Sælir,
ég er að leita mér að 22" skjá aðallega í almenna tölvunotkun, að horfa á video og hugsanlega einhverja tölvuleikjaspilun. Þeir skjáir sem koma til greina eru:
Samsung 2243SN
Philips 220CW9FB
BenQ G2220HDA
Ég myndi tengja skjáinn í fartölvu sem er með HDMI input og mér skilst að BenQ skjárinn sé eini skjárinn með möguleika á því, munar það miklu?
Hvern af þessum skjám mynduði velja fyrir oftantalda notkun og af hverju?
22" LCD
Re: 22" LCD
Ég myndi taka BenQ. Ég er BenQ maður og svo nota vinur minn svona skjá og hann er bara drullunettur og rosa góður á alla vegu. Hann lýtur betur út en minn þótt hann sé tengdur með VGA tengi. 
Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól
-
Hnykill
- Of mikill frítími
- Póstar: 1864
- Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
- Reputation: 85
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: 22" LCD
Sammála þarna.. BenQ-inn lítur ansi vel út.
Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.
Re: 22" LCD
En fyrst að BenQ er ekki með DVI tengi, skiptir það ekki miklu upp á gæði?
Ég er með Toshiba Satellite A305 með HDMI og ef ég væri að taka Philips skjáinn tengdi ég með converter úr DVI tengi í HDMI. Myndi það ekki muna talsverðu miðað við VGA?
Ég er með Toshiba Satellite A305 með HDMI og ef ég væri að taka Philips skjáinn tengdi ég með converter úr DVI tengi í HDMI. Myndi það ekki muna talsverðu miðað við VGA?
-
ManiO
- Besserwisser
- Póstar: 3963
- Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
- Reputation: 0
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Staða: Ótengdur
Re: 22" LCD
Ágæt svör hérna um VGA og DVI og hver munurinn þar á milli sé.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
-
Selurinn
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1230
- Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
- Reputation: 2
- Staðsetning: Mhz
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: 22" LCD
Rosa mismunandi eftir því hvaða skjá er verið að bera saman við.
Get alveg fullvissað þig um það ef þessi BenQ skjár væri með DVI tengi, þú myndir aldrei sjá muninn á því og VGA tenginu.
Einhver sagði mér það að VGA tengin á BenQ skjáina séu höxuð.
Get alveg fullvissað þig um það ef þessi BenQ skjár væri með DVI tengi, þú myndir aldrei sjá muninn á því og VGA tenginu.
Einhver sagði mér það að VGA tengin á BenQ skjáina séu höxuð.
Re: 22" LCD
himminn skrifaði:Ég mundi taka samsunginn uppá 1080p upplausn.
Er BenQ ekki með 1080p upplausn?
Selurinn skrifaði:Get alveg fullvissað þig um það ef þessi BenQ skjár væri með DVI tengi, þú myndir aldrei sjá muninn á því og VGA tenginu.
Ég sá að G2220hd týpan er með dvi tengi fyrir 5 kall aukalega. Ætti það þá ekki að skipta neinu máli hvorn ég tæki?
Re: 22" LCD
pafinn skrifaði:himminn skrifaði:Ég mundi taka samsunginn uppá 1080p upplausn.
Er BenQ ekki með 1080p upplausn?Selurinn skrifaði:Get alveg fullvissað þig um það ef þessi BenQ skjár væri með DVI tengi, þú myndir aldrei sjá muninn á því og VGA tenginu.
Ég sá að G2220hd týpan er með dvi tengi fyrir 5 kall aukalega. Ætti það þá ekki að skipta neinu máli hvorn ég tæki?
Jú og jú
Endilega farðu sjálfur og fáðu að sjá muninn á VGA og DVI með einhverju alminnilegu í gangi!
Það að Selurinn sjái ekki muninn gefur bara til kynna um hversu léleg sjón hans er orðin.
Ef þú lætur selja þér þá hugmynd að VGA og DVI skili þér sömu gæðum þá skaltu búast við því að næst verði þér selt VHS tæki sem jafnoki DVD/Blu-Ray spilara.
Re: 22" LCD
Og er það rétt skilið að ég get fengið converter úr dvi tenginu í skjánum í hdmi tengið í tölvunni án þess að missa gæði?
Re: 22" LCD
[quote="pafinn"]Og er það rétt skilið að ég get fengið converter úr dvi tenginu í skjánum í hdmi tengið í tölvunni án þess að missa gæði?[/quote]
Í einföldu já.
DVI og HDMI er sama tækni , HDMI innifelur í sér hinsvegar aukalega hljóðmerki.
Í einföldu já.
DVI og HDMI er sama tækni , HDMI innifelur í sér hinsvegar aukalega hljóðmerki.
Re: 22" LCD
Hvernig færi ég að því að fá sjónvarpssendingu í skjáinn? Þyrfti ég að fá forrit í tölvuna eða væri hægt að tengja afruglara beint við skjáinn?
Re: 22" LCD
pafinn skrifaði:Hvernig færi ég að því að fá sjónvarpssendingu í skjáinn? Þyrfti ég að fá forrit í tölvuna eða væri hægt að tengja afruglara beint við skjáinn?
Ég held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að þú getir tengt hann við HD afruglara frá Digital Ísland, þeir eru með HDMI og Optical outputs. Það er amk planið hjá mér.
-
AntiTrust
- Stjórnandi
- Póstar: 6379
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 174
- Staða: Ótengdur
Re: 22" LCD
mind skrifaði:pafinn skrifaði:Og er það rétt skilið að ég get fengið converter úr dvi tenginu í skjánum í hdmi tengið í tölvunni án þess að missa gæði?
Í einföldu já.
DVI og HDMI er sama tækni , HDMI innifelur í sér hinsvegar aukalega hljóðmerki.
Svo ég sé ótrúlega annoying og bæti við, þá hefur HDMI líka CEC control.