Sæl öll.
Mig vantar góðan míkrafón til að tengja við tölvu og taka upp fyrirlestur.
Hafið þið einhverjar ábendingar um góða græju (sem fæst hér á landi)
en er þó ekki eitthvað rándýrt pró stuff.
Ég er semsagt að fara að taka upp fyrirlestur (screengrab+hljóð) fyrir félag
og gera fyrirlesturinn þannig aðgengilegan fyrir félaga úti á landi sem ekki
komast á staðinn.
Ég var að spá í að nota CamStudio í þetta, en ég þekki svona lagað ekkert
þannig að ég þigg allar ábendingar um hvernig best er að gera þetta.