Ég er að pirra mig á því að það sé alltaf á tali hjá bróður mínum þegar ég hringi í heimasíma hans. Þegar ég spurði hann hvernig stæði á því þá sagði hann að hann væri á netinu með Playstation 3 eða hlaða niður eða eitthvað. Mér finnst þetta skrítið þó ég þekki þetta reyndar ekki.
Þess vegna spyr ég ykkur hvort þetta geti verið tilfellið, að síminn virki ekki þegar maður er á netinu með Playstation 3. Er kannski hægt að hafa það öðruvísi?
Hann segist vera með þetta tengt við router.