45% Tesla Y standast ekki skoðun eftir 4 ár
-
appel
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5986
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1094
- Staða: Ótengdur
45% Tesla Y standast ekki skoðun eftir 4 ár
Býst við að bilanatíðnin sé sú sama á Íslandi
Eigendur rafbíla af gerðinni Tesla og þá sérstaklega af gerðinni Tesla Y eru hvattir til þess að fylgjast vel með ástandi bíla sinna af hálfu FÍB. Tilefnið eru fréttir af því að tæplega helmingur Tesla Y bíla komist ekki í gegnum fyrstu skoðun í Danmörku.
Að um 45 prósent af bifreiðunum fá þá athugasemd í aðalskoðun og sérstaklega er verið að benda á að það sé slit í hjólabúnaði, slit í stýri og bremsur séu ábótavant og að ljósastillingar séu heldur ekki í lagi.
https://www.visir.is/g/20262834556d/bys ... a-is-landi
Þetta er alveg svakalegt. Vanalega held ég að flestir bílar komist svona nýlegir í gegnum sína fyrstu skoðun.
Er þetta í ábyrgð hjá Teslu? 5 ára ábyrgð, bæta þeir þetta?
Væntanlega er þetta vegna þess að bílarnir eru þyngri en hefðbundnir bensínbílar.
Feginn að halda mig á gamalli toyotu með reynslu.
Eigendur rafbíla af gerðinni Tesla og þá sérstaklega af gerðinni Tesla Y eru hvattir til þess að fylgjast vel með ástandi bíla sinna af hálfu FÍB. Tilefnið eru fréttir af því að tæplega helmingur Tesla Y bíla komist ekki í gegnum fyrstu skoðun í Danmörku.
Að um 45 prósent af bifreiðunum fá þá athugasemd í aðalskoðun og sérstaklega er verið að benda á að það sé slit í hjólabúnaði, slit í stýri og bremsur séu ábótavant og að ljósastillingar séu heldur ekki í lagi.
https://www.visir.is/g/20262834556d/bys ... a-is-landi
Þetta er alveg svakalegt. Vanalega held ég að flestir bílar komist svona nýlegir í gegnum sína fyrstu skoðun.
Er þetta í ábyrgð hjá Teslu? 5 ára ábyrgð, bæta þeir þetta?
Væntanlega er þetta vegna þess að bílarnir eru þyngri en hefðbundnir bensínbílar.
Feginn að halda mig á gamalli toyotu með reynslu.
*-*
-
rapport
- Kóngur
- Póstar: 8753
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1405
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: 45% Tesla Y standast ekki skoðun eftir 4 ár
Það halda allir að Teslur séu viðhaldsfríar...
Síðast breytt af rapport á Mán 26. Jan 2026 21:53, breytt samtals 1 sinni.
Re: 45% Tesla Y standast ekki skoðun eftir 4 ár
Það er sem er ekki í ábyrgð er örugglega ódýrara að gera við heldur en að borga 60-100 þúsund á ári í 4 ár fyrir "þjónustuskoðanir" hjá umboðunum.
-
Televisionary
- FanBoy
- Póstar: 788
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: 45% Tesla Y standast ekki skoðun eftir 4 ár
Ég er með 10 ára gamlan Model S, sem kom frá Noregi árið 2022. Aldrei fengið á hann endurskoðun. Fór með hann til Tesla áður en það kom að skoðun síðast. Þeir gerðu við þetta smotterí sem var að. Bíllinn er keyrður 160 þúsund, Við fjölskyldan höfum keyrt hann á malbiki frá því við fengum hann keyrðan 75 þúsund km.
En bílar eru ekki viðhaldsfríir það er af og frá. En alla daga skal ég skipta við Tesla umfram önnur umboð og/eða verkstæði.
Það er fullt af bílum sem maður hefur rekist á sem eru mun yngri en minn og ryð farið að myndast við sílsa. Fullt af fólki sem póstar myndum af bílunum sínum úr óbyggðum. Gleymi ekki snillingnum sem ég mætti í sumar á grýttum fjallveg á Model Y, ég var á 37" breyttum bíl þarna og hefði ekki viljað vera á minna en 33" í það minnsta.
