Overclock ?

Skjámynd

Höfundur
worghal
Kóngur
Póstar: 6606
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 549
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Overclock ?

Pósturaf worghal » Lau 12. Maí 2007 21:09

jamm, ég er hérna með AMD AM2 +4600, sem er c.a. 2.4Ghz, og í biosnum fyrir overclocking er hann í 200, en ég get komið honum upp í 400.6.

ætti ég að overclocka hann, ef svo, hversu hátt ?

og btw, hér er smá meira info.

Mobo, MSI K9N Platinum
minni, 2x 512mb (800Mhz)
kæling, Zalman CNPS9500 AM2 http://www.zalman.co.kr/eng/product/vie ... 2&code=005
PSU, 500W Blue storm



Skjámynd

odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Pósturaf odinnn » Lau 12. Maí 2007 21:32

Veistu eitthvað um að overclocka? Ef ekki, sem mér sýnist þú ekki gera, þá er best fyrir þig að googla umræðuefnið og lesa sér meira til.

Overclock er ekki eitthvað sem við getum sagt þér að stilla svona og svona, overclock er framkvæmt með því að fikra sig áfram smátt og smátt með einstaka hluti og þannig komast að sem bestri sameiginlegri útkomu.


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb


Taxi
spjallið.is
Póstar: 444
Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Taxi » Sun 13. Maí 2007 02:30

Ef þú hefðir sett FSB í 400,þá myndi tölvan ekki ræsa.

það verður að lækka MHz á minnum,því að minnin yfirklukkast líka með örranum,eða gera það sem er betra,aftengja minnisbrautina frá FSB.

Multiplier er 12 ef ég man rétt,vertu samt viss um það áður en þú byrjar.
12xm x 217fsb gerir 2,6GHz
12xm x 234fsb gerir 2,8GHz
12xm x 250fsb gerir 3,0GHz

3,2GHz er held ég,það hæsta sem hefur náðst á þessum örgjörva.
Ég mæli með að þú prufir 2,8GHz til að hafa allt stöðugt.

3,0 GHz gæti verið raunhæft yfirklukk á þessum búnaði,EF þú gerir eftirfarandi breytingar í BIOS.

Þú gætir þurft að lækka multplierinn í 11 og hækka FSB á móti í 273.
Líklega þarftu að auka strauminn á Vcore í 1.48V.
Setja minnin á 2T,slaka á tímasetningu minnana,setja minnishlutfallið í 3:4,lækkar HTT í 4 úr 5 og passa að minnin fái nægan straum.

Ef þú skilur ekki ALLT þetta,þá áttu EKKI að vera að yfirklukka. [-X



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6596
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 366
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Sun 13. Maí 2007 06:38

Byrjaðu líka á að finna út hvar "Clear CMOS" jumerinn er á móðurborðinu þínu, og líka hvað hann gerir.


"Give what you can, take what you need."