Ég er með nokkuð gamla tölvu sem mig langar að uppfæra örlítið. Budgetið er mjög lítið, 30-40 þús.
Mig minnir að ég sé með MSI 945P Neo móðurborð (ekkert gamalt eða neitt
Ég hef lítinn áhuga á að uppfæra skjákortið en aðal spurningin er hvort það sé algjört must að uppfæra móbóið eða get ég eitt meiri pening í örgjörvann?
Mér líst mjög vel á Intel Core 2 Duo E8400 3.0GHz, 1333FSB 6MB cache, en ef einhver hefur aðrar betri uppástungur þá eru þær vel þegnar.
Síðan var ég líka að spá hvort það væri eitthvað vit í AMD eða hvort ég ætti að halda mig við Intel.
Þessi vél er ekki mikið notuð í þunga leiki, aðallega almenna vinnslu.
MBK
Bjarni