Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti

Allt utan efnis

Hausinn
FanBoy
Póstar: 780
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 179
Staða: Ótengdur

Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti

Pósturaf Hausinn » Lau 24. Jan 2026 14:05

falcon1 skrifaði:Illa kíttað og lausar 2-3 flísar sagði skoðunarmaðurinn.

Þá er þetta ábyrgð þanns sem býr fyrir ofan þig. Það er þeirra ábyrgð að vera viss um að baðherbergið þeirra sé nægilega vatnþétt til þess að valda ekki skemmdum á íbúðum um kringum það og er eitthvað sem þau ættu að hafa verið búin að ganga úr skugga um áður en þau keyptu íbúðina.




Gemini
Ofur-Nörd
Póstar: 218
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 44
Staðsetning: 105
Staða: Tengdur

Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti

Pósturaf Gemini » Lau 24. Jan 2026 14:21

falcon1 skrifaði:Var að fá póst um að eigandinn uppi vilji 50/50 skiptingu á kostnaði við viðgerð til að koma þessu frá. Hann vill meina að byggingaraðilinn eigi alla sök á þessu og vilja þess vegna ekki borga allt.
Er eitthvað vit í að ganga að þessu fyrir mig? Mér sýnist á lögunum að þetta eigi að vera 100% á þeirra kostnað eða húsfélagsins, er það ekki réttur skilningur?


Húsfélagið á bara að nýta völdin sem 26. greinin gefur þeim og fá mann í að gera þetta á hans kostnað. Húsfélagið fær sjálfkrafa lögveð í hans eignarhluta fyrir þeim og getur rukkað hann. Húsfélagið á að vera þarna á milli að sjá um þetta allt og rukka rétta aðila. Lögin eru sett líka svona upp svo þú einmitt þurfir ekki að standa í stríði við þinn nágranna einn á einn sem býr bara til ósætti í húsum.

Ef húsfélagið þitt er að kaupa þjónustu og aðstoð húsfélagsþjónustu myndi ég reyna að fá þau að ýta á stjórnina með þér að þau geri sína vinnu.

edit : Líka að biðja þig að borga 50% er fáránlegt. Væri eins og ég myndi bakka á bílinn þinn og minn bíll skemmdist meira en þinn og svo stinga upp á að skipta kostnaði við þig 50/50 á viðgerð beggja bílanna. Þetta er aldrei neitt sem þinn séreignarhluti ætti að greiða sérstaklega. Þetta er deilumál milli húsfélags og þann fyrir ofan þig um hver ætti að greiða.
Síðast breytt af Gemini á Lau 24. Jan 2026 14:50, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

rostungurinn77
Gúrú
Póstar: 549
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 190
Staða: Ótengdur

Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti

Pósturaf rostungurinn77 » Lau 24. Jan 2026 14:26

Þetta mál er allt hið forvitnilegasta og mikið ógurlega er ég feginn að vera ekki að þurfa að glíma við þetta.

Að því sögðu þá finnst mér forvitnilegt hvernig tryggingarfélagið er að taka á þessu máli. Mögulega sáu þeir að þetta fellur ekki undir tjón sem er tryggt og því alveg sama.

Mögulega er eitthvað að tapast í þýðingu og matsmaðurinn lýsti þessu kannski ítarlegar en bara "lausar flísar og illa kíttað".

Minn skilningur er sá að baðherbergið sé votrými og byggi það á aldri hússins og þeirri reglugerð sem hlýtur að hafa verið í gildi þegar húsið er reist.
https://island.is/reglugerdir/nr/0112-2012

6.7.5. gr.
Votrými

Gólf í votrými skal vera vatnshelt með niðurfalli og halla að niðurfalli. Ekki er heimilt að hafa niðurfall í gólfi votrýmis aflokað, t.d. inni í sökkli innréttingar. Gólf skal þannig frágengið að ekki sé hætta á hálku í bleytu.

Baðherbergi, snyrtingar og þvottaherbergi/-aðstaða íbúða skulu uppfylla kröfur til votrýma og skulu þau loftræst skv. ákvæðum 10.2. kafla.

Loft og veggir í votrýmum skulu þannig gerðir að þeir þoli gufu og þann raka sem vænta má að myndist í votrýminu.

Feitletrun er mín

Miðað við mína þekkingu á þessu þá eru það ekki flísarnar sem mynda vatnsheldnina. Gólfið er meðhöndlað með svokölluðum dúk sem á að mála í minnst tveimur lögum en allt að fjórum (heimild: iðnaðarmaður). Dúkurinn er lagður á gólfflötinn áður en til flísalagnar kemur. Flísalímið kemur ofan á dúkinn. Ég geri ráð fyrir að votrýmið sé nokkurn veginn vatnsheldur dúkur - vatnshelt flísalím - flísar og vatnsvarin fúga.

Þ.e.a.s. að á meðan það er niðurfall sem vatn kemst niður um að þá ætti vatn ekki að mynda nægan þrýsting til þess að þrýsta sér niður í flísarnar, þó svo að það geti það myndist djúpur pollur ofan á þeim, komist vatn niður að þá eigi dúkurinn að halda vatninu.

Flísar anda sem þýðir að það má leggja þær á flot mun fyrr en t.d. parket. Það eru til flísar sem hafa hálkustuðul sem kallast R11 (flestar innanhúsflísar eru R9 og R10) minnir mig og það er talað um að þær fari í votrými eins og sturtuklefa í sundlaugum. Veit ekki hvort það er skylda að nota þær í sturtuklefa í íbúðarhúsum og ég veit ekki heldur hvort þær halda vatni betur en aðrar flísar.

Semsagt dúkurinn á að halda og vatn ætti ekki að finna sér leið niður nema það sé eitthvað stórtjón kannski.

Mitt álit á þessu er því miður það að fúsk verktakans er bara að koma í ljós berlega.

Ég er hins vegar í hópi fjölmargra "Ekki-sérfræðingur" í þessum þræði þannig að þú skalt ekki hlaupa beina leið í bankann byggt á mínu áliti.



Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2424
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 157
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti

Pósturaf Black » Lau 24. Jan 2026 17:44

Það er vel mögulegt að þetta tengist lögnum hjá nágrannanum. Ekki hægt að útiloka nema að mynda lagnirnar eða opna gólf/veggi
Ég lenti sjálfur í svipuðu máli hjá mér og átti í deilum við byggingarstjóra.

Það komu fram rakamerki í vegg og parketi í herbergi sem var fyrir aftan sturtu inni í íbúðinni minni. Byggingarstjórinn taldi að veggurinn hefði einfaldlega verið sparðslaður of mikið og að nóg væri að pússa hann niður. Hann sendi málara til að lagfæra þetta. Þegar pússun var lokið var bilið sem hafði byrjað að myndast á milli gólflista og veggjar kíttað.

Þegar ég sá þennan frágang fór ég fram á að veggurinn yrði opnaður. Þá kom pípari og opnaði lítið gat í vegginn. Þar kom í ljós að steinullin var blaut. Hann elti bleytuna áfram og komst að því að borað hafði verið gat á niðurfallarörið áður en það var notað og ekki verið tekið eftir því. Gatið var ofarlega á rörinu og vatnið seitlaði út úr því þegar það var farið í langa sturtu.
nægilega mikið til að valda rakaskemmdum þó ekki væri um eiginlegan leka að ræða.


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |


EinnNetturGaur
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Mán 21. Maí 2018 12:41
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti

Pósturaf EinnNetturGaur » Lau 24. Jan 2026 18:13

falcon1 skrifaði:Var að fá póst um að eigandinn uppi vilji 50/50 skiptingu á kostnaði við viðgerð til að koma þessu frá. Hann vill meina að byggingaraðilinn eigi alla sök á þessu og vilja þess vegna ekki borga allt.
Er eitthvað vit í að ganga að þessu fyrir mig? Mér sýnist á lögunum að þetta eigi að vera 100% á þeirra kostnað eða húsfélagsins, er það ekki réttur skilningur?


Hljómar eins og eigandinn sé að reyna að svindla á þér. Þú átt ekki neitt að þurfa að borga fyrir þetta.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6855
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 962
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti

Pósturaf Viktor » Lau 24. Jan 2026 22:16

falcon1 skrifaði:Illa kíttað og lausar 2-3 flísar sagði skoðunarmaðurinn.


Ef þetta er nýlega byggt hús og verktakinn gerir þessi mistök þá ber verktakinn ábyrgð á gallanum, ekki eigandinn fyrir ofan.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Höfundur
falcon1
</Snillingur>
Póstar: 1010
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 135
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti

Pósturaf falcon1 » Lau 24. Jan 2026 22:34

Viktor skrifaði:
falcon1 skrifaði:Illa kíttað og lausar 2-3 flísar sagði skoðunarmaðurinn.


Ef þetta er nýlega byggt hús og verktakinn gerir þessi mistök þá ber verktakinn ábyrgð á gallanum, ekki eigandinn fyrir ofan.

Byggt 2019, þannig að það eru liðin 5 ár. Þeir vilja meina að þeir beri ekki lengur ábyrgð ef ég skil þá rétt.