og VOILA!

Mæli með að skoða tölvurnar hjá t.d. Buy.is til að fá tveggja ára ábyrgð en sjálfur er ég með smyglaða Macbook.
[/size]


Hvernig leysiru Þ Æ Ö vandamálið? breytiru bara keyboardinu í íslenskt og veist hvar allt er?

Eitt sem mér finnst FÁRÁNLEGT við íslenskt mac keyboard(sé reyndar ekki sama layout í myndunum hjá þér) og það er að CMD og ALT eru hlið við hlið og oft þegar ég hef ég ætlað að logga mig inná emailið mitt í maccatölvu að þá hef ég ýtt á cmd og Q og boom quit command í stað @ merkis. Fáránlegt að hafa þessa tvo takka hlið við hlið(eða meira svona, fáránlegt að hafa @ merkið í Q-inu). Ok rant over :sleezyjoe

Eitt einangrað tilfelli með routerinn? Er það ekki vel sloppið bara?

Ég var búinn að skoða þetta hjá buy.is en þeir virtust ekki einu sinni bjóða uppá uppfærslurnar.

Málið er líka að ég fæ 15% afslátt í Mac búðinni úti, og ef ég kaupi hana þar og borga vaskinn að þá er ég samt 100-150 betur settur en ef ég kaupi hana hérna heima. Er ábyrgðin rosalega mikilvæg?
Síðast breytt af hendrixx á Fös 25. Mar 2011 12:19, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3617
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á MacBook - Hjálp

Pósturaf dori » Fös 25. Mar 2011 12:04

hendrixx skrifaði:Hvernig leysiru Þ Æ Ö vandamálið? breytiru bara keyboardinu í íslenskt og veist hvar allt er?

Eitt sem mér finnst FÁRÁNLEGT við íslenskt mac keyboard(sé reyndar ekki sama layout í myndunum hjá þér) og það er að CMD og ALT eru hlið við hlið og oft þegar ég hef ég ætlað að logga mig inná emailið mitt í maccatölvu að þá hef ég ýtt á cmd og Q og boom quit command í stað @ merkis. Fáránlegt að hafa þessa tvo takka hlið við hlið(eða meira svona, fáránlegt að hafa @ merkið í Q-inu). Ok rant over :sleezyjoe

Eitt einangrað tilfelli bara? Er það ekki vel sloppið bara?

Ég var búinn að skoða þetta hjá buy.is en þeir virtust ekki einu sinni bjóða uppá uppfærslurnar.

Málið er líka að ég fæ 15% afslátt í Mac búðinni úti, og ef ég kaupi hana þar og borga vaskinn að þá er ég samt 100-150 betur settur en ef ég kaupi hana hérna heima. Er ábyrgðin rosalega mikilvæg?

Flestir sem vélrita að einhverju viti þurfa bara að finna heimalyklana. Annars seturðu bara íslenskt layout. Það virkar mjög vel (getur fundið þér límmiða ef þú ert ekki öruggur með vélritunina). Svo geturðu líka fengið þér Spanish lyklaborð úti. Það er með eins physical layouti og íslenskt lyklaborð.

Varðandi @ merkið þá er staðall um íslenskt lyklaborð sem skilgreinir hvernig þetta á að vera. Þetta var alltaf alt+2 og það virkar ennþá ef þú vilt hafa varann á.