Sælt veri fólkið.
Ég er í vandræðum að finna rétt skjákort hjá mér.
Málið er að ég er að smíða mér HTPC tölvu sem ég ætla líka að nota fyrir leikjaspilun. Ætla að nota þennan kassa hér http://www.google.com/images?q=lc16b&rls=com.microsoft:is:IE-SearchBox&oe=UTF-8&rlz=1I7GGLL_is&um=1&ie=UTF-8&source=og&sa=N&hl=is&tab=wi&biw=1008&bih=469
Hinsvegar er plássið fyrir skjákort mjög takmarkað. Ég mun sennilega ekki hafa meira en 20cm í heild fyrir skjákort.
Ég er búinn að skoða en oft eru ekki málin á kortum tekin fram Þannig að ég spyr ykkur.
Hvað er öflugasta skjákortið sem ég get fengið innann þessara ramma?
Með von um góð svör
Hákon
Vandræði að finna rétt skjákort.
Vandræði að finna rétt skjákort.
Tollar, virðisauki og gjöld eru greidd af öllum vörum sem ég sel.
Hakon78 (hjá) Hotmail.com
Hakon78 (hjá) Hotmail.com
Re: Vandræði að finna rétt skjákort.
móðurborð með innbyggðu skjákorti ?
{AMD Ryzen 5 5600x | RTX3070 | 16GB DDR4 | G7 32" & G9 49" }
Re: Vandræði að finna rétt skjákort.
Sæll
Ég var að miða við amk 5770 kort. Eru þau til onboard?
Ég veit að það er hægt að fá nokkur svoleiðis um 20cm. En ef einhver veit um öflugasta stand-alone kortið undir 20 cm þá væri það gaman.
Kv
Hákon
Ég var að miða við amk 5770 kort. Eru þau til onboard?
Ég veit að það er hægt að fá nokkur svoleiðis um 20cm. En ef einhver veit um öflugasta stand-alone kortið undir 20 cm þá væri það gaman.
Kv
Hákon
Tollar, virðisauki og gjöld eru greidd af öllum vörum sem ég sel.
Hakon78 (hjá) Hotmail.com
Hakon78 (hjá) Hotmail.com
-
einarhr
- Vaktari
- Póstar: 2102
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 308
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Vandræði að finna rétt skjákort.
Hérna er 5770 kort með ekki svo langri kælingu. http://buy.is/product.php?id_product=827
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
Re: Vandræði að finna rétt skjákort.
Þú getur fundið GTX 460 kort í þessum stærðarflokki skv. þessari síðu hér. Minnsta kortið er um 7.3 tommur (rétt undir 19cm) á meðan flest eru í kringum 8.3 (21cm). Þegar ég googlaði kassann sá ég að það er DVD drifið sem ræður því hvað kortið getur verið langt (DVD drif geta verið mislöng) svo ég myndi tékka á því líka. Sjálfur er ég ekki með DVD drif í sjónvarpsvélinni minni svo það mætti athuga hvort sé þörf á því.
Að lokum myndi ég tékka hvernig rafmagnstengið á kortinu snýr áður en þú kaupir það. Ef tengið liggur framan af kortinu (þ.e.a.s. ekki ofan á því) þá eru það auðveldlega 1-2 auka sentimetrar sem þú þarft að gera ráð fyrir.
Að lokum myndi ég tékka hvernig rafmagnstengið á kortinu snýr áður en þú kaupir það. Ef tengið liggur framan af kortinu (þ.e.a.s. ekki ofan á því) þá eru það auðveldlega 1-2 auka sentimetrar sem þú þarft að gera ráð fyrir.
-
bulldog
- Besserwisser
- Póstar: 3439
- Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 18:33
- Reputation: 0
- Staðsetning: 127.0.0.1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vandræði að finna rétt skjákort.
spurning líka að vera með utanáliggjandi dvd drif til þess að koma skjákortinu fyrir 
