Sælir
Ég er í því að reyna að aðstoða vin minn við kaup á nýrri vél, eða frekar uppfærslu á gamla skrjóðnum. Það sem hann er að leita að er ekki háendavarningurinn, heldur eitthvað sem virkar í bili og getur keyrt leiki sæmilega (án hökts en ekki í botnaðri grafík kannski).
Fjárframlagið er takmarkað, um 50-60 þús og því er ég að spá í hverju maður getur pússlað saman handa greyinu. Auk þess er ég að spá hvort sé betra að einblína á minni og betra skjákort heldur en örgjörva.
Ef einhverjum af ykkur dettur eitthvað gott comob í hug (skjákort, móðurborð, örri og minni) endilega póstið því
Þakkir.
Í leit að ráðleggingum...
-
urban
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Í leit að ráðleggingum...
Raccoon skrifaði:Sælir
Ég er í því að reyna að aðstoða vin minn við kaup á nýrri vél, eða frekar uppfærslu á gamla skrjóðnum. Það sem hann er að leita að er ekki háendavarningurinn, heldur eitthvað sem virkar í bili og getur keyrt leiki sæmilega (án hökts en ekki í botnaðri grafík kannski).
Fjárframlagið er takmarkað, um 50-60 þús og því er ég að spá í hverju maður getur pússlað saman handa greyinu. Auk þess er ég að spá hvort sé betra að einblína á minni og betra skjákort heldur en örgjörva.
Ef einhverjum af ykkur dettur eitthvað gott comob í hug (skjákort, móðurborð, örri og minni) endilega póstið því
Þakkir.
það fer bara svo rosalega mikið eftir því hvað hann er með núna
endilega postaðu vélinni sem að hann er með núna
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !