Það eru ýmsar leiðir og "trick" til að fá meira úr SSD diskunum sínum, basicið er þó að disable defrag, hibernate, no paging file, turn of hdd: never osfv. 1.40m er kannski ekki normal boot hraði með SSD, en heldur ekkert óvenjulegur, fer mikið eftir búnað sem þú ert með tengdan. Var sjálfur undir 30sek áður en ég tengdi 2 x Samsung 1tb F3 diska, núna slær það dálítið yfir mínútu.
Annars sér fólk oftast minnsta munin á booti, hér Raptor diskur á móti SSD að boota, munar nokkrum sekúndum.
-
http://www.youtube.com/watch?v=LoX2b7VlVPsHér er hinsvegar SSD á móti Raptor að oppna 51 forrit samtímis. Svart og hvítt.
-
http://www.youtube.com/watch?v=T_Jz7IMwBt4Hvort sem þú ert með stillt á IDE eða AHCI skiptir dálitlu(stundum er IDE betra, stundum AHCI), var áður með með aðra Intel vél, að hafa í AHCI tók þvílíkan tíma að ræsa en eftir að ég skipti yfir i IDE breyttist það í nokkrar sekúndur. Eftir hreina uppsetningu og stillingar varð AHCI örlítið fljótara en IDE.
Ég hef nokkrum sinnum farið eftir
http://www.ocztechnologyforum.com/forum ... tilities-* og hefur það oftast komið mjög vel út, en þú ert oftast að fórna eitthverju fyrir það (að mínu mati algjörlega þess virði ef þú ert ekki að nota td. prentara).
Eini ókosturinn við SSD diska er að maður verður algjörlega háður þeim, er sjálfur með Mushkin Callisto í borðtölvunni, fartölvunni sem ég nota lítið og fjölskyldutölvunni sem ég nota nánast ekkert. Setti hann í eingöngu í fartölvuna og heimilistölvuna afþví þegar ég þarf að nota þær, verða hlutir að vera undir að oppnast samstundis, ef ég þarf að bíða í 2-3sek verð ég óþolinmóður.
Taktur þér smá tíma í þetta, lestu þig til um eins mikið og þú getur, prufaðu að gera test með ATTO, ef þú ert að fá furðulega lítinn hraða gæti það vel verið diskastýringin á móðurborðinu þínu eða stillingar í stýrikerfi.
