Augun og aldur, lausnir?

Allt utan efnis

Höfundur
traustitj
Nörd
Póstar: 130
Skráði sig: Lau 31. Júl 2021 23:49
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Augun og aldur, lausnir?

Pósturaf traustitj » Fim 30. Okt 2025 15:25

Ég segi ekki beint að mér finnist gaman að setja móðurborð í kassa, kælingar á örgjörva og svoleiðis en ég er samt alltaf ánægður þegar ég er búinn að þessu.

Nú er má með vexti að maður er fimmtugur, en hausinn kannski ennþá nær tvítugu og þetta er alltaf gaman. En augun, helv augun. Ég hef alltaf verið með gleraugu en séð þokkalega án þeirra en nú er maður með tölvugleraugu og gleraugu fyrir allt annað. Ég sé mjög vel nálægt mér, eða það hélt ég. Núna var ég að setja saman tölvu úr einhverjum varahlutum sem ég átti hérna liggjandi og ég get ekki lesið stafina á móðurborðinu. Ekki séns, þetta gæti verið á Babýlónsku. Ekki með gleraugum, ekki án þeirra, þegar móðurborðið er skýrt í sjón eru stafirnir hreinlega of litlir til að sjá eitthvað.

Mín lausn er hreinlega að taka mynd af svæðinu með símanum og zooma svo. Kannski myndi mun betri lýsing skila einhverju.

Einhverjir aðrir að reka sig aðeins á aldurinn? Er tíminn til að setja saman tölvur bara liðinn undir lok? Eða eins og Baldur sagði við Flosa (Draugar fortíðar) að sjónin í Flosa væri orðin þannig að hann þyrfti selfie stick til að geta notið símann. Ég man vel eftir því að hafa hlegið að félögum og spurt þá hvort hendin væri ekki nægilega löng og fannst ég fyndinn. Mér finnst þetta bara ekkert fyndið í dag :sleezyjoe :sleezyjoe :megasmile



Skjámynd

kornelius
FanBoy
Póstar: 710
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 138
Staða: Ótengdur

Re: Augun og aldur, lausnir?

Pósturaf kornelius » Fim 30. Okt 2025 16:18

Þekki vandamálið mjög vel.

Þetta var lausnin fyrir mig :)
https://a4.is/stakkunargler-65-mm.html

K.


Hjá mér var árið (The LINUX on the desktop) Linux skjáborðsins 2006 þegar Ubuntu komu fram

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8584
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1376
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Augun og aldur, lausnir?

Pósturaf rapport » Fim 30. Okt 2025 16:24

Þekki þetta + að augun verða weird eftir of mikið TV.

Er að prófa að nota augndropa/gervitár því einhver sagði að það ætti að vera eins og að bursta tennurnar eftir 40.

Finnst það þægilegt en virkar ekki 100%




Gemini
Ofur-Nörd
Póstar: 203
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 43
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Augun og aldur, lausnir?

Pósturaf Gemini » Fim 30. Okt 2025 17:04

Mín eru nokkuð nýlega byrjuð líka (45 ára). Tók fyrst eftir að ég sá allt óskýrt ef ég var í símanum of lengi eða svona verða "weird" eins og rapport sagði líka. Ég greip einhver 2000 krónu +1.5 gleraugu í Bónus og þau hjálpa helling svona ef maður er í símanum eða þarf að lesa á vítamínflöskur eða eitthvað :P

Annars ætti maður kannski að fara til augnlæknis allavega einu sinni. Ég hef aldrei þurft gleraugu yfir ævina.



Skjámynd

litli_b
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 12:22
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Augun og aldur, lausnir?

Pósturaf litli_b » Fim 30. Okt 2025 19:57

Sem einhver með gleraugu allt mitt líf ætla ég bara nefna að það er mikilvægt að kíkja þó nokkrum sinnum til augnlæknis. Sjón getur breyst og þá þarf maður ný gler í gleraugun. Nýir styrkir og alles. Samálla Gemini, fínt að kíkja til Augnlæknis.



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 876
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 161
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Augun og aldur, lausnir?

Pósturaf Hrotti » Fim 30. Okt 2025 20:09

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-10-07-augndropar-sem-gaetu-komid-i-stad-lesgleraugna-settir-a-markad-455276

Tékkaðu á viðtalinu við þennan, það virðist ýmislegt hægt að gera.


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

audiophile
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1607
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 141
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Augun og aldur, lausnir?

Pósturaf audiophile » Fim 30. Okt 2025 20:21

Þar sem ég var nærsýnn fyrir, valdi ég að fá mér margskipt gler í stað þess að lyfta alltaf upp gleraugunum til að lesa á eitthvað.


Have spacesuit. Will travel.