Hef nú ekki átt marga bíla um dagana en viðmótið sem ég fæ að öllu jöfnu er frábært frá Tesla. Það er í það minnsta gleði á mínum bæ við að hafa fengið þennan framleiðanda til landsins.
En bílar eru ekki viðhaldsfríir það er af og frá. En alla daga skal ég skipta við Tesla umfram önnur umboð og/eða verkstæði.
Það er fullt af bílum sem maður hefur rekist á sem eru mun yngri en minn og ryð farið að myndast við sílsa. Fullt af fólki sem póstar myndum af bílunum sínum úr óbyggðum. Gleymi ekki snillingnum sem ég mætti í sumar á grýttum fjallveg á Model Y, ég var á 37" breyttum bíl þarna og hefði ekki viljað vera á minna en 33" í það minnsta.
Hef nú ekki átt marga bíla um dagana en viðmótið sem ég fæ að öllu jöfnu er frábært frá Tesla. Það er í það minnsta gleði á mínum bæ við að hafa fengið þennan framleiðanda til landsins.
-
Lexxinn
- /dev/null
- Póstar: 1484
- Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
- Reputation: 184
- Staðsetning: Júpíter
- Staða: Ótengdur
Re: 45% Tesla Y standast ekki skoðun eftir 4 ár
Er á Ioniq5, fyrsta skoðun í ár. Hefði ekki farið athugasemdalaust ef ekki fyrir þjónustuskoðanir og athugasemdir þaðan. Bílar bila og slithlutir slitna. Tesla krefst einskis eftirlits og því ætti það ekki að koma neinum á óvart að bílarnir fái athugasemdir.
Re: 45% Tesla Y standast ekki skoðun eftir 4 ár
Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart, og ástæðan fyrir þessu er einföld og er sama ástæðan fyrir því að þessir bílar éta upp dekk eins og enginn er morgundagurinn: Afl.
Þú ert ekki með bíl sem er eins kraftmikill og flestar Teslur eru, og gefa frá sér kraftinn á eins auðveldan hátt, án þess að mölva fjöðrunina. Tala nú ekki um hvernig flestir Teslu eigendur keyra bílana sína. í stuttu máli, ef þú ert leigubílstjóri hættu að gefa bílnum svona mikið inn. Bæði hata farþegarnir þetta, þú ert ekki að spara tíma, og þú ert að eyðileggja bæði bíllinn og dekkin þín.
Nýr Model Y performance er 3,5 sekondur uppí hundrað og er 2000kg. Ef það er verið að fara á inngjöfina reglulega þá eru allir þessir litlu gúmibitar í fjöðrunini að fara verða að litlu frekar fljótt. Venjuleg fólksbílafjöðrun er ekki hönnuð til að gefa svona mikilli þyngd svona mikla hröðun.
Það hefur verið meme alveg frá 2012 þegar fyrsti S bíllinn kom, að henda þessum bílum uppá lyftu og sjá hvort það er hægt að rugga dekkjunum fram og til baka, sem á auðvitað alls ekki að vera hægt.
Þeir bílar sem komast í gegnum skoðun án athugasemda eru þeir sem er búið að keyra rólega. Ekki það, þessir bílar eru algjört drasl á marga vegu.
Það er ástæða afhverju aðrir rafbíla framleiðendur eru ekki graðir og Tesla að gefa bílunum sínum 1000 hestöfl. Sama ástæða afhverju það er speed limiter á öllum bílum, bílarnir geta komist hraðar, þeir einfaldlega höndla það ekki á öruggan eða áreiðanlegan hátt. Alveg eins og Teslur höndla ekki allan þenna kraft og hafa fjöðrun sem dugar til margra ára.
Þú ert ekki með bíl sem er eins kraftmikill og flestar Teslur eru, og gefa frá sér kraftinn á eins auðveldan hátt, án þess að mölva fjöðrunina. Tala nú ekki um hvernig flestir Teslu eigendur keyra bílana sína. í stuttu máli, ef þú ert leigubílstjóri hættu að gefa bílnum svona mikið inn. Bæði hata farþegarnir þetta, þú ert ekki að spara tíma, og þú ert að eyðileggja bæði bíllinn og dekkin þín.
