Daz skrifaði:Hvaða 15 milljarða? Við höfum rætt þetta áður, ríkið leggur 2 milljarða (ca) á ári í vaxtabætur
viewtopic.php?f=9&t=97580&p=810941&hilit=Vaxtab%C3%A6tur#p810941Ef þú ferð að blanda saman leigubótum þá ertu kominn í allt aðra umræðu.
Eins og markaðurinn er núna (fasteignir eru fjárfestingar vara) þá getur ríkið ekki beitt sér með beinum hætti til að lækka eða halda niðri fasteignaverði. Ekki nema líklega skapa sér skaðabótaskyldu sem yrði okkur dýrari í heildina litið.
Fann þessa fínu grein -
https://vinnan.is/hvad-vard-um-vaxtabaeturnar/°
Þær eru líklega ekki jafn mikið bruðl og ég hélt, a.m.k ekki í seinni tíð.
En er samt á þeirri skoðun að ríkið ætti að hætta að niðurgreiað húsnæði og ætti að einbeita sér að því að útvega ódýrt húsnæði.
Einakvæðing er t.d. að valda því að vegakerfið er að hruni komið, hreinlega því að það er búið að flækja aðfangakeðjuna svo mikið að milliliðir bera enga ábyrgð og allar taka sitt. Ef Vegagerðin væri t.d. með 24/7 mönnun á tveimur teymum sem mundu ekki gera neitt annað en að tvöfalda undirlag fyrir þjóðveg 1 þá væri það geggjað, fjögur teymi sem væru í að leggja malbik út um allt land (líka ofaná nýtt undirlag fyrir #1) og svo eitt teymi og bor í að bora göng...
Þetta hljómar svakalega mikið... þar til fólk fattar að bara "rekstur" Vegagerðarinnar kostar í dag 3.500.000.000 kr. á mánuði.
Helmingurinn fer í verktaka sbr. Ístak, ÍAV, Borgarverk, Suðurloft, Hlaðbæ Colas. Suðurverk um 1.750 milljónir á mánuði.
Salt kostar að meðaltali 7,2 milljónir á mánuði og Malbik, olímöl og tengd efni = 111,8 milljónir á mánuði... á meðan EFLA fær ein og sér 52 miljónir á mánuði í "Verkfræðingar, tæknifræðingar og arkitektar".
Mig grunar að þetta sé mikið til gerviverktaka þar sem verið er að greiða "tímagjald" fyrir aðgang að þekkingu en ekki verið að láta verkfræðistofur gera tilboð í og leysa fyrirframskilgreind verkefni.