Ég ætla að kaupa mér vél núna um mánaðarmótin, og ég er ekkert mjög hardware-sinnaður.
Það sem ég nota vélina í er mjög margt. S.s. allskonar forritun, s.s leikjaforritun, photoshoppast, spila leiki, vídeó, 3d modeling, vafrast, downloada o.fl. Svo notar maður alveg heilan haug af allskonar windows forritum, er með sennilega 500 stykki installeruð núna og er alltaf með helminginn í gangi
Þannig að svarið er ekki eins einfalt og: bara spila leiki
Hef verið að skoða á tomshardware.com cpu charts comparisions, og þar kemur Q6600 vel út í mörgum mælingum.
Ég hef verið að horfa öfundsaugum á Q6600. Einnig kemur E6750 til greina. (Ég held AMD komi ekki til greina nema ég sjá sannfærandi rök)
Q6600 er 1066FSB á meðan E6750 er 1333FSB, ég hef ekki alveg ákveðið mig hvort það skiptir máli (hærri tala hljómar auðvitað vel! en quad hljómar líka vel!). Einhver sem vill útskýra hvort þetta skiptir máli?
Því miður veit ég lítið um móðurborðin, annað en ég vil móðurborð sem styður DDR2 1066MHz minni. Það virðist allt annað vera innbyggt í öllum þessum móðurborðum, netkort, hljóðkort o.fl... sem er fínt.
Þannig að mín spurning er, hvernig móðurborð er best að fá sér með þessum kröfum mínum? Q6600 eða E6750.
Á einhverjum tíma hafði ég áhuga á MSI P35 Platinum, en veit ekki hvort það sé málið lengur í dag.
Ég ætla að kaupa vélina mín hjá ATT, þannig að ég hef um að velja eftirfarandi móðurborð:
http://www.att.is/index.php?cPath=41_25_161
Þeir sem vilja mega auðvitað setja saman vél fyrir mig á att.is, og senda mér listann hér. Er að stefna á svona í kringum 80þús kallinn, 90þús er við sársaukamörkin!
Það sem vantar:
- ögjörvi (Q6600 eða E6750)
- móðurborð (veit ekki)
- minni (2GÍG)
- skjákort (nvidia, annars sama, verður að keyra nýlega leiki!)
- hdd (7500rpm er fínt, best buy!)
- kassi + powerunit (ekkert mini tower stuff)
- kælivifta (hljóðlát!)