Nýr Model Y performance er 3,5 sekondur uppí hundrað og er 2000kg. Ef það er verið að fara á inngjöfina reglulega þá eru allir þessir litlu gúmibitar í fjöðrunini að fara verða að litlu frekar fljótt. Venjuleg fólksbílafjöðrun er ekki hönnuð til að gefa svona mikilli þyngd svona mikla hröðun.
Það hefur verið meme alveg frá 2012 þegar fyrsti S bíllinn kom, að henda þessum bílum uppá lyftu og sjá hvort það er hægt að rugga dekkjunum fram og til baka, sem á auðvitað alls ekki að vera hægt.
Þeir bílar sem komast í gegnum skoðun án athugasemda eru þeir sem er búið að keyra rólega. Ekki það, þessir bílar eru algjört drasl á marga vegu.
Það er ástæða afhverju aðrir rafbíla framleiðendur eru ekki graðir og Tesla að gefa bílunum sínum 1000 hestöfl. Sama ástæða afhverju það er speed limiter á öllum bílum, bílarnir geta komist hraðar, þeir einfaldlega höndla það ekki á öruggan eða áreiðanlegan hátt. Alveg eins og Teslur höndla ekki allan þenna kraft og hafa fjöðrun sem dugar til margra ára.
-
DJOli
- Vaktari
- Póstar: 2181
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
- Reputation: 198
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: 45% Tesla Y standast ekki skoðun eftir 4 ár
Nú veit ég ekki nákvæmlega hversu mikið er til í þessu, ekki að ég sé hrifinn af Teslum eða myndi nokkurntíma koma þeim til varnar, hinsvegar vitum við öll að það eru ýmis þekkt vandamál með teslur, þmt og ekki takmarkað við ódýra og oft á tímum slæma og endingarlélega hönnun og verklag.
Það er vonandi enginn búinn að gleyma að panelgap er ennþá þekkt vandamál á Teslum.
Eini framleiðandinn sem kom verr út en Tesla árið 2023 með fleiri vandamál tilkynnt per bíl, var Polestar. Þá var meðaltalið 192 vandamál per bíl, Tesla með 257 og Polestar með 313.
Það er vonandi enginn búinn að gleyma að panelgap er ennþá þekkt vandamál á Teslum.
Eini framleiðandinn sem kom verr út en Tesla árið 2023 með fleiri vandamál tilkynnt per bíl, var Polestar. Þá var meðaltalið 192 vandamál per bíl, Tesla með 257 og Polestar með 313.
i7-11700KF|64gb(2x32gb) ddr4|RTX 4060Ti-16gb|2tb Samsung 990 Evo Plus nvme m.2|1tb Samsung 990 Evo nvme m.2|Corsair HX1200
-
blitz
- Of mikill frítími
- Póstar: 1812
- Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
- Reputation: 147
- Staða: Ótengdur
Re: 45% Tesla Y standast ekki skoðun eftir 4 ár
Ég er á 2023 Model Y og er ótrúlega ánægður með allt, sérstaklega þjónustuna hjá Tesla.
Lenti í því að það sullaðist vökvi ofan á rúðutakkann frammí sem leiddi til þess að hann skemmdist. Sendi inn þjónustubeiðni til Tesla 5. september, fékk "mobile service" tíma 6. september þar sem aðili frá Tesla kom upp í vinnu, setti bílinn í service mode og græjaði þetta úti á plani. Ég þurfti ekki að gera neitt annað en að svara 2-3 skilaboðum í gegnum appið.
Kostnaðurinn? 9.754 kr. fyrir varahlutinn og vinnuna.
Lenti í því að það sullaðist vökvi ofan á rúðutakkann frammí sem leiddi til þess að hann skemmdist. Sendi inn þjónustubeiðni til Tesla 5. september, fékk "mobile service" tíma 6. september þar sem aðili frá Tesla kom upp í vinnu, setti bílinn í service mode og græjaði þetta úti á plani. Ég þurfti ekki að gera neitt annað en að svara 2-3 skilaboðum í gegnum appið.
Kostnaðurinn? 9.754 kr. fyrir varahlutinn og vinnuna.
Síðast breytt af blitz á Þri 27. Jan 2026 09:04, breytt samtals 1 sinni.
