Bestu ATX turnkassarnir fyrir marga 3.5 diska?

Skjámynd

Höfundur
Snaevar
Nörd
Póstar: 145
Skráði sig: Lau 26. Jún 2021 17:43
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Bestu ATX turnkassarnir fyrir marga 3.5 diska?

Pósturaf Snaevar » Fim 31. Júl 2025 08:09

Sælir vaktarar

Ég er með Unraid server með tveimur 3.5 hörðum diskum ásamt nokkrum SSD. Þessi tölva hefur verið hýst í Corsair Carbide 175R í nokkur ár og sá kassi hefur staðið sig ágætlega hingað til.

Nú er ég kominn með 2x fleiri 3.5 diska (semsagt 4x 3.5 diska í heild) og mig vantar hugmyndir fyrir ATX turnkasssa með 4x eða fleiri 3.5 stæði.

Einhver meðmæli fyrir kassa sem uppfylla þessi skilyrði?
ATX
4x eða fleiri 3.5" stæði
A.m.k. 1x 2.5" stæði
Hægt að kaupa á Íslandi

Fyrirfram þakkir :)


PC
CPU: Intel Core i7 8700K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Gigabyte Aorus Master RTX 3070 8Gb RAM: Corsair Vengeance 2x16Gb 3200Mhz

Unraid Server
CPU: Intel Core i5 8600K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Nvidia 1660 Super 6Gb RAM: Corsair Vengeance 4x8Gb 3200Mhz Storage: 8TB Seagate Ironwolf + 8TB Seagate Exos + 500GB Samsung SSD (Cache)

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6575
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 539
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Bestu ATX turnkassarnir fyrir marga 3.5 diska?

Pósturaf worghal » Fim 31. Júl 2025 10:12

Fractal Meshify 2 XL
kemur 16 diskum fyrir
Mynd

annars komast fleyri diskar í þennan https://tl.is/fractal-design-fractal-de ... lhlid.html
Síðast breytt af worghal á Fim 31. Júl 2025 10:14, breytt samtals 1 sinni.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3279
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 598
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Bestu ATX turnkassarnir fyrir marga 3.5 diska?

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 31. Júl 2025 11:07

Sjálfur myndi ég velja góðan Fractal Kassa með hljóðeinangrun. Ágætis listi yfir hentuga kassa.
https://www.reddit.com/r/DataHoarder/comments/1f2aw6d/list_of_computer_cases_with_lots_of_hard_drive/
Síðast breytt af Hjaltiatla á Fim 31. Júl 2025 16:30, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √

Skjámynd

Langeygður
has spoken...
Póstar: 179
Skráði sig: Fim 12. Des 2019 00:04
Reputation: 40
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Bestu ATX turnkassarnir fyrir marga 3.5 diska?

Pósturaf Langeygður » Fim 31. Júl 2025 17:02

Ég hef ekki fundið margs stóra kassa hér á skerinu.

Hér er einn samt.

https://kd.is/category/14/products/4019


Leikjavél: AsRock X870E Nova | 9800X3D | 64GB 6000Mhz CL28 | D15 G2 LBC | Nvidia 4080 | 5TB NVME Geymsla | Corsair RM1000x | Fractal Design Pop Air
Plex/Server: i7 12700K | 128GB DDR4 | 46TB Geymsla

Skjámynd

olihar
/dev/null
Póstar: 1390
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 316
Staða: Tengdur

Re: Bestu ATX turnkassarnir fyrir marga 3.5 diska?

Pósturaf olihar » Fim 31. Júl 2025 18:33

Fractal Meshify 2 XL er geggjaður kassi.



Skjámynd

russi
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 202
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Bestu ATX turnkassarnir fyrir marga 3.5 diska?

Pósturaf russi » Lau 02. Ágú 2025 02:49

Finnst Jonsbo N5 vera sexy




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6368
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 168
Staða: Ótengdur

Re: Bestu ATX turnkassarnir fyrir marga 3.5 diska?

Pósturaf AntiTrust » Lau 02. Ágú 2025 10:15

Ég hef bæði notast við Fractal Node kassana og nokkra mismunandi úr Coolermaster Silencio línunni. Fractal Node taka 6-10 diska eftir týpu, eini gallinn er að þar ertu fastur við mATX formið, og cable management í 304 kassanum er martröð að eiga við, en loftflæðið furðugott, og eru með þetta "NAS" look.

Besti og hljóðlátasti ATX kassinn sem ég hef notað undir unRAID er Coolermaster Silencio 550, kem 7x 3.5" diskum í hann orginal og 10x 3.25 diskum með því að nota 5.25 -> 3.5" bracket. Hljóðeinangraður á báðum hliðum og mjög solid cable management.