LGA 1155 Móbo ráðlegging

Skjámynd

Saber
FanBoy
Póstar: 765
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 15
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: LGA 1155 Móbo ráðlegging

Pósturaf Saber » Lau 23. Mar 2013 16:53

Templar skrifaði:GTX680 fékk ekki nema 62þ boð, notað í eina viku og með 3 ára ábyrgð svo að það er bara of lítið og strákurinn fær það bara, endist því mun lengur, varðandi i7 þá langar mig í K útgáfuna, aðeins pínu hraðari og það munar aðeins 15þ á i7 og góðum i5 og það er líka of lítið til að sleppa því, þetta bara eykur líftíma tölvunnar og þar með minnkar vinnu fyrir mig svo þetta eru fín skipti.


Fair enough.
Varðandi 15k muninn á i5 og i7, þá myndi ég segja að það væri sniðugra að horfa á prósentumun en ekki krónumun.

Core i5 3570K 36.750 kr.
Core i7 3770K 53.750 kr.
53750 / 36750 ≈ 1,463

Core i5 3570K = 198 SYSmark points
Core i7 3770K = 228 SYSmark points

228 / 198 ≈ 1,152

46% hærra verð fyrir u.þ.b. 15% hraðari reiknigetu.

Þegar kemur að vörum sem verða úreldar á 1-2 árum, þá er eiginlega ekki hægt að horfa á þetta neitt öðruvísi. En þetta eru þínir peningar, svo bara go for it! :happy




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Re: LGA 1155 Móbo ráðlegging

Pósturaf Klemmi » Lau 23. Mar 2013 17:12

janus skrifaði:46% hærra verð fyrir u.þ.b. 15% hraðari reiknigetu.

Þegar kemur að vörum sem verða úreldar á 1-2 árum, þá er eiginlega ekki hægt að horfa á þetta neitt öðruvísi. En þetta eru þínir peningar, svo bara go for it! :happy


En þá er einnig spurning, á að horfa aðeins á verðmuninn á örgjörvunum stökum eða verðmuninn á tölvunni í heild?

Þá lítur dæmið aðeins öðruvísi út, segjum að tölvan kosti 200þús með i5 og 215þús með i7...

7,5% hærra verð fyrir u.þ.b. 15% hraðari reiknigetu ;)

En annars er ég alveg sammála þér, hef sjálfur alltaf farið í i5 örgjörva en á móti kemur að það er almennt lítið mál fyrir mig að uppfæra á nokkura mánaða fresti, skil vel ef fólk vill eyða aðeins meira fyrir hlut sem dugir þá aðeins lengur.


Starfsmaður Tölvutækni.is

Skjámynd

Saber
FanBoy
Póstar: 765
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 15
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: LGA 1155 Móbo ráðlegging

Pósturaf Saber » Lau 23. Mar 2013 17:42

Klemmi skrifaði:En þá er einnig spurning, á að horfa aðeins á verðmuninn á örgjörvunum stökum eða verðmuninn á tölvunni í heild?

Þá lítur dæmið aðeins öðruvísi út, segjum að tölvan kosti 200þús með i5 og 215þús með i7...

7,5% hærra verð fyrir u.þ.b. 15% hraðari reiknigetu ;)

En annars er ég alveg sammála þér, hef sjálfur alltaf farið í i5 örgjörva en á móti kemur að það er almennt lítið mál fyrir mig að uppfæra á nokkura mánaða fresti, skil vel ef fólk vill eyða aðeins meira fyrir hlut sem dugir þá aðeins lengur.


Þegar verið er að skoða reiknigetu örgjörvans, þá hlítur þú að skoða verðið á örgjörvanum einum og sér, ekki satt?
Annað dæmi; þegar þú pælir í hvaða eiginleika tölvukassinn hefur versus verð, þá tekuru ekki verðið á skjákortinu með inn í þá reikninga er það?

Mynd



Skjámynd

Höfundur
Templar
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1607
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 472
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: LGA 1155 Móbo ráðlegging

Pósturaf Templar » Lau 23. Mar 2013 22:15

Þetta er góð pæling með hlutfall af getu og verði, verðmun og svo framvegis en þú verður líka að taka inn að þessi hlutföll sem eru há í eðli sínu en lág t.d. gagnvart launum eða öðrum kostnaði teljast óveruleg. Bingó kúla kostar 20kr stk en hækkar í 30kr. eða 50% hækkun, það fer engin í verkfall út af þessu. 15þ er ekkert til að hlægja að en það er t.d. of lítið fyrir mig til að telja það inn þegar strákurinn á eftir að nota tölvuna í 3 ár, 5k á ári, undir 500kr. á mánuði í þann tíma.

Annars vissi ég ekki að munurinn væri meiri, 15% er ekkert, skjákortið er löngu byrjað að vera flöskuháls á hárri upplausn í leikjun myndi ég telja.


--
|| Core9 - 8800 - 5090 - ||