PS4
Re: 45% Tesla Y standast ekki skoðun eftir 4 ár
appel skrifaði:Býst við að bilanatíðnin sé sú sama á Íslandi
Eigendur rafbíla af gerðinni Tesla og þá sérstaklega af gerðinni Tesla Y eru hvattir til þess að fylgjast vel með ástandi bíla sinna af hálfu FÍB. Tilefnið eru fréttir af því að tæplega helmingur Tesla Y bíla komist ekki í gegnum fyrstu skoðun í Danmörku.
Að um 45 prósent af bifreiðunum fá þá athugasemd í aðalskoðun og sérstaklega er verið að benda á að það sé slit í hjólabúnaði, slit í stýri og bremsur séu ábótavant og að ljósastillingar séu heldur ekki í lagi.
https://www.visir.is/g/20262834556d/bys ... a-is-landi
Þetta er alveg svakalegt. Vanalega held ég að flestir bílar komist svona nýlegir í gegnum sína fyrstu skoðun.
Er þetta í ábyrgð hjá Teslu? 5 ára ábyrgð, bæta þeir þetta?
Væntanlega er þetta vegna þess að bílarnir eru þyngri en hefðbundnir bensínbílar.
Feginn að halda mig á gamalli toyotu með reynslu.
Er ekki áatæðan fyrir þessu að fólk notar ekki og endurnýjar ekki bremsurnar sínar? Ef fólk er alltaf að nota rafmótorinn í akstri þá væntanlega ryðgar bremsubunaðurinn í drasl.
Eg hef alltaf heyrt að fólk á rafbílum verða passa nota bremsurnar reglulega.
-
Snorrlax
- Fiktari
- Póstar: 62
- Skráði sig: Sun 30. Des 2012 22:04
- Reputation: 6
- Staðsetning: ísland
- Staða: Ótengdur
Re: 45% Tesla Y standast ekki skoðun eftir 4 ár
Televisionary skrifaði:Ég er með 10 ára gamlan Model S, sem kom frá Noregi árið 2022. Aldrei fengið á hann endurskoðun. Fór með hann til Tesla áður en það kom að skoðun síðast. Þeir gerðu við þetta smotterí sem var að. Bíllinn er keyrður 160 þúsund, Við fjölskyldan höfum keyrt hann á malbiki frá því við fengum hann keyrðan 75 þúsund km.
...
Það er fullt af bílum sem maður hefur rekist á sem eru mun yngri en minn og ryð farið að myndast við sílsa.
.....
Model S er reyndar ekki sambærilegur Model Y, bodyið er gert alfarið úr áli í Model S og þar af leiðandi ryðgar ekki eins og hefðbundinn bíll. Á meðan Model Y er búinn til mest megnis úr mildu stáli. Þar að auki eru Model S talsvert meiri lúxus bílar og betur smíðaðir heldur en Y, myndi persónulega miklu frekar vilja eiga Model S heldur en Model Y :Þ
Model Y er smíðaður og hannaður eins ódýrt og þeir mögulega komast upp með, allt er skoðað og sagt "hvernig getum við gert þetta ódýrara?
"Hef séð nokkrar Model 3 teslur með ryðgaða sílsa, þeir eru einmitt að nálgast þann aldur.
i5 4670K//R9 290//Gigabyte GA-Z87-D3HP//Crucial Ballistix Sport (4x8GB)-----HD650//Mad Dogs//Porta Pro//CX 5.00// HD 4.30//M-Audio BX8
Re: 45% Tesla Y standast ekki skoðun eftir 4 ár
Alltaf þegar ég sest í Teslu verð ég fyrir vonbrigðum því eftirvæntingarnar eru svo miklar (enda tala margir um að þetta séu bestu bílar í heimi). Veghljóð, brak í innréttingu, og almennt ekkert mind blowing mv. aðra rafmagnsbíla sem ég hef prufað.
Það er þó eitt sem Tesla mega eiga er að flest allir virðast vera fá mjög góða þjónustu.
Í sumar kaupi ég MG ZS, rétt tæplega 3 ára gamall. Um leið og ég kaupi hann tek ég eftir nokkrum minniháttar hlutum sem ég taldi að þyrfti að skoða, eitt af því tengist stýrinu - daginn eftir að ég kaupi bílinn mæti ég til BL, nefni þessa nokkra hluti, þau taka niður nafn og síma og segja að þau verði í bandi. Heyri aldrei frá þeim. Ég heyri ítrekað varðandi þetta mál (mæti á staðinn, hringi, email og eitthvað form á síðunni) og þeir hafa aldrei aftur samband.
