Vextir - Snjóhengjan fellur!

Allt utan efnis
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8656
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1393
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf rapport » Mán 27. Okt 2025 18:25

appel skrifaði:
rapport skrifaði:
appel skrifaði:Seðlabankinn elskar þetta því það mun klárlega draga úr verðbólgu, því færri útlán því minni verðbólga. Hagkerfið er ekki að stækka, heldur að minnka, og þá skiptir máli að draga úr peningaframboði.


https://skemman.is/bitstream/1946/46924 ... 0Briem.pdf

Ég persónulega aðhyllist þessi nýklassísku fræði, hraði peninga x peningamagn í umferð = landsframleiðsla.

Hraði peninga = https://investors.wiki/is/velocity


Eins og þú segir, lágir vextir auka peningamagn í umferð og leiða til þennslu.


Það er alltílagi að auka peningamagn ef hagkerfið er að stækka, en hagkerfið á Íslandi er stopp, það minnkaði á síðasta ári, og erum að slefa rétt yfir 0% á þessu ári, kannski förum við í mínus. Þannig að ef þú eykur peningamagn í hagkerfi sem er að minnka, þá færðu bara óðaverðbólgu. Þannig að það þarf að skrúfa fyrir alla krana.

Mér hugnast heldur ekkert allir þessir skattar sem sósíalistastjórnin er að setja á okkur. Þetta er eitur fyrir hagkerfið. Það er einsog þetta fólk fatti ekki að hér sé eiginlega komin kreppa.

En hvað húsnæðisverð varðar, þá væri fermeterinn líklega kominn í 2 milljónir ef Seðlabankinn hefði ekki stigið á bremsuna og stórhækkað stýrivexti. Húsnæðisverð er rétt svo að stoppa að hækka síðustu misseri, þrátt fyrir seðlabanki, bankar, og yfirvöld hafi stigið á bremsuna í útlánum. Það að húsnæðisverð hækki um 10-14% árlega er ekki sustainable. Ef húsnæðisverð hækkar um 10% á ári þá tekur það 24 ár fyrir íbúð sem kostar 100 milljónir í dag að kosta einn milljarð. Ef það hækkar um 14% á ári þá tekur það bara 17 ár. Veit ekki hvort þið séuð til í svona raunveruleika.

Ástandið sem er í dag, velti fyrir mér hvort það sé ekki bara eðlilegt ástand, og allt hitt er bara geðveikisástand.


Kreppan á Íslandi, er hún ekki mikið til tilkomin vegna ytri áhrifa sem væru jafnvel ívið minni ef við værum í EU?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8656
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1393
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf rapport » Mið 29. Okt 2025 14:36

Síðast breytt af rapport á Mið 29. Okt 2025 14:39, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8656
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1393
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf rapport » Sun 30. Nóv 2025 10:33

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025 ... markadinn/

Er þetta mögulega sniðug leið?

Að fólk fái fyrst lán fyrir 80% af eigninni og þurfi svo að kaupa seinustu 20% seinna eftir að fasteignin hefur hækkað í verði?

Persónulega þá þætti mér rétt að lífeyrissjóðir væru að bjóða sínum greiðendum svona lán, það er allt annarskonar viðskiptasamband milli lífeyrissjóðs og almenings en milli banka og almennings (það ætti a.m.k. að vera byggt á allt öðrum gildum).



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17183
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2358
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf GuðjónR » Sun 30. Nóv 2025 11:56

rapport skrifaði:https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/11/30/bruar_bil_fyrir_folk_inn_a_markadinn/

Er þetta mögulega sniðug leið?

Að fólk fái fyrst lán fyrir 80% af eigninni og þurfi svo að kaupa seinustu 20% seinna eftir að fasteignin hefur hækkað í verði?

Persónulega þá þætti mér rétt að lífeyrissjóðir væru að bjóða sínum greiðendum svona lán, það er allt annarskonar viðskiptasamband milli lífeyrissjóðs og almenings en milli banka og almennings (það ætti a.m.k. að vera byggt á allt öðrum gildum).


Ekkert sniðugt við þetta nema fyrir verktakann, hann mun græða á tá og fingri. Þetta ætti að vera ólöglegt.




Hizzman
Geek
Póstar: 884
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 157
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf Hizzman » Sun 30. Nóv 2025 12:03

Kúlulán? Étur eignamyndun og meira!? Hvað eru mörg ár áður en íbúðin fullveðsett í þetta (ó)lán?



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17183
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2358
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf GuðjónR » Sun 30. Nóv 2025 12:15

Ef eignin kostar 100 milljónir og verktakinn á 20 prósent (20 milljónir) þá borgar þú í raun „leigu“ af hans 20 milljónum í 10 ár með kauprétti að þessum 20 prósentum.

Segjum svo að fasteignaverð hafi þrefaldast á þessum 10 árum. Þá ert þú ekki lengur að fara að borga 20 milljónir heldur 60 milljónir.

Og hvað gerist ef þú vilt flytja innan 10 ára?
Eða ef verktakinn fer á hausinn?




falcon1
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 125
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf falcon1 » Sun 30. Nóv 2025 12:58

Svo er spurningin, hversu auðvelt verður að láta laga galla og slíkt þegar þú ert orðinn leiguhjú verktakans.



Skjámynd

rostungurinn77
Gúrú
Póstar: 528
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 171
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf rostungurinn77 » Sun 30. Nóv 2025 13:05

GuðjónR skrifaði:Ef eignin kostar 100 milljónir og verktakinn á 20 prósent (20 milljónir) þá borgar þú í raun „leigu“ af hans 20 milljónum í 10 ár með kauprétti að þessum 20 prósentum.

Segjum svo að fasteignaverð hafi þrefaldast á þessum 10 árum. Þá ert þú ekki lengur að fara að borga 20 milljónir heldur 60 milljónir.

Og hvað gerist ef þú vilt flytja innan 10 ára?
Eða ef verktakinn fer á hausinn?


100 milljón króna eignin kostar núna 300 milljónir.
Upphaflega lánið var 70 milljónir er það ekki?

Segjum að það sé verðtryggt og að verðbólga á þessum tíma sé 7% (hærra en meðaltal undanfarinna 10 ára)

Lánið, verðtryggt í 7% verðbólgu er núna í 86 milljónum.
Þú skuldar verktakanum 60 milljónir ef ég skil þetta rétt.

300 - 86 - 60 = 154

Þú átt núna meira en 50% í eigninni í gegnum verðhækkun.

Dæmið að ofan miðast við fyrstu kaupendur, verðtryggt lán á 4.75% föstum vöxtum til 20 ára hjá Landsbankanum.
Viðhengi
Screenshot 2025-11-30 at 12.54.05.png
Screenshot 2025-11-30 at 12.54.05.png (37.05 KiB) Skoðað 2607 sinnum
Screenshot 2025-11-30 at 12.59.50.png
Screenshot 2025-11-30 at 12.59.50.png (52.31 KiB) Skoðað 2607 sinnum
Screenshot 2025-11-30 at 13.00.09.png
Screenshot 2025-11-30 at 13.00.09.png (78.69 KiB) Skoðað 2607 sinnum
Screenshot 2025-11-30 at 13.00.27.png
Screenshot 2025-11-30 at 13.00.27.png (114.33 KiB) Skoðað 2607 sinnum



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17183
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2358
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf GuðjónR » Sun 30. Nóv 2025 14:09

rostungurinn77 skrifaði:******

Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta verður reiknað, þetta var bara gróf áætlun hjá mér.
Það hefur þó komið fram að þú þurfir að borga verktakanum leigu af hans 20 prósent hlut. Hvernig verður það reiknað?

Ef leiguverð af sambærilegri eign væri 400.000 krónur á mánuði þá þyrftir þú líklega að borga verktakanum 20 prósent af því, eða 80.000 krónur á mánuði, í verðtryggða leigu út allan tímann.

Gefum okkur að verðbólga verði 5 prósent árlega og reiknuð mánaðarlega, þá myndi þetta líklega líta svona út fyrir leigupartinn, áður en kemur að því að kaupa hlut hans á 60 milljónir.

Mánaðarleg verðbólga:
1.05^(1/12) minus 1 sem er 0.407 prósent á mánuði.

Upphafsleiga:
80.000 krónur sem hækkar í hverjum mánuði um þetta hlutfall.

Niðurstaða fyrir 10 ár eða 120 mánuði:
Heildargreiðsla á 10 árum: 12.349.053 kr
Mánaðargreiðslan eftir 10 ár: 129.783 kr



Skjámynd

rostungurinn77
Gúrú
Póstar: 528
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 171
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf rostungurinn77 » Sun 30. Nóv 2025 14:48

Kíkjum á frumheimildina bara. Heimasíðu Reir

https://reir20.is/reiknivel/

Hér er þetta miðað við 7% verðbólgu.

Hér er ekki hægt að gera ráð fyrir því að íbúðin verði 300 milljón króna virði.

Sést á reiknivélinni að þetta er mjög vond hugmynd ef verðbólgan er 7% yfir 10 ára tímabil með verðtryggðu láni. 7% meðalverðbólga er VEL yfir meðaltal síðustu 10 ára. Ef verðbólgan væri 5% (líklegra en samt yfir meðaltali) þá er eignamyndunin 15 milljónir á 10 árum. Ef lánið er óverðtryggt miðað við 7% verðbólgu er eignamyndunin 44 milljónir á 10 árum og 48 milljónir með 5% verðbólgu.


Miðað við að 10 milljónir séu lagðar út við kaup, eign kaupanda er þá eignamyndun + 10 milljónir eða 10 milljónir - rýrnun í hárri verðbólgu.



Þetta er allt háð þeirri forsendu að þróun fasteignaverðs verði 5% árlega sem miðað við árin á undan er líklegast nokkuð nærri lagi.
Viðhengi
Screenshot 2025-11-30 at 14.34.22.png
Screenshot 2025-11-30 at 14.34.22.png (59.08 KiB) Skoðað 2533 sinnum
Screenshot 2025-11-30 at 14.36.56.png
Screenshot 2025-11-30 at 14.36.56.png (104.67 KiB) Skoðað 2533 sinnum
Screenshot 2025-11-30 at 14.39.09.png
Screenshot 2025-11-30 at 14.39.09.png (49.33 KiB) Skoðað 2533 sinnum
Síðast breytt af rostungurinn77 á Sun 30. Nóv 2025 14:57, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17183
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2358
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf GuðjónR » Sun 30. Nóv 2025 18:14

Ef útreikningar eru flóknir þá er verið að fela eitthvað.
Þessi sjóður er ekki settur upp að góðmennsku, þetta er ekki tengt félagslegu kerfi, þetta er einkafyrirtæki að finna leið til að græða.
Það eru 1000 rauð flögg fyrir mig þarna.



Skjámynd

rostungurinn77
Gúrú
Póstar: 528
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 171
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf rostungurinn77 » Sun 30. Nóv 2025 20:01

Veit ekki hvað ætti að vera að fela.

Væntanlega sömu kvaðir á þessu og á fjármálafyrirtækjunum varðandi það að allur kostnaður liggi ljós fyrir í upphafi.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17183
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2358
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf GuðjónR » Sun 30. Nóv 2025 20:12

rostungurinn77 skrifaði:Veit ekki hvað ætti að vera að fela.

Væntanlega sömu kvaðir á þessu og á fjármálafyrirtækjunum varðandi það að allur kostnaður liggi ljós fyrir í upphafi.


Af því að það hefur virkað svo vel...
Allir þessir dómar sem hafa verið að falla undanfarið vegna ógagnsæis.

En ef fólk treystir þessu og vill fara þessa leið, þá bara verði þvi að góðu.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17183
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2358
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf GuðjónR » Sun 07. Des 2025 11:48

En ekki hvað...
Viðhengi
IMG_7247.jpeg
IMG_7247.jpeg (265.45 KiB) Skoðað 1605 sinnum



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3316
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 610
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 07. Des 2025 12:16

GuðjónR skrifaði:En ekki hvað...



Þegar banki fær skell í dómstólum og hlutabréfið hækkar… það segir manni allt sem segja þarf um Ísland.


Just do IT
  √

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17183
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2358
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf GuðjónR » Sun 07. Des 2025 12:38

Hjaltiatla skrifaði:
GuðjónR skrifaði:En ekki hvað...



Þegar banki fær skell í dómstólum og hlutabréfið hækkar… það segir manni allt sem segja þarf um Ísland.


Nákvæmlega!!!




falcon1
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 125
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf falcon1 » Sun 07. Des 2025 13:40

Mega bankarnir bara fara í svona hefndaraðgerðir?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8656
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1393
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf rapport » Þri 23. Des 2025 17:44

https://www.stjornarradid.is/default.as ... 5056bcde1f

Skjámynd 2025-12-23 172603.png
Skjámynd 2025-12-23 172603.png (20.19 KiB) Skoðað 599 sinnum


Ég hef aldrei skilið hvernig þetta bótakerfið hefur virkað...

Mér finnst þetta vera niðurgreiðsla sem fer beint í vasa bankanna og valda fasteignabólu sem færir gríðarlegan auð milli kynslóða, að unga fólkið okkar er að niðurgreiða neyslu eldri kynslóða.

Man eftir að hafa verið í skóla á námslánum og unnið bara á sumrin en þrátt fyrir það að bara frúin var að vinna þá fengum við í 6 eða 12 mánuði húsaleigubætur upp á 1200 kr. á mánuði af 50-60þ. leigu (2004 eða 2005), eina skiptið sem við fengum bætur, man að við greiddum svo fyrir þinglýsingu á húsaleigusamning til að fá "nei".

Hef svo aldrei verið nálægt því að eiga rétt á vaxtabótum þrátt fyrir að hafa skuldað 90% í fyrstu íbúðinni 2012 (17,2 af 19,2) og á sama tíma verið með 675þ. á mánuði (100% starf hjá LSH + aukavinna í skúringum) og frúin með 650þ. yfir sumarið á meðan hún var í námi.

Mér þætti miklu eðliegra að ríkið mudni ráðstafa þessum peningum til að byggja fasteignir um allt land til að tryggja framboð og halda fasteignaverði niðri.



Skjámynd

rostungurinn77
Gúrú
Póstar: 528
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 171
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf rostungurinn77 » Þri 23. Des 2025 21:35

rapport skrifaði:
Hef svo aldrei verið nálægt því að eiga rétt á vaxtabótum þrátt fyrir að hafa skuldað 90% í fyrstu íbúðinni 2012 (17,2 af 19,2) og á sama tíma verið með 675þ. á mánuði (100% starf hjá LSH + aukavinna í skúringum) og frúin með 650þ. yfir sumarið á meðan hún var í námi.



675 þúsund árið 2012 er nánast tvöföld meðallaun þess tíma og næstum því 1150 þúsund á verðlagi dagsins í dag. Bara svona til að setja þetta í samhengi. https://www.visir.is/g/20131440036d/lau ... m-var-2004

Mánaðarleg meðallaun voru í fyrra rúmar 343 þúsund krónur samanborið við rétt rúmar 358 þúsund krónur árið 2004 og tæpar 411 þúsund krónur árið 2007, allt á verðlagi miðað við árslok 2012.


Samkvæmt reiknivél vaxtabóta þá hefðuð þið hjónin líklegast mátt vera með hámark rúmar 5 milljónir í tekjur á ári samanlagt til að eiga rétt á bótum miðað við stærðirnar sem þú listar að ofan. Heildarmánaðarlaun um 417 þúsund. Hefðuð mátt vera með 5.5 milljónir (460 þús) en ekki 6 milljónir í heildarlaun á ári. Við 6 milljónir eru vaxtabæturnar komnar niður í 0.

Ég veit hins vegar ekkert hvernig vextir eða afborganir þínar af láninu voru þannig að ég verð bara að gefa mér að þetta sé 40 ára verðtryggt lán á 6% vöxtum til að fá einhverjar tölur.

Miðað við hjón með tekjustofn 5 milljónir sem skulda 17 milljónir af 19 og borga rúma milljón á ári í vexti þá hefðuð þið fengið 600 þúsund.
Vaxtabætur 2013 vegna tekjuársins 2012

Fjölskyldustaða: Hjón/sambúð

Hámark vaxtagjalda 1.200.000
Hámark vaxtabóta 600.000
Vaxtagjöld til útreiknings 1.040.000
Tekjustofn árið 2012 5.000.000
Eignastofn árið 2012 2.000.000
Eftirstöðvar 17.000.000
Vaxtagjöld 1.040.000
Skerðing vegna tekna (8,0%) 400.000
Vaxtabætur eftir skerðingu tekna 640.000
Skerðing vegna eigna (0,0%) 0
Vaxtabætur alls 600.000


https://www.skatturinn.is/einstaklingar ... vaxtabota/
Síðast breytt af rostungurinn77 á Þri 23. Des 2025 21:37, breytt samtals 1 sinni.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 670
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 119
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf dadik » Þri 23. Des 2025 22:24

Hjaltiatla skrifaði:
GuðjónR skrifaði:En ekki hvað...



Þegar banki fær skell í dómstólum og hlutabréfið hækkar… það segir manni allt sem segja þarf um Ísland.


Ekkert íslenskt við þetta. Þegar það ríkir óvissa í rekstri fyrirtækis þá kemur það fram í verðinu. Þegar óvissan er frá færist verðið á þann stað sem þykir eðlilegt miðað við rekstrarafkomu.

Þetta er eins og að kaupa notaðan bíl. Ef það er eitthvað bank í vélinni ertu kannski ekki tilbúnn að borga mikið fyrir hann fyrr en þú veist hvort þetta er vatnsdælan eða sveifarásinn.


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8656
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1393
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf rapport » Þri 23. Des 2025 23:52

rostungurinn77 skrifaði:Ég veit hins vegar ekkert hvernig vextir eða afborganir þínar af láninu voru þannig að ég verð bara að gefa mér að þetta sé 40 ára verðtryggt lán á 6% vöxtum til að fá einhverjar tölur.

Miðað við hjón með tekjustofn 5 milljónir sem skulda 17 milljónir af 19 og borga rúma milljón á ári í vexti þá hefðuð þið fengið 600 þúsund.
Vaxtabætur 2013 vegna tekjuársins 2012

Fjölskyldustaða: Hjón/sambúð

Hámark vaxtagjalda 1.200.000
Hámark vaxtabóta 600.000
Vaxtagjöld til útreiknings 1.040.000 (ættu að vera 647þ.)
Tekjustofn árið 2012 5.000.000 (hér á að nota 8,7m / eru 5,2m eftir skatt)
Eignastofn árið 2012 2.000.000
Eftirstöðvar 17.000.000
Vaxtagjöld 1.040.000
Skerðing vegna tekna (8,0%) 400.000
Vaxtabætur eftir skerðingu tekna 640.000
Skerðing vegna eigna (0,0%) 0
Vaxtabætur alls 600.000 (ættu að vera = 0 kr.)


https://www.skatturinn.is/einstaklingar ... vaxtabota/


Við fengum aldrei neitt, að fá 13. mánuðinn hefði verið geggjað.

En eins og ég sagði, þá var ég með 675 á mánuði (8,1m á ári og konan 640þ.) = 8,7 samtals og svo fengum við námslán... Og lifðum alls ekkert hátt.

Um 20% af ráðstöfunarfé fór í lánin, samt fengum við ekki krónu í vaxtabætur.

Ekki að mér hafi fundist við þurfa að bótum að halda en mér þykir alltaf skrítið að sjá fólk í risa fasteign með tvo+ bíla á hlaðinu tala um mikilvægi vaxtabóta... vil sjá þessa vaxtabóta peninga vinna fyrir ungt eignalaust fólk.

Lánin sem við yfirtókum voru orðin eitthvað hærri 2012 (voru 17,2 þegar við keyptum um sumarið 2011)

Skjámynd 2025-12-23 233305.png
Skjámynd 2025-12-23 233305.png (180.47 KiB) Skoðað 418 sinnum



Skjámynd

rostungurinn77
Gúrú
Póstar: 528
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 171
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf rostungurinn77 » Mið 24. Des 2025 00:16

rapport skrifaði:...


Ég er bara að benda þér á að þið voruð vel yfir hámarkinu.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8656
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1393
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf rapport » Mið 24. Des 2025 10:50

rostungurinn77 skrifaði:
rapport skrifaði:...


Ég er bara að benda þér á að þið voruð vel yfir hámarkinu.


Nema ef við hefðum skuldað miklu meira. Fólk er verðlaunað fyrir að skuldsetja sig út á ystu nöf.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3854
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 165
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf Daz » Mið 24. Des 2025 11:14

rapport skrifaði:

Nema ef við hefðum skuldað miklu meira. Fólk er verðlaunað fyrir að skuldsetja sig út á ystu nöf.

Nei, það er tekju hámark (og gjalda hámark). Þannig að ef þú ferð yfir ákveðnar tekjur færðu ekki vaxtabætur, sama hvað þú skuldar mikið. Og ef þú ert í gjalda hámarkinu þá hækka bæturnar ekki ef þú eykur skuldirnar.
Þú getur fiktað með reiknivélina á https://www.skatturinn.is/einstaklingar ... vaxtabota/

Mér sýnist tekju hámarkið vera rétt undir 15 milljónir fyrir hjón, sem eru 640 þúsund (rassvasareiknað) á mánuði í heildarlaun á mann.

Einu skiptin sem ég fékk vaxtabætur var þegar makinn minn var í skóla og engri vinnu.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3316
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 610
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Vextir - Snjóhengjan fellur!

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 24. Des 2025 13:34

dadik skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:
GuðjónR skrifaði:En ekki hvað...



Þegar banki fær skell í dómstólum og hlutabréfið hækkar… það segir manni allt sem segja þarf um Ísland.


Ekkert íslenskt við þetta. Þegar það ríkir óvissa í rekstri fyrirtækis þá kemur það fram í verðinu. Þegar óvissan er frá færist verðið á þann stað sem þykir eðlilegt miðað við rekstrarafkomu.

Þetta er eins og að kaupa notaðan bíl. Ef það er eitthvað bank í vélinni ertu kannski ekki tilbúnn að borga mikið fyrir hann fyrr en þú veist hvort þetta er vatnsdælan eða sveifarásinn.


Sammála lýsingunni á óvissu nema hér er bankinn bæði að selja bílinn og ákveða að reikningurinn fari á viðskiptavininn. Það er einmitt það sem markaðurinn fagnar.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Mið 24. Des 2025 13:43, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √