Eftir að hafa notað nýju útgáfuna nokkra daga get ég staðfest það að gervigreindarofskynjanir lifa enn góðu lífi. T.d. spurði ég hvort að Romario og Zico hafi einhvern tíman spilað saman leik, og fékk þau svör að þeir hafi spilað saman í landsliðinu undir lok 9. áratugarins, t.d. á Copa America 1987. Forritið sjálft býður mér svo möguleikann á að fá nákvæman lista yfir þá leiki sem þeir spila saman, en þegar ég bið um hann þá segir það hins vegar að Zico og Romario spiluðu aldrei saman (Zico spilaði ekki með Brasilíu á Copa America 1987).
Aðeins seinna spyr ég svo hvort að Claudio Caniggia hafi spilað á HM 1998, og forritið svarar já, en aðeins einu sinni sem skiptimaður í leiknum gegn Jamaíka, og að hann hafi skorað tvö mörk í leiknum. Ég bið líka um samantekt yfir þá sóknarmenn sem spiluðu fyrir Argentínu á mótinu. Örlítið seinna gerir forritið fyrir mig samantekt af því hvaða leikmenn spiluðu í hvaða leikjum. Í fyrsta lagi eru bara tveir leikir í þeirri samantekt, þó svo liðið spilaði fimm leiki á mótinu. Í öðru lagi er í báðum leikjum nefndur Claudio Lopez í sókninni, en hann var ekki með í samantektinni yfir sóknarmenn Argentínu á mótinu.
Eftir stutta Google-leit kemur í ljós að Caniggia var ekki með í leikmannahóp Argentínu (virðist hafa verið vegna persónulegs ósættis milli hans og Passarella), og svaraði forritið upprunalegu spurningunni um þátttöku hans rangt, og skáldaði svo algjöra vitleysu um að hann hafi setið á bekknum, en komið inn og skorað tvö mörk gegn Jamaíka (í raun var það Ortega sem skoraði þessi tvö mörk).
Þessi forrit eiga enn langt í land til að hægt sé að nota þau til að taka saman upplýsingar með þeim hætti að hægt sé að treysta þeim. Líklega er 90% af því sem maður les satt og rétt, en það er alveg ómögulegt að lesa eitthvað þar sem maður veit að einhver svartasta kolvitleysa liggur fyrir manni eins og gildra. Það verður til þess að maður getur engu treyst, og upplýsingarnar eru því vitagagnslausar.
GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?
Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?
AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580