Síðan fer bíllinn í 3 ára þjónustuskoðun, það þarf að skipta um spyrnur en núna er bílinn 3 ára og 2 mánaða gamall og þótt spyrnur séu í 3 ára ábyrgð þá þá rann sú ábyrgð út fyrir 2 mánuðum.
Ég heyri í félaga mínum sem vann á verkstæðin hjá BL, vildi vita hvort þetta væri í alvörunni eðlilegt - en hann nefnir þá eitt sem mér fannst mjög áhugavert. Hann er á Teslu, og hann var að koma úr 3 ára checkup. Þegar hann bókaði tímann þá er hringt í hann og honum er sagt að koma 2 vikum fyrr því þá eru X og Y hlutir í ábyrgð. Það var mjög heppilegt því það sparaði honum tæpar 300.000 kr sem hann hefði annars þurft að borga.
Bróðir hans afa á líka Teslu fór einnig með bílinn í check hjá þeim, þeir spurðu hvort það væri eitthvað sem þeir ættu að athuga sérstaklega, hann nefnir eitthvað smá skrítið hljóð aftast í bílnum en truflar hann ekkert þannig - nú man ég ekkert hvað vandamálið var, en það var skipt um helling af hlutum og þetta þetta hefði verið rúmlega 1.000.000 kr viðgerð en hann fékk í ábyrgð.
Á sama er pabbi á nýlegum Land Rover Defender (örugglega búinn að kaupa 20-25 bíla hjá BL), það er smá víbringur þegar hann bremsar, lætur skoða bílinn, bremsur ekki í ábyrgð, og þarf að borgar 250.000 kr fyrir viðgerðina - og það gerist svo aftur stuttu seinna (innan við 1.000 km) og þeir ætla að rukka hann aðrar 250.000 kr - sem hann augljóslega tók ekki í mál.
Tek það fram, af örugglega 20 Tesla eigendum sem ég þekki, þá eru 2 sem voru verulega óánægð með þjónustuna hjá Teslu - en ég þekki engann sem hefur verið verulega ánægður með þjónustuna hjá öðrum umboðum nema kannski Toyota.
Það er þó eitt sem Tesla mega eiga er að flest allir virðast vera fá mjög góða þjónustu.
Í sumar kaupi ég MG ZS, rétt tæplega 3 ára gamall. Um leið og ég kaupi hann tek ég eftir nokkrum minniháttar hlutum sem ég taldi að þyrfti að skoða, eitt af því tengist stýrinu - daginn eftir að ég kaupi bílinn mæti ég til BL, nefni þessa nokkra hluti, þau taka niður nafn og síma og segja að þau verði í bandi. Heyri aldrei frá þeim. Ég heyri ítrekað varðandi þetta mál (mæti á staðinn, hringi, email og eitthvað form á síðunni) og þeir hafa aldrei aftur samband.
Síðan fer bíllinn í 3 ára þjónustuskoðun, það þarf að skipta um spyrnur en núna er bílinn 3 ára og 2 mánaða gamall og þótt spyrnur séu í 3 ára ábyrgð þá þá rann sú ábyrgð út fyrir 2 mánuðum.
Ég heyri í félaga mínum sem vann á verkstæðin hjá BL, vildi vita hvort þetta væri í alvörunni eðlilegt - en hann nefnir þá eitt sem mér fannst mjög áhugavert. Hann er á Teslu, og hann var að koma úr 3 ára checkup. Þegar hann bókaði tímann þá er hringt í hann og honum er sagt að koma 2 vikum fyrr því þá eru X og Y hlutir í ábyrgð. Það var mjög heppilegt því það sparaði honum tæpar 300.000 kr sem hann hefði annars þurft að borga.
Bróðir hans afa á líka Teslu fór einnig með bílinn í check hjá þeim, þeir spurðu hvort það væri eitthvað sem þeir ættu að athuga sérstaklega, hann nefnir eitthvað smá skrítið hljóð aftast í bílnum en truflar hann ekkert þannig - nú man ég ekkert hvað vandamálið var, en það var skipt um helling af hlutum og þetta þetta hefði verið rúmlega 1.000.000 kr viðgerð en hann fékk í ábyrgð.
