woke

Hér gilda almennar reglur, og virðing er skilyrði. Þræðir birtast ekki í Virkum umræðum.
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8393
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1344
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

woke

Pósturaf rapport » Sun 10. Ágú 2025 13:25

https://k100.mbl.is/frettir/2025/08/10/ ... s_rasisma/

Átti spjall við einn sem sagði að þetta væri ekta "woke" og talaði um bókabrennur af "litla svarta sambó"...

Og auðvitað - https://www.dv.is/frettir/2020/06/22/he ... unu-folki/

Og viðkomandi tengdi þetta ofstæki við félegashygguna, vinstri þankagang, að vilja stjórna öllu...

Ég er algjörlega ósammála þessu en auðvitað hefur hugtakið verið rætt sundur og saman - https://www.merriam-webster.com/dictionary/woke

Fyrir mér er ritskoðun ekki woke en opin umræða um hvað hlutirnir þýða og hvað þei standa fyrir er woke.

Ef Sambó eða Pjakkur eru birtingamyndir einhvers þá er woke að ræða það og breyta þankaganginum, vera meðvitaður um hvaða gildi orðin, myndirnar eða táknin hafa og sættast við fortíðina.

Rétt eins og #MeToo snérist ekki um að brenna alla gerendur á báli, heldur að ljá þolendum stuðning, vettvang og öryggi til að ræða sín mál, ef þeir vildu.

Það er fátt meiri íhaldssemi en boð og bönn, að reyna að meitla eitthvað í stein og banna umræður og samtöl.

Og það eru gildi sem ég tengi við hægrið í stjórnmálum og í raun öfga hægrið, fasistana sem hreinlega drepa þig ef þú ert ekki innan markanna sem ríkið hefur sett þér.

Sovítríkin, Kína ofl. voru/eru ekki sósíalísk ríki þó þau kalli sig það...