Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?

Allar tengt bílum og hjólum

raggos
has spoken...
Póstar: 165
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?

Pósturaf raggos » Fös 24. Okt 2025 18:00

Ég er sammála því sem sumir hafa bent á að dekkin eru með nokkuð greinilegan fúa sem gæti verið ein ástæðan fyrir því að bent er á að dekkin séu þreytt. Einnig væri gaman að sjá felgukantinn í þessu samhengi því þar er oft sýnilegur fúi ef dekkin eru orðin gömul.
Ég get ekki séð að hjólastillingar sé þörf því það er nokkuð jafnt slit beggja vegna á dekkjunum og nóg eftir af munstri þar sem það er grennst.
Það sem myndirnar sýna þó ekki eru aðrar mögulegar skýringar eins og ójafnt munstur á hringnum eða bólgur í dekkjakantinum og álíka.
En ef þú hefur ekki fundið fyrir neinum óþægindum í akstri á þessum dekkjum og þau haldið lofti alla tíð þá myndi ég áætla að þetta sé bara í fínu lagi



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17149
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2339
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?

Pósturaf GuðjónR » Fös 24. Okt 2025 19:01

Dekkin eru í þokkalegu standi miðað við aldur og notkun. DOT er 2722 sem þýðir framleidd í fyrstu viku í júlí 2022 og þau fóru fyrst undir í nóvember sama ár. Þau eru því rúmlega þriggja ára og hafa verið keyrð 38573 km.

Mynsturdýptin er 5 mm sem er vel yfir lágmarki. Það sjást smávægilegar yfirborðssprungur en þau halda lofti vel og slit er jafnt. Ég ætla að nota þau sem sumardekk næstu tvö sumur og skipta þeim þá út. Þarf bara að finna eitt notað sambærilegt dekk fyrir það sem fór.




Hlynzi
</Snillingur>
Póstar: 1002
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 48
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?

Pósturaf Hlynzi » Fös 24. Okt 2025 19:06

Mér sýnist þau líta ágætlega út, þau eru smá sprungin milli munstursins.
Hvaða árgerð eru þau ? (4 stafa tala á hliðarveggnum vika-vika-ár-ár (t.d. 2025 væri vika 20 árið 2025 framleiðsludagsetning)

Ég hef notað Michelin Alpin 6 mjög mikið á mína bíla (þá Honda CR-V 2005 árg 1,7 tonn) og keyrði þau um 50 þús. km. þangað til þau voru búin (á ca. 4 árum) núna er svona á Hondunni hjá mömmu en hún keyrir svo lítið að þau fara frekar á aldri heldur en akstri.

Líftími dekkja er almennt 5-8 ár, stundum finnur maður fyrir því að þau séu léleg t.d. lélegt grip í bleytu eða óvenju mikið veghljóð í þeim. Ásamt því að þau geta verið mjög óútreiknanleg í vissum aðstæðum.


Hlynur

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17149
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2339
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?

Pósturaf GuðjónR » Lau 25. Okt 2025 15:39

Hlynzi skrifaði:Mér sýnist þau líta ágætlega út, þau eru smá sprungin milli munstursins.
Hvaða árgerð eru þau ? (4 stafa tala á hliðarveggnum vika-vika-ár-ár (t.d. 2025 væri vika 20 árið 2025 framleiðsludagsetning)

DOT númerið er 2722 sem þýðir framleidd í fyrstu viku í júlí 2022 og þau fóru fyrst undir í nóvember sama ár. Þau eru því þriggja ára og þriggja mánaða gömul og hafa verið keyrð 38.573 km.




mikkimás
Tölvutryllir
Póstar: 628
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?

Pósturaf mikkimás » Lau 25. Okt 2025 20:30

Má ég mæta heim til þessa tiltekna starfsmanns að honum forspurðum og hirða heimilistæki sem *mér* finnst vera ónýtt eða gagnslaust?

Ja þannig virðast hlutirnir virka í hans huga.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17149
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2339
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?

Pósturaf GuðjónR » Lau 25. Okt 2025 21:31

mikkimás skrifaði:Má ég mæta heim til þessa tiltekna starfsmanns að honum forspurðum og hirða heimilistæki sem *mér* finnst vera ónýtt eða gagnslaust?

Ja þannig virðast hlutirnir virka í hans huga.

Segðust vera frá Microsoft að sælja tölvuna hans! :megasmile




arm
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fös 20. Mar 2009 12:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?

Pósturaf arm » Mán 27. Okt 2025 10:22

Ég er engin dekkja sérfræðingur, enn þar sem engin er að mæla með hjólastillingu...

Það er óeðlilegt að dekk eyðist á könntunum, þó það sé jafnt báðu megin, venjulega eyðast þau jafnt og þétt yfir allt dekkið og dýptin á mynstrinu minnkar hægt og rólega þar til það er talið ónothæft.

Það kostar smá að fara í hjólastillingu, enn það tekur enga stund, enn er töluvert ódýrara enn að kaupa ný dekk.

Hef lent í þessu og fór ekki strax í hjólastillingu og sá töluverðan mun á dekkjunum eftir nokkra mánuði...

Enn ég myndi sjálfur nota keyra áfram á þessum dekkjum.



Skjámynd

KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 270
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Costco sagði dekkin ónýt og að ég þyrfti hjólastillingu, rétt eða rangt?

Pósturaf KaldiBoi » Mán 27. Okt 2025 13:07

Sum svörin hérna eru glæsileg =D>
Ef fylgt væri mörgum ráðleggingum sem birtast hér að ofan þá væri ekki mikið eftir í buddunni fyrir meðalmanninn.

Fínustu dekk og ég myndi ekkert henda þeim, það virðist samt sem vera að þú mættir henda einhverjum auka kommubörum í þau - þessvegna virðast þau fúgin á hliðinum en eru það alls ekki.

Algjör óþarfi að fara í hjólastillingu!
Síðast breytt af KaldiBoi á Mán 27. Okt 2025 13:08, breytt samtals 1 sinni.