Á sama er pabbi á nýlegum Land Rover Defender (örugglega búinn að kaupa 20-25 bíla hjá BL), það er smá víbringur þegar hann bremsar, lætur skoða bílinn, bremsur ekki í ábyrgð, og þarf að borgar 250.000 kr fyrir viðgerðina - og það gerist svo aftur stuttu seinna (innan við 1.000 km) og þeir ætla að rukka hann aðrar 250.000 kr - sem hann augljóslega tók ekki í mál.
Tek það fram, af örugglega 20 Tesla eigendum sem ég þekki, þá eru 2 sem voru verulega óánægð með þjónustuna hjá Teslu - en ég þekki engann sem hefur verið verulega ánægður með þjónustuna hjá öðrum umboðum nema kannski Toyota.
Re: 45% Tesla Y standast ekki skoðun eftir 4 ár
chaplin skrifaði:Tek það fram, af örugglega 20 Tesla eigendum sem ég þekki, þá eru 2 sem voru verulega óánægð með þjónustuna hjá Teslu - en ég þekki engann sem hefur verið verulega ánægður með þjónustuna hjá öðrum umboðum nema kannski Toyota.
Þekki 3 sem gáfust upp á teslum vegna vafasamrar þjónustu og galla sem ekki var hægt að gera við. Tveir mígláku og hinn var með eitthvað rafvesen þannig að skot og gluggar opnuðust randomly. Þeir voru allir á bílum sem voru búnir til í USA (~2020 árgerð) og ég hef heyrt minna um svona lagað í nýrri bílunum sem eru settir saman í Kína eða Evrópu.
Re: 45% Tesla Y standast ekki skoðun eftir 4 ár
chaplin skrifaði:Síðan fer bíllinn í 3 ára þjónustuskoðun, það þarf að skipta um spyrnur en núna er bílinn 3 ára og 2 mánaða gamall og þótt spyrnur séu í 3 ára ábyrgð þá þá rann sú ábyrgð út fyrir 2 mánuðum.
Ég heyri í félaga mínum sem vann á verkstæðin hjá BL, vildi vita hvort þetta væri í alvörunni eðlilegt - en hann nefnir þá eitt sem mér fannst mjög áhugavert. Hann er á Teslu, og hann var að koma úr 3 ára checkup. Þegar hann bókaði tímann þá er hringt í hann og honum er sagt að koma 2 vikum fyrr því þá eru X og Y hlutir í ábyrgð. Það var mjög heppilegt því það sparaði honum tæpar 300.000 kr sem hann hefði annars þurft að borga.
Er samt með huge spurningmerki að það þurfi að skipta um spyrnu í bíl eftir bara þrjú ár.
Sömuleiðis að það þarf að fara gera við þriggja ára Teslu fyrir 300þús.
Uppá forvitnina, hvað var þessi MG keyrður?
Re: 45% Tesla Y standast ekki skoðun eftir 4 ár
gaui- skrifaði:Þekki 3 sem gáfust upp á teslum vegna vafasamrar þjónustu og galla sem ekki var hægt að gera við. Tveir mígláku og hinn var með eitthvað rafvesen þannig að skot og gluggar opnuðust randomly. Þeir voru allir á bílum sem voru búnir til í USA (~2020 árgerð) og ég hef heyrt minna um svona lagað í nýrri bílunum sem eru settir saman í Kína eða Evrópu.
Já ég veit ekki hvað vandamálið var hjá þessum tveimur sem ég þekki, en ég man 2021-ish þá skutlaði ég pabba á réttingarverkstæði upp á höfða, þar inni voru 5-6 glænýjar Teslur - ef ég man rétt þá var lekavandamál á þeim öllum, önnur hvor hurðin að aftan lokaðist ekki alveg 100% sem er augljóslega ekki "ideal" þegar það er rigning. Einnig þegar skottið var opnað þá allt vatn á skotthleranum í skottið.
En hef heyrt það sama, USA Teslur hafa verið með vandamál en þær sem eru framleiddar í Kína og Þýskalandi (minnir mig) eru öllu skárri.
