Benz skrifaði:Xovius skrifaði:Gamla POTS kerfið er er orðið lélegt og óþarflega dýrt í viðhaldi. Öryggiskerfi og öryggishnappar, sem er í raun langstærstur meirihluti af því sem eftir er á því er að færast yfir á GSM kerfið, það veitir meiri stöðugleika.
Vissulega eru einhver svæði þar sem gsm samband er lélegt, þó það séu hverfandi fá svæði í dag. Þar þarf einfaldlega að bæta GSM kerfið, í stað þess að viðhalda þessu gamla POTS kerfi um allt land.
Varðandi kostnað, þá er farsími almennt ódýrari en sér POTS lína og ljósleiðarasamband frá gagnaveitunni eða mílu er á sama/svipuðu verði. Í dag er fólk að greiða línugjald fyrir POTS línuna sem er svipað línugjaldinu fyrir ljósleiðarann.
Ég persónulega styð mílu alveg 100% í því að leggja þetta kerfi niður. Rétt eins og öll hin kerfin sem hafa horfið í tímans rás.
Míla er ekki að leggja þetta niður heldur Síminn
Míla er áfram með ADSL/VDSL yfir kopar þar sem ljósleiðari er ekki í boði.
Til að viðhalda sambærilegu öryggi á GSM og gamla POTS kerfinu þá þyrfti að bæta varaafli á sendunum þar töluvert. Það toppar enn ekkert gamla POTS kerfið í rafmagnsleysi - svo fremi sem maður sé með snúrusíma en ekki þráðlausan
Síminn er ekki að loka þessu kerfi heldur er Míla að því.
Enda er allt hardware sem tengist gamla pots kerfinu í eigu mílu og það er ekkert fjárhagslegt incentive að halda þessu ancient kerfi við.
Mikið af hardware-inu þarna er löngu hætt í framleiðslu á stóra markaðnum sem hækkar verð umtalsvert þar sem svona búnaður fæst að mestu bara í sérpöntun.