Þetta er svo einfalt að ég skil ekki þetta "Nonesense" rugl...
- Framleiðandi ábyrgist vöruna "for life" en þar eru líklega margir skilmálar sbr. að versla minnin af qualified vendor o.s.frv.
- Neytendaábyrgð á Íslandi er svo skilgreind í lögum sem:
Ef neytandi leggur ekki fram kvörtun innan tveggja ára frá þeim degi er hann veitti söluhlut viðtöku getur hann ekki borið gallann fyrir sig síðar. Ef söluhlut, eða hlutum hans, er ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti er frestur til að bera fyrir sig galla fimm ár frá því að hlutnum var veitt viðtaka. Þetta gildir ekki ef seljandi hefur í ábyrgðaryfirlýsingu eða öðrum samningi tekið á sig ábyrgð vegna galla í lengri tíma. Frestir skv. 1. og 2. málsl. eiga ekki við ef um er að ræða galla skv. g-lið 2. mgr. 15. gr.
Þetta atriði hefurt m.a. verið túlkað þannig af kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa að ef móðurborð fer í fartölvu innan 5 ára þá skuli skipta um það á kostnað seljanda. Ef hreyfanlegir hlutir fara innan þriggja (eða tveggja) ára þá er það á ábyrgð seljanda.
En til viðmiðunar um hvort tæki "er ætlaður lengri endingartími en almennt gerist" þá er litið til verðs og "líftíma tækja". Þar sem tölvur endast að jafnaði helvíti lengi þó að þær séu tæknilega úreltar fyrir nýjustu leikina og grafíska vinnslu, þá verður að miða við að lögin ná til búnaðar allt frá vekjaraklukku úr TIGER yfir í það dýrasta og flottasta búnaðar sem keyptur er fyrir heimilið.
Tölvur eru því t.d. dýrari en þvottavélar og þurrkarar sem eiga samt að endast a.m.k. 10 ár og fyrir vikið er ekki óeðlilegt að krefjast þess að söluaðilar beri ábyrgð á búnaðinum í svolítið langan tíma.
Ef maður kaupir íhluti þá er ábyrgðin önnur enda er íhlutur EKKI heilstætt tæki heldur hluti af tæki.
Fyrir vikið þá ættu verslanir að leggja XX% ábyrgðarálag á allar tölvur sem seldar eru samsettar þar sem ábyrgðin á þeim er mun meiri en á íhlutunum stökum.
Þetta er ástæðan fyrir því að það eru/voru innsigli á forsamsettum vélum og þannig ætti þetta að vera "fiktarar njóta ekki ábyrgðar".
En sú verslun sem mun gera þetta mun hafa traustari rekstrargrundvöll, bæði þar sem hún mun geta selt íhlutina ódýrari til okkar fiktarana og hún mun geta höndlað ábyrgðarmál mun hraðar og betur en samkeppnisaðilarnir fyrst hún er búin að "fjármagna" ábyrgðarmálin fyrirfram.