Henjo skrifaði:
Er samt með huge spurningmerki að það þurfi að skipta um spyrnu í bíl eftir bara þrjú ár.
Sömuleiðis að það þarf að fara gera við þriggja ára Teslu fyrir 300þús.
Uppá forvitnina, hvað var þessi MG keyrður?
Það er það nákvæmlega sama og allir hafa sagt. En fyrst þegar BL sögðu mér hvað væri bilað var mér sagt að stýrisendarnir væru orðnir slitnir, þegar ég mætti á staðinn var mér sagt að það væru önnur spyrnan en best að skipta um báðar. Hvað sem það er, þá hefur mér ekki tekist að fá þetta í ábyrgð þótt ég hafi ítrekað haft samband og beðið um svör á meðan bílinn var í ábyrgð, en fæ 20-30% afslátt af viðgerðinni svo ég verð bara að taka því.
Hann er ekinn 47.000 km.
Re: 45% Tesla Y standast ekki skoðun eftir 4 ár
Afhverju eru kínverskir rafbílar ekki ódýrari á Íslandi? Eru einhverjir tollar á þeim?
-
appel
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5986
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1094
- Staða: Ótengdur
Re: 45% Tesla Y standast ekki skoðun eftir 4 ár
absalom86 skrifaði:Afhverju eru kínverskir rafbílar ekki ódýrari á Íslandi? Eru einhverjir tollar á þeim?
Já, einmitt, ég hélt að þeir voru svo miklu ódýrari heldur en Tesla, t.d. þessir BYD. En eru bara í svipuðum verðflokk.
Skv AI þá er helsta skýringin sú að á kína-markaðnum græðir BYD bara um $1300 per bíl (profit margin) and í Evrópu komast þeir upp með profit-margin upp á $14.000, þar sem samkeppnin er dýrari.
Þannig hví eru BYD bílar svona dýrir hér? Því aðrir bílar eru það einnig. Skondið.
En segir okkur doldið mikið hvað þeir geta lækkað bílana mikið og stútað samkeppninni.
Annars eru þá erlendir kaupendur BYD að niðurgreiða þá fyrir kína-markað.
Síðast breytt af appel á Þri 27. Jan 2026 19:20, breytt samtals 1 sinni.
*-*
-
cocacola123
- Ofur-Nörd
- Póstar: 254
- Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
- Reputation: 16
- Staða: Ótengdur
Re: 45% Tesla Y standast ekki skoðun eftir 4 ár
chaplin skrifaði:Í sumar kaupi ég MG ZS, rétt tæplega 3 ára gamall. Um leið og ég kaupi hann tek ég eftir nokkrum minniháttar hlutum sem ég taldi að þyrfti að skoða, eitt af því tengist stýrinu - daginn eftir að ég kaupi bílinn mæti ég til BL, nefni þessa nokkra hluti, þau taka niður nafn og síma og segja að þau verði í bandi. Heyri aldrei frá þeim. Ég heyri ítrekað varðandi þetta mál (mæti á staðinn, hringi, email og eitthvað form á síðunni) og þeir hafa aldrei aftur samband.
Hahah nákvæmlega sama hér!
Keyptur í sumar og hafði samband útaf minniháttar dóti (smell í stýri og hraða á hraðhleðslu).
Fékk í raun bara hótanir um að þurfa borga x og x og x ef að hann yrði skoðaður og þetta væri ekki ábyrgðarmál.
Mjög ánægður með bílinn en mun örugglega velja teslu næst til að forðast svona vesen.
Drekkist kalt!
-
Televisionary
- FanBoy
- Póstar: 788
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: 45% Tesla Y standast ekki skoðun eftir 4 ár
Er á þriðju Teslunni og fjórða rafmagnsbílnum.
Kaupi örugglega Model S aftur.
En meðan það eru ekki alvöru handföng á 3 og Y og þetta leiðinlega hleðslulok í umgengni. Þá nenni ég þeim ekki. Nenni ekki að mixa drasl frá þriðja aðila til að laga þessa hluti.
Magnað að sjá nýlega MG bíla fulla af raka og tilheyrandi móðu. Það er einn svona bíll í nærumhverfinu. Þetta segir heilmikið um hversu þetta á lítið erindi hingað á hjara veraldar. En fólk lætur plata sig í ýmisleg. Alls kyns dót frá Kína sem verður ekki stutt eða þjónustað.
Ég get uppfært tölvuna í Model S 2015 árgerð. Mér finnst það alveg magnað.
Kaupi örugglega Model S aftur.
En meðan það eru ekki alvöru handföng á 3 og Y og þetta leiðinlega hleðslulok í umgengni. Þá nenni ég þeim ekki. Nenni ekki að mixa drasl frá þriðja aðila til að laga þessa hluti.
Magnað að sjá nýlega MG bíla fulla af raka og tilheyrandi móðu. Það er einn svona bíll í nærumhverfinu. Þetta segir heilmikið um hversu þetta á lítið erindi hingað á hjara veraldar. En fólk lætur plata sig í ýmisleg. Alls kyns dót frá Kína sem verður ekki stutt eða þjónustað.
Ég get uppfært tölvuna í Model S 2015 árgerð. Mér finnst það alveg magnað.
Re: 45% Tesla Y standast ekki skoðun eftir 4 ár
cocacola123 skrifaði:Hahah nákvæmlega sama hér!
Keyptur í sumar og hafði samband útaf minniháttar dóti (smell í stýri og hraða á hraðhleðslu).
Fékk í raun bara hótanir um að þurfa borga x og x og x ef að hann yrði skoðaður og þetta væri ekki ábyrgðarmál.
Mjög ánægður með bílinn en mun örugglega velja teslu næst til að forðast svona vesen.
Gaman að þú nefnir þetta, því þegar ég fór með hann í þjónustuskoðun ítrekaði ég að fá útskýringu með rafhlöðuna. Var þá búinn að skipta um 12v rafhlöðu sem var 2 daga gömul. Einnig vildi ég vita hvaða þetta skruðningshljóð væri að koma.
Mér er sagt að það kosti X og Y ef þetta er ekki ábyrgðarmál, en þar sem ég var 99% viss um að þetta væri hugbúnaður sem væri að valda því að rafhlaðan tæmdist hafði ég ekki miklar áhyggjur af því, og mv. að hátalarar væru en í 3 ára ábyrgð þá hafði ég sömuleiðis ekki áhyggjur því ég taldi þetta vera tweeter-inn hjá farþega að framan.
Fæ svo reikning upp á 70.000 kr, en 10% afslátt af því.
Í þeirri vinnu var að mæla hvort það væri verið að leiða út rafmagn, sem ég vissi að væri ekki málið því þá væri hann alltaf tómur, ekki bara stundum þegar ég hleð.
Á endanum segja þeir mér loksins að hleðslustöðin mín er að valda því að 12v rafhlaðan tæmist (þetta staðfestir Ísorka og ég vill nýta tækifærið að hrósa Ísorku fyrir frábæri þjónustu frá A-Ö) - ss. ef ég set bílinn í hleðslu kl 18:00, og fer ekki út daginn eftir fyrr en 10:00, þá er bílinn augljóslega full hlaðinn, en samskipti milli bílsins og hleðslustöðvarinnar klikka stundum og stöðin er ítrekað að ping-a bílinn (og þar með vekja tölvuna sem fær straum frá 12v rafhlöðunni) til að vita hver staðan sé. Ísorka skoðuðu loggana sína og sjá bara "Unknown error". Ég þarf því að passa að hafa scheduled charge í MG appinu eða passa að taka hann úr sambandi þegar hann er full hlaðinn.
Varðandi skruðningshljóðið þá tókur þeir hurðaspjaldið af og hertu á skrúfum, en þetta hljóð er ekki að koma frá hurðaspjaldinu.
Ég tek það fram að ég sé ekki að fara borga þennan reikninn og þeir fella hann niður.
En þetta "smell í stýri" er eitthvað sem ég vona að lagist með nýjum spyrnum, því ég mun aldrei fá svar frá BL hvað annað þetta gæti verið. Ef þú finnur út úr þessu þá máttu láta mig vita.
Þetta er allt saman rosalega leiðinlegt mál því ég er mjög ánægður með bílinn og væri búinn að breiða út boðskapinn ef þjónustan hefði verið betri.