10K RPM SATA2 diskar


Höfundur
hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

10K RPM SATA2 diskar

Pósturaf hallihg » Þri 25. Mar 2008 23:34

Nú var alltaf talið svo sniðugt að hafa Raptor diska sem hdd fyrir stýrikerfið, því þeir væru 10K rpm og afköstin því mjög góð.

En ein núbbaleg spurning: nú eru þessir 10K raptor diskar allir SATA (s.s. 150 gb/s ekki satt) , meðan aðrir harðir diskar í tölvuverslunum landsins eru SATA2 (300 gb/s?).

Vegur það ekkert uppá móti? Hafa Raptor diskarnir samt vinninginn sem hentugustu diskarnir til að keyra stýrikerfin á? Er RAID hentugra?

Af hverju eru ekki til 10K RPM diskar sem eru SATA2 hér á landi?


count von count


Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Mið 26. Mar 2008 00:02

1. þetta er bara staðal sem er ekki að fullu nýttur. Þ.e. enginn HD er í dag að nýta 150GB/s hvað þá 300GB/s

2. Nota sjálfur WD raptor diska í Raid 0. Ekki kjörð upp á öryggi en hef gert þetta í rúm 3 ár án vandræða. 10000 RPM diskar hafa mun lærri seek time. Þ.e. þeir eru fljótari að sækja gögn. Og þannig fræðilega hraðari. Hvort þú verður var við hraða mun má deila um. Ef þú ert með Vista væri meira vita að auka við minnið en að vesenast með HD því stýrikerfið er þá meira "tilbúið" í minninu en á HD.

3. Hef ekki hugmynd.




Höfundur
hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pósturaf hallihg » Mið 26. Mar 2008 15:06

Takk fyrir gott en hnitmiðað svar.

En ertu s.s. að segja að það sé ekkert rosalegur munur sem þú tekur eftir á þessum raptor diskum í raid 0?

Þeir kosta nefnilega sitt, svo það þyrfti að vera þess virði.


count von count


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Mið 26. Mar 2008 15:58

ég fór þá leið að setja bara 2x 80gb diska í raid-0 fyrir stýrikerfið.. færð þá góðan leshraða og ódýrt setup

C:\ drifið er raidað með raid-0

þessar tölur hérna fyrir neðan er leshraðinn á disknum
Viðhengi
untitled.JPG
mismunur
untitled.JPG (6.68 KiB) Skoðað 1076 sinnum




Höfundur
hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pósturaf hallihg » Mið 26. Mar 2008 17:32

Takk fyrir þetta.

Eru þetta bara tveir normal 7.2K rpm Samsung diskar?

Víst þú ert með RAID-0, færðu þá ekki 160 Gb útúr þessum tveimur diskum?


count von count


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Mið 26. Mar 2008 17:43

double já




Höfundur
hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pósturaf hallihg » Mið 26. Mar 2008 17:46

Hvort er sniðugra, að stripa (RAID-0?) eða mirrora (RAID-1).

Ef þú værir t.d. að mirror passar þá ekki að þú fengir 80 gb samtals með þessa tvo diska?


count von count


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Mið 26. Mar 2008 18:01

stemmir með að þú fáir bara 80 gb með því að nota raid-1, bara spurning um hvernig þú ert að nota tölvuna.

Ef þú ert bara að nota þessa diska þá væri ekki ósniðugt búa til raid-1 (mirror) til að vera öruggari með gögnin þín..

Ég er sjálfur með 5 diska í vélinni hjá mér svo ég er bara með stýrikerfið og forrit sett upp á raid-0 stæðuna mína.. síðan geymi ég allar skrár á hinum diskunum (backa upp á milli diska mikilvæg gögn)

Einnig hef ég pagefile-ið á sér diski