Er með frekar gamalt móðurborð en það tekur bara 4 sata diska. Ég er ss. búinn að fylla það en langar bæta við fleiri diskum. Jafnvel 4-5 í viðbót.
Ég er ekki að fara kaupa usb flakkara fyrir þetta allt því það er of dýrt og straumbreytarnir færu í mínar fínustu. Ég hef skoðað diskastýringar en þær virðast ekki gefnar heldur. Ég er farinn að óttast um aflgjafann og hvað ég get boðið honum uppá þannig að þetta gæti verið lausnin:
http://task.is/?prodid=2439
EN.. þetta kostar 30 þúsund kall og ég versla ekki við task aftur.
Eru vaktarar með betri hugmynd?