Þannig er að við erum nokkrir strákar sem erum að vinna að verkefni við Háskóla Íslands, verkefninu þarf að skila í lok næstu viku.
Hingað til höfum við verið með mótora úr IBM Deskstar (7200 RPM, IDE) og okkur hefur alltaf vantað einn mótor uppá til að fullkomna græjuna, einnig þá skemmdist einn mótor fyrr í kvöld.
Ef einhver á svona harðadiska sem þeir eru hættir að nota og vilja losna við þá væri það frábært ef sá einstaklingur myndi vilja hjálpa fátækum háskólanemum að ná að klára verkefnið.
Mótorarnir þurfa að vera úr IBM Deskstar hörðum disk og vera 7200 RPM og mega ekki vera "steyptir" fastir (þurfa að vera skrúfaðir)
Við höfum farið á flest tölvuverkstæði sem við vitum um og höfum ekki fengið þessa diska þar.
Endilega hafið samband sem fyrst ef þið eigið þetta til annaðhvort þá hér eða á e-mail á
gsp2 (hjá) hi.is
eða í síma 770-4064
Við sækjum þetta hvert sem er á höfuðborgarsvæðið.
Einnig þeir ykkar sem eruð að vinna í fyrirtækjum eða á verkstæðum, ef þið sjáið svona diska sem á að fara að henda þá megið þið endilega hafa okkur í huga.
kv. Gísli Steinn
PS. svona líta harðadiskarnir út:
http://www.xbitlabs.com/images/storage/ ... up/ibm.jpg
Svona líta þeir út að neðan:
http://www.overclockers.com.au/pic.php? ... ut/ibm.jpg
Hitachi tók við hönnun á þessum diskum eitthvað seinna þannig svoleiðis diskar geta komið til greina, ef þeir eru ekki með steyptum mótor í hýsingunni.
EDIT: Þá heita þeir Hitachi Deskstar í stað IBM Deskstar bara svo það komi skýrt fram.
Það er búið að redda þessu núna.
Takk kærlega fyrir.