B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 332
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 73
Staða: Tengdur

Re: Augun og aldur, lausnir?

Pósturaf B0b4F3tt » Fim 30. Okt 2025 20:56

Ég skellti mér í laser aðgerð fyrir nokkrum árum. Kostaði skildinginn en þvílík lífsgæði að losna við gleraugun. Er að detta í 47 árin en get lesið allt fínt.
Mæli hiklaust með þessu



Skjámynd

rostungurinn77
Gúrú
Póstar: 507
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 164
Staða: Ótengdur

Re: Augun og aldur, lausnir?

Pósturaf rostungurinn77 » Fim 30. Okt 2025 21:52

Augnlæknir og/eða heimilislæknir.

Þetta kann að vera eitthvað sem er bara eðlilegt m.v. aldur og fyrri störf eða eitthvað sem er afleiðing af lífstíl og þá eitthvað sem þú getur bætt úr eða tekið á til að hægja á ferlinu.

En hvað veit ég.




falcon1
vélbúnaðarpervert
Póstar: 959
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 121
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Augun og aldur, lausnir?

Pósturaf falcon1 » Fim 30. Okt 2025 23:08

Ef það er komið meira en ár síðan þú fórst til augnlæknis þá myndi ég mæla með að heimsækja hann fyrst. Sjónin breytist oft mikið á milli 40-50 ára aldursins. Ég er til dæmis nýkominn með margskipt gleraugu og það gerðist í raun ótrúlega snöggt að fara úr því að augun sáu vel með einum styrk og yfir í að fara í rugl (brá í sjónmælingunni hversu mikil breytingin var). Tók sérstaklega eftir því hvað það fór að vera erfitt að lesa mikið á símaskjánum, augun urðu bara stíf og leiðinleg að fókussera í einhverjar mínútur eftir törn í símanum.
Það sem breyttist líka eftir þessa sjónbreytingu var að ég þurfti allt í einu að hafa mun meiri lýsingu svo ég gæti fókusserað og lesið almennilega. Passa samt að birtan sé ekki of hörð (skarpir skuggar og svartir), mun betra að hún sé mjúk (blörraðir skuggar, gráir).
Yfirleitt get ég notað lespartinn á gleraugunum mínum til að sjá smáa letrið en ef ekki þá geri ég eins og þú að taka mynd og stækka í símanum. Getur prófað að kaupa stækkunargler.




falcon1
vélbúnaðarpervert
Póstar: 959
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 121
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Augun og aldur, lausnir?

Pósturaf falcon1 » Fim 30. Okt 2025 23:11

B0b4F3tt skrifaði:Ég skellti mér í laser aðgerð fyrir nokkrum árum. Kostaði skildinginn en þvílík lífsgæði að losna við gleraugun. Er að detta í 47 árin en get lesið allt fínt.
Mæli hiklaust með þessu

Held að það sé ekki mælt með því ef fólk er að ganga í gegnum sjónbreytingartímabil, sjónin þarf held ég að vera frekar stöðug í einhvern tíma áður en farið er í laser.




falcon1
vélbúnaðarpervert
Póstar: 959
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 121
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Augun og aldur, lausnir?

Pósturaf falcon1 » Fim 30. Okt 2025 23:12

rostungurinn77 skrifaði:Augnlæknir og/eða heimilislæknir.

Þetta kann að vera eitthvað sem er bara eðlilegt m.v. aldur og fyrri störf eða eitthvað sem er afleiðing af lífstíl og þá eitthvað sem þú getur bætt úr eða tekið á til að hægja á ferlinu.

En hvað veit ég.

Græðir yfirleitt ekkert á heimilislækni þegar kemur að augum.




falcon1
vélbúnaðarpervert
Póstar: 959
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 121
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Augun og aldur, lausnir?

Pósturaf falcon1 » Fim 30. Okt 2025 23:25

rapport skrifaði:Þekki þetta + að augun verða weird eftir of mikið TV.

Er að prófa að nota augndropa/gervitár því einhver sagði að það ætti að vera eins og að bursta tennurnar eftir 40.

Finnst það þægilegt en virkar ekki 100%

Augnþreyta virðist aukast með aldrinum hjá mörgum en það getur líka verið vísbending um breytingu á sjón (þarf ekkert að vera dramatísk breyting). Svo er náttúrulega þetta nútímalíf fyrir framan endalausa skjái ekkert gott fyrir augun, þau voru ekkert hönnuð fyrir þessa miklu og einhæfu notkun á nærsjóninni. Augun eru í hvíldarstöðu þegar horft er á eitthvað langt í burtu, þess vegna virkar stundum ef maður er þreyttur í augunum að horfa út um gluggann í 10-15 mínútur. Líka gott að setja heitan bakstur á augun (helst að vera liggjandi) ef maður vill reyna að slaka meira á augnvöðvunum. :)

Ég er með augnþurrk og nota augngel í augun á morgnanna og svo neyðist ég til að setja augnsmyrsl fyrir nóttina. Hundleiðinlegur andskoti.
Hinsvegar ef þú ert frekar einkennalaus og augnlæknirinn hefur ekki ráðlagt þér að nota augndropa þá myndi ég bara sleppa því. Myndi svo alltaf mæla með augndropum sem eru án rotvarnarefna, þau eru hollari fyrir hornhimnuna.
Síðast breytt af falcon1 á Fim 30. Okt 2025 23:26, breytt samtals 2 sinnum.




drengurola
has spoken...
Póstar: 191
Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Augun og aldur, lausnir?

Pósturaf drengurola » Fös 31. Okt 2025 08:39

Ég er kominn nokkuð vel á fimmtugsaldurinn og er farinn að finna fyrir þessu, sérstaklega s.l. ár eða svo. Var að hengja upp ljós og gera og græja og allt í einu er ég hættur að geta lesið litlu stafina á raftækjum þó að gleraugun séu ennþá að virka nokkuð vel. Svo gleymir maður þessu þangað til maður þarf að sjá eitthvað næst. Þessi þráður fær 100 stig frá mér því í honum eru góð ráð og maður þarf nú sennilega að fara gera eitthvað í þessu. Held að handfrjálst stækkunargler sé það næsta á dagskrá.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8584
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1376
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Augun og aldur, lausnir?

Pósturaf rapport » Fös 31. Okt 2025 10:40

Það er smá fyndið hvað þessi þráður hitti marga.

Þarf ekki að fara markaðssetja vaktina til yngra fólks?

Hafa smá nýliðun...




MrIce
Tölvutryllir
Póstar: 603
Skráði sig: Þri 04. Des 2007 14:08
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Augun og aldur, lausnir?

Pósturaf MrIce » Fös 31. Okt 2025 11:02

Splitta vaktinni í tvennt, Undir 40 og 40+. Hvað ætli það yrðu margir í fyrri flokk? 10? \:D/


-Need more computer stuff-


Höfundur
traustitj
Nörd
Póstar: 130
Skráði sig: Lau 31. Júl 2021 23:49
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Augun og aldur, lausnir?

Pósturaf traustitj » Fös 31. Okt 2025 13:08

rapport skrifaði:Það er smá fyndið hvað þessi þráður hitti marga.

Þarf ekki að fara markaðssetja vaktina til yngra fólks?

Hafa smá nýliðun...


Hahahaha :sleezyjoe




falcon1
vélbúnaðarpervert
Póstar: 959
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 121
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Augun og aldur, lausnir?

Pósturaf falcon1 » Fös 31. Okt 2025 19:07

rapport skrifaði:Það er smá fyndið hvað þessi þráður hitti marga.

Þarf ekki að fara markaðssetja vaktina til yngra fólks?

Hafa smá nýliðun...

Er yngra fólkið nokkuð á svona spjallborðum í dag?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8584
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1376
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Augun og aldur, lausnir?

Pósturaf rapport » Lau 01. Nóv 2025 08:16

falcon1 skrifaði:
rapport skrifaði:Það er smá fyndið hvað þessi þráður hitti marga.

Þarf ekki að fara markaðssetja vaktina til yngra fólks?

Hafa smá nýliðun...

Er yngra fólkið nokkuð á svona spjallborðum í dag?


Dunno, kannski reddit?

Held að þetta format sé ekki dautt...




marijuana
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 350
Skráði sig: Fim 04. Feb 2010 15:09
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Augun og aldur, lausnir?

Pósturaf marijuana » Lau 01. Nóv 2025 22:07

falcon1 skrifaði:
rapport skrifaði:Það er smá fyndið hvað þessi þráður hitti marga.

Þarf ekki að fara markaðssetja vaktina til yngra fólks?

Hafa smá nýliðun...

Er yngra fólkið nokkuð á svona spjallborðum í dag?


Ég hélt í smá stund að þessi spurning hafi höfðað til mín. Fattaði síðan að ég er að verða þrítugur. :crying



Skjámynd

rattlehead
Ofur-Nörd
Póstar: 256
Skráði sig: Fös 02. Des 2011 11:01
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Augun og aldur, lausnir?

Pósturaf rattlehead » Sun 02. Nóv 2025 10:38

Ég hef verið með gleraugu í ansi mörg ár og var farinn að taka eftir að ég átti erfitt með að lesa. Fór í mælingu og dugðu gleraugu úr bónus á 1000 kall. Það var eina breytingin á sjóninni hjá mér.